Jökull

Ataaseq assigiiaat ilaat

Jökull - 01.12.1985, Qupperneq 120

Jökull - 01.12.1985, Qupperneq 120
þar er kafli úr bréfi Ragnars : “Skeiðarárjökull hækkaði mikið í sumar (1953), mest í stefnu á Hvirfildalsskarð héðan að sjá. Einnig kom upp skörp bunga eða hnúður við miðjan jökulsporðinn. Þessi hækkun hefur komið fram af hájöklinum. Framan af Sandi lítur bungan út sem langur ávalur hryggur, er nær austan frá sæluhúsi og vestur fyrir miðjan Sand. Til beggja hliða við þessa bungu hefur jökullinn ekkert hækkað, að ég held. Jökultanginn við útfall Skeiðarár lækkar ört og þynnist“. Frá tæpu ári upp í eitt og hálft ár eftir ris jökulsins í línunni Skaftafell - Hvirfilsdalsskarð hafa Grímsvötn hlaupið undanfarið, nema tvö síðustu smáhlaup brutu regluna, eins og Ragnar víkur að í bréfinu. Eftir sumar- ið 1953 hófst Skeiðarárhlaup í júlí 1954, sjá Jökul 5. ár bls. 30. Læt hér með útrætt um Skeiðarárjökul. Skaftafellsjökull og Svínafellsjökull. í bréfi með mæli- skýrslunum tekur Guðlaugur Gunnarsson fram : Auk þess að ganga fram hafa jöklarnir hér þykknað. Þeir ná hærra upp í fjöllin en fyrir ári síðan. Þetta á við um alla jöklana hér, en einkum er það áberandi fyrir Svínafells- jökul og Skaftafellsjökul. Það á þó eigi síður við um Virkisjökul, hann er nú mjög grjótborinn og afar bratt- ur, hinir jöklarnir eru nær því að vera hreinn ís. Kotárjökull nær niður á sléttlendið, en það hefur hann ekki gert síðan fyrir einum 30 til 40 árum. Kvíárjökull. f bréfi með mælingaskýrslunni tekur Flosi Björnsson fram : Yfirleitt munu breytingar á jöklum hér ekki vera stórvægilegar frá því í fyrrahaust. Sýnilegt er þó að einhver gangur er í Kvíárjökli fram á milli fjallanna, helst að sunnanverðu, sem gjarnan vill verða. Hann hækkaði þar og ýfðist síðari hluta sumars en ekki í haust. Hinsvegar hefur leysingin haft við á sjálfri tungunni, a.m.k. austan til. Er þó jökuljaðarinn framantil aurborinn og bráðnar því hægar en jökullinn næst á bak við, sem er frekar sléttur. Er jaðarinn því talsvert hár og brattur, og líklegur til að geta valdið þrýstingi eða sigið fram. Hrútárjökull. Af jöklum hér er það einkum hann, sem heldur áfram að hækka og skríða fram. Að framan er hann aurborinn og leysing þar því hægari en ella, enda hefur jaðarinn þokast dálítið fram í sumar. Fjallsjökull virðist hinsvegar að mestu kyrrstæður, líklega þó fremur að lækka. Breiðamerkurjökull virðist halda áfram að hopa og lækka víðast hvar vestan við Jökulsárlón. Á nokkrum kafla við Breiðamerkurfjall er hann sprunginn og ójafn og skríður þar dálítið fram í Breiðárlón vestan til, eða um það bil austur á móts við Vesturrönd. En svo er nefnd vestasta röndin á Breiðamerkurjökli, þ.e.a.s. sú rönd sem er næst Breiðamerkurfjalli. Við Breiðárskála, merki 141, er komið lón þvert á mælingalínuna og ekki unnt að mæla. Þarna lítur út fyrir að jökullinn hafi hopað nokkuð, skammt er austur að Máfabyggðarönd. Á hájöklunum hér uppaf hefur leysing verið með mesta móti í sumar. Bæði í Öræfajökli og upp frá Esjufjöllum hefur sést sums staðar á kletta og kletta- brúnir, sem tæpast hafa sést áður. Þess gætir helst í mikilli hæð t.d. austan i Sveinstindi og í klettaröðlinum austur af honum, einnig neðan við Káratind. Hábrún Esju er greinilega meira auð en verið hefur a.m.k. um langt skeið. Esja er að mestu jökli hulin bunga, eigin- lega norðan við sjálf Esjufjöllin. Einnig sést í fleiri auða kletta eða klappir upp af Austurbjörgum, en þau eru sem kunnugt er austasti rani Esjufjalla. Varðandi veðrið segir Flosi: Sumarið hefur verið hér með hlýjasta móti og um langan tíma samfellt, enda þótt hiti hafi ekki verið neitt mjög sterkur hér á láglendi. Býst við að í sumar hafi skipt nokkuð um veður hér milli sandanna (Skeiðarárs. og Breiðamerkurs.), en að vísu náði suðvestanáttin hingað líka talsverðan tíma. Að lokum leggur Flosi á það áherslu : Að stóra lónið á Breiðamerkursandi hjá Jökulsá heiti JÖKULSÁR- LÓN réttu nafni og varast beri að nefna það Breiða- merkurlón. Þetta lón er alls ekki eina lónið á Breiðamerk- ursandi eða við Breiðamerkurjökul, og nöfnin á hinum lónunum eru einnig að því er virðist rökrétt, svo sem Breiðárlón, Stemmulón o.s.frv. Varðandi Breiðamerkurjökul austan Jökulsár tekur Steinn Þórhallsson eftirfarandi fram : Jaðarinn hefur lækkað og þynnst, aðrar breytingar eru litlar. Austur við Fellsfjall er jökuljaðarinn brattur og þykkur og má teljast nær óbreyttur, vatnsgangur enn mikill þótt komið sé fram yfir miðjan september. Suðursveitarjöklar. Helgi Torfason og Þórarinn Gunnarsson mældu og könnuðu ástand jökulsporðanna. Jaðarslón eru víðast hvar meðfram þeim og gera þau mæliaðstöðu fremur óþægilega. Skýrsla er væntanleg síðar. Brókarjökull hefur gengið fram 142 m á sl. 5 árum. Jökullinn er brattur fremst og mjög úfinn, virðist vera að ganga fram, það á þó ekki við um alla Suður- sveitarjökla. Hoffellsjökull E, (eystri jökullinn). Þrúðmar Sigurðs- son tekur fram : Greinilegt er að jökultungan í skeifu- lagaða jaðarslóninu er á floti. Tungan er á hreyfingu, einkum að austan, hún breytist minna að vestan. Niður með Geitafellsbjörgum hreyfðist jökullinn fram á árinu 118 JÖKULL 35. ÁR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148
Qupperneq 149
Qupperneq 150
Qupperneq 151
Qupperneq 152
Qupperneq 153
Qupperneq 154
Qupperneq 155
Qupperneq 156
Qupperneq 157
Qupperneq 158
Qupperneq 159
Qupperneq 160
Qupperneq 161
Qupperneq 162
Qupperneq 163
Qupperneq 164

x

Jökull

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.