Jökull - 01.12.1985, Page 121
um 60 m og lækkaði jafnframt, lónið gleypti hann.
Tungusporðurinn í lóninu liggur að öldunni neðan við
lónið án þess að hlaða upp jakahrönn eða sýna önnur
merki um þrýsting, telja ber því jaðarinn óbreyttan,
þannig var hann fyrir ári síðan.
Vesturjökullinn, Hoffellsjökull W, hefur hopað um 25
m. Hann er á Svínafellsöldutanga, sem er klapparhrygg-
ur á milli Svínafellsgaltar og Gæsaheiðar og sýnir jökul-
sporðurinn greinileg merki hopjökuls. Ekki er ólíklegt
að fari að móta fyrir skerjum allt inn til Jökulfells eða
Gæsaheiðar. Jökullinn virðist riðla þar á föstu landi og
er töluvert sprunginn, en hreyfingin er það hæg, að
sprungusvæðið er sleikt og allt útjafnað.
Eyjabakkajökull. Gunnsteinn tekur fram : Neðsti
hluti jökulsins hefur þynnst mikið, hann er dökkur af
sandi. Kunnugur staðháttum er Hallgrímur Kjartans-
son, Glúmsstöðum, og getur hann annast mælingu.
Kverkjökull. Gunnsteinn tekur fram : Jökuljaðarinn
er lítið breyttur frá síðastliðnu ári, að öðru leyti en því
að nú er hann mikið sprunginn vestan við íshellinn.
Þekjan yfir hellisopinu hefur skekkst og snúist til aust-
urs. Kunnugir staðháttum eru Davíð B. Guðnason,
Völundur Jóhannesson og Sigurjón Antonsson og geta
þeir framkvæmt mælinguna.
Sigurjón Rist
JÖKULL 35. ÁR 119