Jökull


Jökull - 01.12.1985, Side 99

Jökull - 01.12.1985, Side 99
Eldgosið á Jan Mayen í janúar 1985 PÁLL IMSLAND Norrœna eldfjallastöðin, Háskóla íslands, 101 Reykjavík INNGANGUR Sunnudaginn 6. janúar 1985 hófst eldgos á Jan Mayen. Mikil jarðskjálftavirkni fylgdi gosinu og mæld- ust skjálftar á eynni, í Noregi og á íslandi og e.t.v. á fleiri stöðum. Samkvæmt norskum blaðafregnum fundust margir sterkari skjálftanna á eynni.. Fyrstu skjálftanna í þessari hrinu varð vart á föstudagskvöldið 4. jan. (Aftenposten 8. jan.). Sunnudagsmorguninn, annars vegar kl. 6 og hins vegar kl. 7 (Adresseavisen og Arbeiderbladet 7. jan.), komu stærstu skjálftarnir og voru þeir um 5 stig á Richter-skala. Við þá vöknuðu menn á eynni. Jarð- skjálftarnir héldu áfram allan sunnudaginn og voru flest- ir um 1—2 stig á Richter-skala (Arbeiderbladet 7. jan.). Samkvæmt Aftenposten (8. jan.) skipti fjöldi þeirra hundruðum á klukkustund á sunnudeginum, en Aften- posten og Adresseavisen (8. jan.) segja skjálftum hafi farið fækkandi mánudaginn 7. jan. Frásögn dagblaðanna um jarðskjálftana er varla mjög nákvæm og ekki marktæk til ályktana. í henni er ekki tiltekið við hvaða tíma er miðað. Samkvæmt langbylgju- skjálftamælunum á Akureyri og í Reykjavík (upplýs- ingar frá Ragnari Stefánssyni og Barða Þorkelssyni, Veðurstofu íslands, 1985) og stuttbylgju-mælinum á Húsavík (upplýsingar frá Páli Einarssyni, Raunvísinda- stofnun Háskólans, 1985) var fyrsti stóri skjálftinn á sunnudagsmorguninn kl. 7:59 GMT og var hann líklega um 4.7 stig á Richter-skala. Síðan komu sterkir skjálftar fram á Akureyrarmælinum kl. 8:04, 8:14, 8:39, 8:58, 9:03, 9:18 og 10:24. Þessi síðasttaldi var líklega einnig um 4.7 stig. Kl. 12:08 kom svo sterkasti skjálfti morg- unsins, líklega um 4.9 stig. Loks komu tveir allsterkir skjálftar með stuttu millibili kl. 12:34 og 12:36. Var sá síðari sterkari, líklega um 4.6 stig. Hinir sterkustu þess- ara skjálfta komu einnig fram á mælunum í Reykjavík og á Húsavík. Allir mælarnir þrír skráðu svo sterkasta skjálftann á svæðinu í þessari hrinu kl. 21:54 á mánu- dagskvöldið hinn 7. jan. Hann virðist hafa verið um 5.0 stig á Richter-skala. í frásögn í Arbeiderbladet (7. jan.) segir að reykjar- slæða og roðabjarmi hafi sést á himni um eftirmiðdaginn á sunnudaginn (6. jan.). Ætla má að þá fyrst hafi sjálft eldgosið hafist. Samkvæmt frásögn Aftenposten (8. jan.) sást úr SAS-flugvél, sem flaug yfir svæðið kl. 7:15 á mánudagsmorgun (7. jan.), glóð og rennandi hraun. Fjölmiðlafregnir þessar byggja á upplýsingum frá jarðskjálftaathugunarstöðvum í Noregi og samtölum við yfirmann stöðvarinnar á Jan Mayen, Jomar Barlaup. Mánudaginn 7. jan. flugum við frá Reykjavík og skoðuðum eldgosið úr lofti. í þeirri ferð tóku þátt fjórir jarðfræðingar frá Norrænu eldfjallastöðinni, þeir Guð- mundur E. Sigvaldason, Páll Imsland, Eysteinn Tryggvason og Karl Grönvold, tveir blaðamenn frá Morgunblaðinu, Hallur Hallsson og Ragnar Axelsson, og flugmaðurinn Árni Ingvarsson. Flogið var á tveggja hreyfla, 9 sæta Cessna flugvél frá Leiguflugi Sverris Þóroddssonar. Farið var frá Reykjavík rétt fyrir ki. 11 að morgni og lent á Raufarhöfn til þess að fylla bensín- tanka. Þaðan fórum við kl. 12:26 og vorum komnir norður undir Jan Mayen kl. 14:20. Við flugum yfir gosstöðvunum í um það bil 40 mínútur. Við lentum á Akureyri á bakaleiðinni til bensíntöku kl. 17:06 og loks í Reykjavík aftur kl. 18:20. Eldgosið var á norðausturhorni eyjunnar og því í skugganum af Beerenberg, þar sem sól var rétt neðan við sjóndeildarhring. Það var því skuggsýnt og erfitt að greina smáatriði. Birtan var minni en svo að hægt væri að taka nothæfar ljósmyndir með algengustu filmum. Notast mátti við 800 ASA filmur og ljósnæmari. Frekar lítið gagn var því af ljósmyndun nema til yfirlits, hætt var við kvikmyndun á staðnum og video-upptökur reyndust ekki vera mjög góðar. JAN MAYEN Jan Mayen er eldfjallaey, um 380 km2 og 54 km löng, á 71°N og 8—9°W (1. mynd). Hún er eingöngu gerð úr gosbergi, sem er yngra en 0.7 millj. ára. Eldvirknin er hæg og afkastalítil. Um 100 ár virðast líða að jafnaði á milli gosa og er meðaltalsgosið um 0.07 km3 (sjá Ims- land, 1978). Langflest gosin hafa myndað hraun og JÖKULL 35. ÁR 97
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164

x

Jökull

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.