Jökull

Ataaseq assigiiaat ilaat

Jökull - 01.12.1984, Qupperneq 185

Jökull - 01.12.1984, Qupperneq 185
hvergi farið upp brekku svo teljandi væri. Norður og vestur af Háubungu gengur dálítill hryggur eða háls. Var alldrjúgt upp háls þennan, eða um 2 km vegalengd, og brattasta brekkan sem við drógum sleðann. Að vísu drógum við hann beint upp eftir, en skíðin urðum við að taka af okkur á kafla. Á hálsinum gerði þokuslæðing. Tók nú að halla lítið eitt undan fæti og þegar aftur rofaði til í þokunni sáum við til Grímsvatna framundan. Umhverfið var svipað og þegar komið er að vetrarlagi í dumbungsveðri fram á heiðarbrún. Við vorum einn til tvo km frá SV-krika dalsins og sáum ekki niður í dalbotninn, en handan dalsins sáum við stórfellda, úfna og óhreina skriðjökuls- tungu. Við héldum nú austur meðfram dalbrúninni og stefndum þar að tindi einum dökkum, sem þar bar hæst í 3 til 4 km fjarlægð. Þokunni létti nú bráðlega og gerði aftur bjartviðri eins og verið hafði áður um daginn. Útsýni varð stórfenglegt, bæði norður yfir Grímsvötn og til suðurs og aust- urs að Öræfajökli, en þangað opnaðist útsýni, er við komum á háhrygginn norður af Hábungu. Öræfajökull og fjöll umhverfis hann eru tignarleg og stórfengleg að sjá og gnæfa hátt yfir umhverf- ið. Stórir jökulfossar steypast fram af brúnum hájökulsins niður í dalbotnana, en skörðóttar og tindóttar eggjar gnæfa upp úr jöklinum á milli dalanna. Þokunni var að létta af Öræfajökli, þegar við komum upp á brúnina og stór bólstraský lyftust upp úr dölunum upp yfir jökulinn, uns hann var orðinn alveg heiður. Skeiðarárjökull fyllir alla lægðina, um 40 km breiða, milli Grímsvatna og Öræfafjallanna. Sáum við niður eftir öllum jökl- inum niður á svartan Skeiðarársand og gljána, sem var eins og haf að sjá. Ströndin var aðeins mörkuð af hvítum brimgarðinum, langt í fjarska, og dökkum malarkambinum. Smám saman nálguðumst við brún Gríms- vatnadalsins. Suðurbrún dalsins, sem við gengum austur með, liggur nær því frá vestri til austurs, en sveigir meira norður á bóginn austan til. Var skammt frá háhryggnum sunnan dalsins og fram á dalbrúnina, svo engir stórfelldir jöklar ganga þarna fram af brúninni. Jökullinn var þó nokkuð sprunginn nálægt brúninni og sáum við þar dökka vikurhryggi, sem aðeins stungu kollinum upp úr jöklinum. Við nánari athugun kom í ljós, að allmikill hiti var í hryggjum þessum. Óhugsandi er ekki að hiti hafi geymst í bingjum þessum síðan 1934, er síðast gaus á þessum slóðum, en einnig getur hér verið um jarðhita að ræða, sem á sér dýpri rætur. Tindurinn sem við stefndum að stóð alveg fram á fremstu brún dalsins og var nær þverhnípt af honum niður í dalbotninn. Virtist tindurinn vera úr dökkum vikri eða gjalli og stóð hann um 20 metra upp úr jöklinum umhverfis. Við ákváðum að tjalda undir dálitlum vikurhrygg hjá tindi þessum, sem í rauninni var vikurhryggur sem við sáum endann á. Áður en tjaldað var héldum við upp á hrygginn til þess að líta yfir Grímsvatnadalinn. Á þessum slóðum voru eldstöðvarnar 1934. Stóð gosið hæst um páska, sem mörgum er enn í fersku minni, og þarna eru upptök Skeiðarár- hlaupa. Hefur Jóhannes Áskelsson jarðfræðingur lýst gosinu og hlaupinu í ritum Vísindafélagsins og víðar og dr. Niels Nielsen meðal annars lýst því í bókinni Vatnajökull. Nokkru síðar fóru þeir Guðmundur Einarsson og Jóhannes Áskelsson upp að gosstöðvunum svipaða leið og við fórum nú. Var þá gosið í rénun, en dalurinn fullur af gufum frá gígunum svo ekki sást niður í hann. Dr. Niels Nielsen fór til íslands strax eftir páskana. Mættust leiðangrarnir í Vík og sneri þá Jóhannes við með dr. Nielsen og fór aftur á jökulinn. Fengu þeir allslæm veður en gátu þó gert sínar athuganir á gosstöðvunum. Gosið var mjög tekið að minnka, svo hægt var að sjá niður í dalinn, sem lítt hafði verið þekktur áður. Síðan hafa allmargir leiðangrar komið að Grímsvötnum. Dr. Nielsen kom aftur ásamt Jó- hannesi Áskelssyni 1938, en aðrir leiðangrar hafa og verið þarna. Jóhannes Áskelsson hefur verið tíðastur gestur, því hann kom þarna, auk þess sem talið hefur verið, árið 1938 og tvisvar árið 1935, í annað skiptið ásamt Trausta Einarssyni sem mældi dalinn og umhverfi hans. Síðan 1934 hafa tvívegis verið Skeiðarárhlaup, árið 1938 og 1941. Flaug Pálmi Hannesson þá bæði skiptin yfir staðinn til þess að athuga verks- ummerki. Dalurinn bar nú lítil merki hinna stórfelldu náttúruviðburða, sem þar höfðu átt sér stað, þeg- ar við litum yfir hann af vikurhryggnum. Dal- botninn er að heita má rennisléttur, þakinn ísi og snjó. Að sunnan er snarbrött hamrabrún, mestmegnis úr móbergi að sjá. Brún þessi er um 300 m há og 7 km að lengd frá vestri til austurs. Hæst er hún austast, nokkrum metrum hærri en staður sá sem við höfðum sem sjónarhól fyrir miðri suðurbrúninni. Annar gígurinn 1934 var skammt fyrir vestan okkur, en ekki sáust hans JÖKULL 34. ÁR 183
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148
Qupperneq 149
Qupperneq 150
Qupperneq 151
Qupperneq 152
Qupperneq 153
Qupperneq 154
Qupperneq 155
Qupperneq 156
Qupperneq 157
Qupperneq 158
Qupperneq 159
Qupperneq 160
Qupperneq 161
Qupperneq 162
Qupperneq 163
Qupperneq 164
Qupperneq 165
Qupperneq 166
Qupperneq 167
Qupperneq 168
Qupperneq 169
Qupperneq 170
Qupperneq 171
Qupperneq 172
Qupperneq 173
Qupperneq 174
Qupperneq 175
Qupperneq 176
Qupperneq 177
Qupperneq 178
Qupperneq 179
Qupperneq 180
Qupperneq 181
Qupperneq 182
Qupperneq 183
Qupperneq 184
Qupperneq 185
Qupperneq 186
Qupperneq 187
Qupperneq 188
Qupperneq 189
Qupperneq 190
Qupperneq 191
Qupperneq 192
Qupperneq 193
Qupperneq 194
Qupperneq 195
Qupperneq 196

x

Jökull

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.