Jökull


Jökull - 01.12.1985, Page 92

Jökull - 01.12.1985, Page 92
milli Lágafells og Balla, líkt og þar væri jökulgarður. Einnig má lesa úr gögnum þeirra, að 12-15 km breiður og um 150-200 m djúpur dalur væri í berggrunninn milli Kross og Fornusanda. Beinast liggur við, að hann sé framhald af dalnum milli Fljótshlíðar og Eyjafjalla. Hann er nú meira en barmafullur af sandi. Hve langt fram á sandinn hefir jökull sá náð, sem fór yfir Kambagilshraunið? Á 7. mynd er dregin upp hæð Markarfljótsjökuls (A) í hlíðum Eyjafjalla vestanverðra eins og hún er lesin úr jökulrákum og hvalbökum. Til samanburðar er sýnt snið upp miðjan Skeiðarárjökul (B) og er endi hans látinn nema við jökulgarðinn á Markarfljótsaurum á um 70 m dýpi. Skeiðarárjökull er svipaður að stærð og Markarfljótsjökull hefir verið og hefir einnig svipað lag, því þeir streyma báðir eftir fremur þröngum dölum og breiða svo úr sér á láglendi er fram úr þeim kemur. Sniðið eftir Skeiðarárjökli (B) liggur um 200 m ofar en jaðar Markarfljótsjökuls (A), en ástæðan fyrir því er, að ávallt er bunga á miðjum skriðjöklum. Á 8. mynd er ímyndað þversnið af Markarfljótsjökli vestur frá Kambagilshrauni, og er þar lagt til grundvallar þversnið af Skeiðarárjökli þar sem hann tekur að breiða úr sér. Á Skeiðarárjökli er um 175-200 m hæðarmunur á jaðri og miðju skriðjökulsins. Lína C á 7. mynd sýnir hvernig snið eftir miðjum Markarfljótsjökuls liti út ef jaðar- sniðinu er lyft um 200 m. Línur C og A falla allvel saman og samkvæmt því gæti jökulgarðurinn í Markar- fljótsaurunum verið endagarður þess jökuls, sem gekk yfir Kambagilshraun. Augljóst er, að jöklar, sem skriðið hafa út dalinn milli Fljótshlíðar og Eyjafjalla, hafa ekki náð hærra upp en sýnt er á 2. mynd. Allt landslag ofan við jaðar Markar- fljótsjökuls ber þess merki, að jöklar ofan af Eyjafjalla- jökli hafi mótað það. Ef meginjökullinn hefir í einhvern tíma náð hærra upp, þá ættu að sjást þess merki, en þrátt fyrir mikla leit hafa ekki nein slík fundist. Enn- fremur er ljóst, að jarðlög í norðurhlíðum Eyjafjalla endurspegla þessa staðreynd. Neðan til eru brattar mó- bergshlíðar, en ofan til tekur við hraunstallur. Mörkin milli hrauna og móbergs hækka jafnt og þétt eftir því sem innar dregur. Hraunin hafa runnið ofan úr fjallinu og víða má rekja hrauntaumana langar leiðir upp eftir brattanum. Móbergið virðist í flestum tilvikum vera skálagað, sem bendir til, að það hafi myndast er kvika hefir runnið út í vatn. Af þessu má álykta, að hraunin hafi runnið ofan úr háfjallinu og niður á stallinn. Þar hefir jökuljaðarinn síðan tekið við og kvikan splundrast við snögga kælingu og myndað ösku, sem síðar límdist saman og varð að móbergi. Því eru skilin milli móbergs- ins og hraunanna merki um þykkt (hámarksþykkt?) jökulsins. Það rennir einnig stoðum undir þessa tilgátu, að hraunhettan ofan á Þórólfsfelli norðan Markarfljóts, er í svipaðri hæð og stallurinn sunnan fljóts. Hreinn urhlíðum Eyjafjalla. Lína B er snið upp eftir miðjum Skeiðarárjökli. Á myndinni er trýni Skeiðarárjökuls látið nema við jökulgarð Hreins Haraldssonar og Hans Palm (1980) í Austur-Landeyjum. Lína C er jaðarsnið Markarfljótsjökuls (lína A) hækkuð um 200 m til sam- ræmis við Skeiðarárjökul (sjá frekari skýringar í texta). Fig. 7. Profiles along the presently active Skeidarárjökull Markarfljót glacier as observed in the Eyjafjöll region. Line B is a profile along the middle part ofthe Skeidarár- jökull glacier. The snout of the glacier is here placed at the assumed terminal moraines in the Austur-Landeyjar (Haraldsson and Palm 1980). Line C is the same profile as A but elevated about 200 m to compensate for the margin-to-centre bulge of the Skeidarárjökull. 90 JÖKULL 35. ÁR
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Jökull

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.