Jökull


Jökull - 01.12.1984, Síða 168

Jökull - 01.12.1984, Síða 168
1983 Hlaup nr. 18, 29. sept.-14.okt. Hlaupið hófst hjá Skaftárdal (vhm 70) kl. 20 hinn 29. sept. Hið næsta Skaftá mátti merkja jöklafýlu af vatninu, en hún var ekki stæk. Rennsli hlaupvatns var um 150 m3/s þegar það var í hámarki á fjórða degi. Hlaupið stóð til 14. sept. Hlaupvatn alls 105 Gl. Eftir heimildum Odds Sigurðsson jarðfræðings kom hlaupið úr „Vestara- ketilsiginu". Athuga ber að eitt lítið ket- ilsig er nokkru vestar. Þau liggja öli þrjú á nær beinni línu. Súluhlaup / Grœnalónshlaup 1981 Hinn 10. júlí kom hlaup í Súlu 750 m3/s. Hlaupið var óreglulegt, stöðugt að minnka og vaxa. Það var lítið og virtist haga sér svipað og hlaupið 1977. 1982 Ekkert hlaup. 1983 Hinn 16. ágúst um kl. 12 var ljóst að vöxtur var kominn í Súlu við Súlubrú. Hlaupið náði hámarki kl. 6 hinn 17. Rennslið var þá 2200 m3/s. í hámarkinu var vatn undir allri brúnni. Mesta dýpi 300 metra frá vestur- landi var 4,9 m og náði vatn þá 1 m upp fyrir sökkul. Aðalhlaupvatnið kom undan jökli fast upp við Eystrafjall. Þar var þurrt aftur þeg- ar hlaupið var um garð gengið. Lítilsháttar brotnaði þarna úr jökulröndinni og flutti hlaupvatnið jaka vestur undir Lómagnúp. Stærstu jakar sem bárust niður að brú voru hnöttóttir kubbar 1,3 — 1,7 m að þvermáli. Súla kemur undan jökli fáeinum kíló- metrum frá Eystrafjalli og hefur haldið sig þar um all mörg ár. Þar var drjúgur vöxtur í hlaupinu en engin breyting. Hlaupið náði ekki til Gígju. Hlaupinu var lokið 18. ágúst kl. 6, en hegðun Súlu út ágúst og september var slík að ætla verður að sírennsli hafi verið úr Grænalóni. Skeiðará / Grímsvatnahlaup Grímsvötn hlupu í september 1976 eins og lesa má um í Jökli 26. árgangi. 1982 Hinn 28. janúar hófst Skeiðarárhlaup. Lið- in voru 5 ár og 4 mánuðir frá síðasta hlaupi. Hlaupið hófst rúmlega hálfu ári fyrr en búist var við. Ragnar í Skaftafelli gerði aðvart um að hlaup væri að hefjast. At- burðarásin var sú sama og í undangengnum hlaupum, rennslið óx afar hægt fyrstu dag- ana. Þetta var annað hlaupið, sem gafst til að mæla rennslið af Skeiðarárbrúnni. Hér er sýnt þversnið rennslismælistaðar, sem er Skeiðarárbrú. Horft er undan straumi, þ.e. austurbakki til vinstri og vest- urbakki er til hægri. Hin djúpa rás, sem grófst út við stöpul nr. 18 vekur e.t.v. nokkra furðu að lítt athuguðu máli. Skýr- ingin er einföld. Undanfarna mánuði var hart frost, klaki í leir- og malareyrum orð- inn 70—100 cm. Allur farvegurinn undir brúnni er því gaddfreðinn, nema þar sem ársprænan Skeiðará rann fyrir hlaupið en það var við austurstöplana. Einmitt þar náði hlaupið til að grafa. Rásin dýpkaði, er vatnið gróf undan frostskelinni. Bakkinn féll loks niður og þannig breikkaði rásin. Vatnamælingamenn og leiðangur frá Vegagerð ríkisins héldu til í Aðstöðunni í Skaftafelli meðan á hlaupinu stóð. Orku- stofnun gerði víðtækar aur- og efnisrann- sóknir á vatninu. Skyndilega var hlaupinu lokið. Hámark rennslis varð 2020 m3/s. Framrunnið hlaupvatn aðeins 1,3 km3. Inni í Grímsvötn- um sat 50 til 60 m há vatnsfylla, samkvæmt athugunum frá flugferðum til Grímsvatna. Það staðfestist síðar af vorleiðangri. Ein- hver áður ókunn staða er komin upp. Með efnagreiningu mátti merkja að hlaupvatn náði aðeins sem vottur til Gígju. 3ja mynd. 1983 Þegar kom fram í október tóku vatnssýni úr Skeiðará að gefa til kynna að vottur af háhitavatni væri á ferðinni. Ragnar Stefáns- son í Skaftafelli varð jafnframt var við að jöklafýlu lagði frá ánni annað veifið í okt. og nóv. Miðað við veðurskilyrði var rennsli Skeiðarár með eðlilegum hætti. Útfrá efna- greiningu mátti áætla framrunnið háhita- vatn (hlaupvatn úr Grímsvötnum) um 75 Gl. Með desember kólnaði veður, allar ár minnkuðu nema Skeiðará drýgðist heldur, rennslið var mælt vikulega. Ragnar í Skafta- 166 JÖKULL 34. ÁR
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185
Síða 186
Síða 187
Síða 188
Síða 189
Síða 190
Síða 191
Síða 192
Síða 193
Síða 194
Síða 195
Síða 196

x

Jökull

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.