Jökull


Jökull - 01.12.1985, Side 86

Jökull - 01.12.1985, Side 86
kuldaköst gætu því hafa orsakað framskrið jökulsins og gætu einhver hinna yngri jökulbergslaga verið þannig til komin. Jarðlög frá öndverðri ævi eldstöðvarinnar eru ágæt- lega varðveitt í suðurhlíðum fjallsins. Par er nokkuð reglulegur stafli og skiptast á hraunlög og móbergslög, sem rekja má óslitið allnokkrar vegalengdir. Ár og jöklar hafa síðar grafið gil og dali í berglagastaflann. Allvíða hafa yngri myndanir runnið niður dalina. Þann- ig hefir t.d. hraun runnið niður dalverpið milli Steina- fjalls og Raufarfells og endar í Lambafelli. Að norðan er jarðfræðin mun einfaldari. Þar ber mest á móbergi neðan til, en ofar er stallur í hlíðinni, og taka þar við hraun, sem runnið hafa ofan úr háfjallinu. Talið hefir verið, að gossprungur geisli út frá háfjallinu, en svo er ekki. Hryggir þeir sem liggja í aðra stefnu en A-V (t.d. Skerin) hafa myndast við, að bergkvika hefir runn- ið eftir lokuðum eða opnum rásum í jöklinum og nær undantekningarlaust beint undan halla. Víða á Snæfells- nesi eru svipuð fyrirbrigði. Allmikið er af unglegum hraunum, e.t.v. frá síðasta hlýskeiði, og nokkrir gígar frá svipuðum tíma eru enn varðveittir, þótt sumir séu farnir að láta á sjá. Tveir slíkir eru á Fimmvörðuhálsi, og hefir runnið frá þeim eystri og stærri allmikið hraun niður Skógaheiði. Vestan við jökulinn er fjöldi gíga og gígleifa og munu flestir vera frá því snemma á síðasta jökulskeiði eða síðasta hlýskeiði. Bláfell er leifar af gríðarstórum gíg og hefir hraun runnið frá honum suður alla Núpsheiði, yfir jökulvana land. Aftur á móti virðast gígarnir í hryggnum, sem liggur frá Dagmálafjalli vestur í Hornfell, flestir vera frá síðasta jökulskeiði, enda er móbergssökkull undir þeim flestum. Frá þeim hafa og runnið firna þykk kubbabergshraun með bólstra- og móbergssökklum, sem sýna svo ekki verður um villst að gosið hefir í jökli. Af þykkt þessara hrauna má sjá, að jökullinn hefir ekki verið ýkja þykkur. Unglegar mó- bergsmyndanir eru efst við jökuljaðarinn vestan megin. Þær leggjast þar ofan á eldri hraun og eru því líklega frá síðasta jökulskeiði. Sveinn P. Jakobsson (1979) birti kort af hraunum í Eyjafjöllum og getur þess, að öll millistig séu til staðar á milli mikið núinna og lítið núinna hrauna. Hann telur, að mörg af þessum hraunum séu frá því síðla á síðasta jökulskeiði eða jafnvel frá því mjög snemma á nútíma, en önnur gætu verið frá hlýviðrisskeiðum (interstadial) á síðasta jökulskeiði. Fá misgengi hafa fundist. Tvö allglögg A-V misgengi eru á Fimmvörðuhálsi sunnanverðum og er sigið um þau til norðurs. Vestan jökulsins er allgreinilegur dalur, sem liggur A-V, milli Arnargilshryggjar og Dagmálafjalls að norðan og Stórhöfða og Litlahöfða að sunnan. Dalurinn er um 1,5-2 km á breidd og gosstöðvarnar raða sér að miklu leyti á dalbrúnina sitt hvoru megin. Neðarlega í fjöllunum sunnan megin, frá Skálabæjum austur að Skógaheiði, er allmikið af keilugöngum og hallar þeim flestum inn undir eldstöðina. ENDASLEPPU HRAUNIN Tvö hraun hafa verið talin frá því snemma á nútíma. Þau eru Kambagilshraun austur og upp af Merkurbæj- um (2. og 3. mynd) og Hamragarðahraun ofan við Hamragarða (2. og 6. mynd). Eins og áður er getið, rannsakaði Guðmundur Kjartansson (1958a) þessi hraun og taldi þau vera frá því á Búðastigi, um 10.000 ára gömul. Hér verður á ný farið í saumana á þessum hraunum í ljósi nýrra athugana. Kambagilshraun á upptök sín í Rauðahrauni, sem er allstór gjallgígur utan í norðurhlíð Arnargilshryggjar (3. mynd). Gígurinn nær um 625 m hæð yfir sjó, en er ekki nema 150 m yfir umhverfi sitt. Hann er um 800 m í þvermál við ræturnar og opnast til austurs. Gígurinn er ellilegur í útliti, en jöklar hafa þó aldrei yfir hann gengið. Landslagi er þannig háttað, að ofan við Merkurbæina er aflíðandi hlíð, sem nær frá jafnsléttu og upp í um 300 m hæð. Víða í henni eru þykkar gróðurtorfur, sem þó eiga í vök að verjast vegna uppblásturs. Þar fyrir ofan tekur við flati, að mestu gróðurvana með einstaka rofa- barði og tekur hann nafn af þeim bæjum sem landið eiga. Syðst er Syðstu-Merkurheiði, þá Mið-Merkurheiði og nyrst Stóru-Merkurheiði. Lækir skilja heiðarnar að. Flatinn er um 500 til 700 m breiður og ofan við hann tekur við aflíðandi hlíð, sem verður brattari er ofar dregur. Ofarlega í þessari hlíð er Rauðahraun. Hraunið hefir runnið í krók austan undir gígnum, milli hans og hlíðar, en runnið svo til norðurs skamman veg og sveigt síðan í vestur niður hlíðina. Hraunið hefir streymt niður á flatann milli Merkurár og Syðstu- merkurár. Guðmundur Kjartansson (1958a) taldi, að hraunið hefði endað þar sem flatinn tekur við. Úr gígnum og niður á flatann er glögg hrauntröð, sem nefnist Kambagil. Á þessum spöl er hraunið úfið, með þykkum gjallmúgum sem liggja samhliða hrauntröðinni. Tveir óbrennishólmar eru í hrauninu á þessu svæði. Annar er langur og mjór og liggur austarlega og ofar- lega í hrauninu. Hinn er niður undir flatanum og öllu meiri um sig. Ofan við síðarnefnda hólmann myndar hraunið allháa og áberandi brún. Þar sem hólminn er, hefir verið bungumyndaður hóll, sem hraunið hefir runnið út á og ofan af sitt hvoru megin. Hrauntröðin teygir sig niður á flatann skammt sunnan við hólma þennan og hverfur þar í sand. Á flatanum sést ekki í hraunið nema á stöku stað. Það er hulið lausum jarðlögum, en kemur aftur fram í 84 JÖKULL 35. ÁR
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164

x

Jökull

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.