Jökull

Ataaseq assigiiaat ilaat

Jökull - 01.12.1985, Qupperneq 123

Jökull - 01.12.1985, Qupperneq 123
Snjóflóð á íslandi veturinn 1983 — 1984 KRISTJANA G. EYÞÓRSDÓTTIR Veðurstofu Islands Rúmlega 500 snjóflóð voru skráð þennan vetur. Nokkur þeirra voru stór og ollu verulegu eignatjóni. Fimm menn björguðust úr þremur snjóflóðum. í október, 16.-22., lenti rjúpnaskytta í snjóflóði á Látraströnd. Barst maðurinn með flóðinu um 100 m og grófst að hluta í því en tókst svo að losa sig sjálfur. Fyrsta skaðasnjóflóð vetrarins varð 26. nóvember á Skútudal í Siglufirði. Það skemmdi hitavatnsleiðslu og rafmagnskapal á um 100 m kafla. Þann 14. desember varð hrina votra snjóflóða á Hnífsdal. Þá braut flóð úr Bakkagili tvo raflínustaura og flóð úr Búðargili skemmdi girðingu á 150 m kafla. Hálfum mánuði síðar, 30. desember, varð aftur tjón af snjóflóði á Hnífsdal. Þurrt flekahlaup úr Bakkahyrnu braut upp hurð á húsinu Dalbraut 9 og fyllti geymslu og þvottahús. Það braut einnig tvo glugga hjá Eggveri s/f og rann snjór inn í geymslupláss. Þremur dögum fyrr, þann 27. desember, hafði snjó- flóð úr Fagranesdal austan í Tindastóli tekið vatn af rafstöðinni á Fagranesdal. Fyrst í janúar snjóaði mikið um allt land. Þann 4. janúar féll snjóflóð úr Bröttuhlíð í fjallinu Kubba við Skutulsfjörð. Flóðið braut upp hurð á húsinu Kjarrholti 4, rann inn í svefnherbergi og gang. Skemmdi innan- stokksmuni. Jafnframt bar flóðið með sér fólksbifreið um 30-40 m og skemmdi talsvert. Sama dag hljóp snjóflóð yfir veginn við Hraná á Svalbarðsströnd, braut raflínu- og símastaur. Veturinn 1983-84 var unnið að vegagerð undir Ólafs- víkurenni. Nýja vegastæðið var fært þó nokkuð frá berginu út á grjótvarnargarð, meðal annars til að verjast snjóflóðum. Þann 23. janúar féll stórt flóð úr Enninu. Það fór yfir nýja veginn og alla leið út í sjó. Stuttu síðar, 30. janúar, féll flóð úr Enninu á stóra beltisgröfu. Braut það úr henni allar rúður og fyllti hana af snjó en skemmdi ekki að öðru leyti. í ofsaveðri, snjókomu og skafrenningi, að kvöldi 22. febrúar, féll kraftmikið snjóflóð austast úr Enninu. Snjór var þá sérstaklega mikill á þessum slóðum. Flóðið lenti á verkstæðishúsi steypustöðvarinnar Bjargs h/f. Þar hafði verktakafyrirtækið Hagvirki h/f, sem vann að vegagerð undir Enninu, vinnuaðstöðu. Flóðið rann í gegnum verkstæðishúsið. Þar inni voru tveir menn og sluppu báðir lítið meiddir. Má telja það mikið lán. Tugmilljóna tjón varð vegna flóðsins, þar sem öll tæki steypustöðvarinnar og byggingar eyðilögðust auk tækja og verkstæðislagers í eigu Hagvirkis. Þann 8. apríl fóru tveir menn á vélsleðum fram af brún Þvergils á Sprengisandi. Við það losnaði snjóflóð sem bar mennina niður að gilbotni. Annar mannanna grófst í flóðinu en félaga hans tókst að losa hann. Síðasta dagsetta skaðasnjóflóð vetrarins féll 14. apríl úr Kleifarhorni í Ólafsfirði. Það braut fiskihjalla, þrá raflínustaura, skíðalyftu og kofa skíðamanna. Meiri skaða af völdum snjóflóða urðu menn varir við þann 25. apríl er komið var að ummerkjum snjóflóðs í Kaldalóni. Stórt flóð hafði einhvern tíma um veturinn fallið úr Þverárgili í Lónseyrarfjalli og brotið niður 12 m af handriðinu á brúnni yfir Mórillu og auk þess skemmt veginn að brúnni. í 1. töflu eru talin upp snjóflóð á víð og dreif um landið. Aðaláhersla er lögð á staðsetningu flóðanna, dagsetningu og fjölda, en þegar upplýsingar eru til er einnig gerð grein fyrir stærð og tegund. í 2. töflu er samantekt frá nokkrum vegaköflum þar sem snjóflóð eru að jafnaði tíðari en annars staðar. Skráningaraðilar nú hafa eins og áður einkum verið starfsmenn Vegagerðar Ríkisins um allt land og veður- athugunarmenn, en einnig hafa ýmsir sent Veðurstof- unni upplýsingar. Ennfremur hefur mátt finna frásagnir um snjóflóð í dagblöðum og landshlutablöðum. Ýmsar upplýsingar umfram það sem hér eru birtar er að finna á skráningareyðublöðunum, sem eru varðveitt á Veður- stofu íslands. Víðtæk og nákvæm skráning á snjóflóðum er grund- völlur að mati á snjóflóðahættu. Því eru ferðamenn sem komið hafa að snjóflóði, séð það falla eða jafnvel lent í því, á vegi eða í óbyggðum, hvattir til að koma því á framfæri við Veðurstofu íslands eða Vegagerð Ríkisins. ABSTRACT SNOW AVALANCHES IN ICELAND 1N THE WINTER OF1983 -84 Over 500 avalanches were recorded this winter. Some ofthem caused extensive damage. Five people were saved from three avalanches. Information on the avalanches, such as location, time of occurence and other properties is presented in tables. JÖKULL 35. ÁR 121
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148
Qupperneq 149
Qupperneq 150
Qupperneq 151
Qupperneq 152
Qupperneq 153
Qupperneq 154
Qupperneq 155
Qupperneq 156
Qupperneq 157
Qupperneq 158
Qupperneq 159
Qupperneq 160
Qupperneq 161
Qupperneq 162
Qupperneq 163
Qupperneq 164

x

Jökull

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.