Jökull - 01.12.1984, Side 174
Jökulhlaupin: Hnútulón / Brúarjökull / Kverká /
Kreppa / Jökulsá eru þessi:
Nr. 1 27. sept. ’76 30 Gl, sjá Jökul 26 ár bls. 79
Nr. 2 3. sept. ’79 30 Gl, sjá Jökul 31 ár bls. 34
Nr. 3 11. sept. ’80 23 Gl, sjá Jökul 31 ár bls. 34
Nr. 4 26. ágúst ’82 39 G1
Jökulsá í Fljótsdal I Háöldulón
1981 Ekkert hlaup
1982 Ekkert hlaup
1983 Hlaup 12-13. júlí. Rennsli Jökulsár í Fljóts-
dal fór í 300 m3/s. Hlaupvatn alls 30 Gl.
10 II 12 13
M-----July 1983------>|
Hóöldulón
10. mynd. Jökulsá í Fljótsdal. Jökulhlaup úr
Háöldulóni.
Lokaorð
Á þessum þremur árum, sem annállinn nær
yfir, vekja hin vesælu Grímsvatnahlaup vafalaust
mesta athygli. Grímsvatnahlaupin hafa farið
minnkandi hin síðari ár, raunar allt frá stór-
hlaupunum 1934 og ’38, sjá nánar Jökul 5 ár. bls.
34—35. Fyrst lét Gígja á sjá en Skeiðará hélt
nokkuð hluta sínum. í hlaupinu 1954 er t.d.
hámarks rennslistoppur Skeiðarár 7200 m3/s og
Gígju 3.300 m3/s, en 1972 er toppur Skeiðarár
6800 m3/s en Gígju 2000 m3/s o.s.frv., sjá með-
fylgjandi yfirlitsmynd, sem sýnir riss af flóðtopp-
unum í Skeiðará og Gígju.
Rennslið úr Grímsvötnum í okt., nóv. og des.
1983 stendur ekki undir „jökulhlaups” nafni,
11. mynd. Skeiðará og Gígja. Toppar í Gríms-
vatnahalupum fara minnkandi.
The peaks of Grímsvötn’s jökulhlaup decreasing.
réttara er að tala um einskonar sírennsli. Pað má
vera ljóst, hafi ámóta rennsli verið annað veifið
úr Grímsvötnum fyrr á öldum eins og nú þessa
þrjá mánuði, hefur það vart verið talið til jökul-
hlaupa. Heldur verið sagt „það er vöxtur í
Skeiðará" eða eitthvað því um líkt.
SUMMARY
The purpose of this article is to publish the
annal of jölulhlaups in Iceland for the years 1981,
1982 and 1983.
Skaftárhlaup number 16, 17 and 18, Græna-
lónshlaup July ’81 and August ’83, Grímsvatna-
hlaup 1982 and 1983, Hnútulónshlaup, Kverkár-
nes August ’82, Háöldulónshlaup July ’83.
Most remarkable are increased frequency and
diminished water of Grímsvatnahlaups.
172 JÖKULL 34. ÁR