Jökull


Jökull - 01.12.1985, Síða 88

Jökull - 01.12.1985, Síða 88
4. Mynd. Jarðlagasnið ofarlega í norðurbarmi gils Syðstumerkurár. Frekari skýringar eru í texta. Fig. 4. A schematic section of the northern side of the gully of the Syðstumerkurá river. brúninni vestan flatans. Guðmundur taldi, að hraunið endaði þar sem það kemur niður á flatann og að einung- is laust grjót úr því væri að finna þar fyrir neðan. Sveinn P. Jakobsson (1979) taldi, að hraunið væri allt sundur- laust á þessu svæði, en fann það aftur á móti fram í brúninni þar fyrir vestan. Hraunið hefir fallið fram af brúninni í tveimur kvísl- um. Sú nyrðri hefir streymt niður sunnan með Merkurá og er um 300 m breið. Syðri kvíslin er mun stærri, um 500 m breið, og er milli Syðstumerkurár og Bæjarlækj- ar. Milli kvíslanna er þriðji óbrennishólminn og sá stærsti. Hann myndar klettabrún í hlíðinni ofan við Mið- Mörk. í hlíðinni austan Merkurbæja er hraunið auðrak- ið og lítt hulið lausum jarðlögum. I hlíðinni austur af Syðstu-Mörk sést glögg hrauntröð á kafla, sem vafalítið er framhald Kambagils. Hraunið hverfur síðan í laus jarðlög þegar niður á láglendið kemur. Þó glyttir í það í skorningum og má með nokkurri vissu draga útlínur hraunsins. Það markast að norðan af Merkurá, en að sunnan af Syðstumerkurá, og nær jafn langt til vesturs og hólarnir, sem rísa upp úr Markarfljótsaurum. Mið- og Syðsta-Mörk standa á þessum sömu hólum. Til að meta aldur hraunsins, var gerð athugun á þeim jarðlögum, sem hraunið hvílir á og þeim sem ofan á liggja. Hraunið hefir runnið í því landslagi, sem nú einkennir svæðið og er ekki að sjá, að það hafi breyst mikið síðan, nema að ár og lækir hafa grafið sig nokkuð niður og að hluti hraunsins er á kafi í lausum og hálf- hörðnuðum setlögum. Bæði Merkurá og Syðstumerkurá hafa grafið sig niður með hrauninu svo að undir það sést. Syðstumerkurá hefir efst í gili sínu grafið sig niður fyrir hraunið á alllöngum kafla. Hraunið hvílir þar yfirleitt á völu- og hnullungabergi (4. mynd), sem víðast er illa eða ekki lagskipt og er a.m.k. nokkrir metrar á þykkt og orðið allhart og þétt. Undir hnullungaberginu er móberg eða móbergsbreksía. Hnullungabergið samanstendur af mis- stórum völum og hnullungum, sem eru allt að einum metra í þvermál, en oftast hnefastórir og nokkuð vel núnir. Millimassinn er sandkenndur ofan til, en neðar i laginu verður hann gráleitur og leirkenndur eins og í jökulbergslögum. Milli hraunsins og hnullungabergsins er ekki vottur af lífrænum leifum s.s. koluðum jurta- leifum eða mold. Uppi á flatanum hefir Merkurá grafið sig niður með hrauninu á alllöngum kafla. Þar liggur hraunið á um 1 m þykku völubergslagi (5. mynd) og undir því er annað hraunlag. Neðra hraunlaginu fylgir lítt máður en þéttur kargi, svo ekki er að sjá, að jökull hafi lagst þungt á það. Gjallkarginn er þéttur af grá- leitum leir, líkum þeim sem bindur jökulbergslög sam- an. Þessu sama hraunlagi var fylgt norður eftir flatanum og er það allt jökulsorfið. Á þessum stað eru heldur 86 JÖKULL 35. ÁR
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164

x

Jökull

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.