Jökull - 01.12.1985, Síða 117
suðvestlægir, og hver verður stöðugleiki þeirra ?
3) Hvert er og verður hitastig sjávar ?
Hér á eftir fylgir fróðleikur um ýmsa jökla árið 1984,
einmitt þegar lægðir gengu um sumarið norðan við land.
Lægðirnar gerðu þrennt :
1) Losuðu sig við rakann sunnan og suðvestanlands.
2) Suðvestanáttin verkaði sem hnjúkaþeyr norðanlands.
3) Orvuðu rennsli hlýsævis austur fyrir Straumnes og
Horn.
Ef aftur á móti brautir lægðanna eru sunnan við land,
þá ríkir hér þrálát norðaustanátt og áhrif á láð og lög
verða í aðalatriðum gagnstæð.
SNÆFELLS JÖKULL
Hallsteinn tekur fram varðandi Jökulháls: Is- og
ujarnskjöldur, sem orðinn er til úr snjóleifum köldu
áranna, þekur land langt út fyrir sjálfan jökulísinn og er
nú að renna fullkomlega saman við jökulinn, enda hefur
jaðarinn grafist undir snæbreiður undanfarinna ára.
Þrátt fyrir drjúga leysingu í sumar hefur hún mátt sín
lítils að vinna á slíkum frera.
Hyrningsjökull hefur enn þykknað og breikkað. Mik-
ill snjór frá síðasta vetri er á jöklinum. Þannig er það
raunar umhverfis mest allan Snæfellsjökull, misbreiður
hjarnborði umlykur jökulinn, einna mestur er hann að
norðanverðu.
drangajökull
í bréfi með mælingaskýrslunni segir Indriði: Jökul-
sporður Kaldalónsjökuls hefur þynnst mjög og er
sprungnari en fyrr eftir hlýtt og vætusamt sumar og
langvarandi suðvestanáttir sem standa uppá jökulinn.
Allur snjór frá síðasta vetri er tekinn upp af jöklinum,
en gamall og svartur ís að koma í ljós undan fannalagi
snjóavetrarins 1982/83. Jökulflákinn neðan og vestan
Úfsins er óvenju sprunginn. Liggja sprungurnar norð-
austur-suðvestur og virðist eitthvert sig í norður, niður í
árkverkina.
Fannir í fjöllum eru nú með minna móti eftir einstak-
lega hlýtt og góðviðrasamt sumar. Þetta hefur verið
sannkallað grasár. Seinni sláttur hér á Skjaldfönn veru-
legur, sem er sjaldgæft. Kafgras er í úthaga, jafnvel upp
til háfjalla. Birki og víðir hafa tekið mikinn vaxtarkipp í
sumar, en berjaspretta er hér lítil, einungis krækiber og
þá einungis þar sem aldrei festir snjó eða fyrst varð autt.
í bréfi með mælingaskýrslunni segir Guðfinnur: Þegar
ég byrjaði að mæla Reykjafjarðarjökul, það var 1948, þá
náði jökulsporðurinn alveg niður á sléttlendið. Sporður-
inn náði þá svo að segja niður í sömu hæð yfir sjó eins og
1886, þegar Þorvaldur Thoroddsen kom hér og taldi
hæð jökulsporðs 30 m yfir sjó. Nú tel ég ugglaust að
jökulsporður sé í 200 m hæð eða vel það.
Sumarið hjá okkur var mjög gott, stillur og næturþok-
ur í júlí. Fyrst sást í gegnum vetrarsnjóinn á jöklinum
23. júlí. Aðfaranótt 1. ágúst varð vart við frost, annars
suðvestanáttir og hlýtt.
í bréfi með mælingaskýrslunni segir Sólberg : Þegar
ég mældi jökulsporð Leirufjarðarjökuls var vetrarsnjór-
1. Mynd. Reykjafjarðarjökull.
Mynd tekin til suðvesturs inn á
jökulinn. Árið 1966 eða fyrir 18
árum var jökuljaðar hjá stóru
steinunum í forgrunni, hop um 0,5
km Hrolleifsborg til vinstri en
Hljóðabunga til hægri. Ljósm.
Guðm. Ketill Guðfinnsson 12. ágúst
1984. Fig. 1. Reykjafjardar-glacier.
View to south-west. 1966 the glacier
margin was at the boulders in fore-
ground, recession 0,5 km.
Hrolleifsborg at left and Hljóda-
bunga to right. Photo: Guðm. Ketill
Gudfinnsson August 12th 1984.
JÖKULL 35. ÁR 115