Jökull - 01.12.1985, Page 130
þykkt, náði ekki 2 metrum og þar með 3-4 sinnum
þynnra en í venjulegu ári.
Um hádegi var komið í Grímsvatnaskála, eftir nokk-
urn þæfing við að koma bílunum yfir sprungur í brekk-
unni neðan hans. Um tvöleytið fóru flestir að sofa, en
þá var farið að þykkna í lofti og vindur vaxandi af
suðvestri.
Föstudaginn 3. júní var haldið á leið til Jökulheima
nær hádegi í þoku og hríðarhraglanda og þungu færi.
Fylgt var slóð Gosa er fór fyrr og hann eltur uppi 10 km
frá jökuljaðri. Komið að jökulrönd nálægt miðnætti og
haldið rakleiðis í Jökulheima. Þar var slegið upp veislu,
sem hófst með borðhaldi og söng, en síðan var dansað á
bílastæðinu fram á morgun. Var þá gengið til náða og
lágu menn ýmist úti eða inni eins og vænta mátti eftir
það sem á undan var gengið.
Eftir hádegi fóru menn að tínast heim en þeir seinustu
fóru úr Jökulheimum daginn eftir.
Þessir voru í förinni:
Stefán Bjarnason, fararstjóri
Hannes Haraldsson, stýrði Jakanum
Gunnar Guðmundsson, stýrði Jökli I
Jón E. ísdal
Pétur Þorleifsson
Elías Elíasson
Soffía Vernharðsdóttir
Guðbjörg Hjálmarsdóttir
Auður Ólafsdóttir
Erla ísdal
Ragna Karlsdóttir
Sigrún Þorsteinsdóttir
Guðrún Andersen
Helga Árnadóttir
Jórunn Garðarsdóttir
Anna Hallgrímsdóttir
Rannveig Egilsdóttir
Sigríður Hansdóttir
Ásbjörn Sveinsson
Jóhannes Ellert Guðmundsson
Rúnar Norðquist
Arngrímur Hermannsson
Ástvaldur Guðmundsson
Gylfi Gunnarsson
Guttormur B. Þórarinsson
Þórarinn Björnsson
Vilhelm Andersen
Árni Reynisson
Jaki í sprungu nálægt Kerlingum. Ljósm. Pétur Þor-
leifsson.
Húsið dregið á grunninn 30. maí 1977.
Við Gfímsvötn mættust leiðangrarnir aftur um morg-
uninn þar sem þeir Gosamenn voru að mæla þykkt
jökulsins með nýju tæki, en með því má gera sér grein
fyrir landslagi undir jökli. Yrði nú brátt svarað áður
óleystum gátum um það, hvar væri að finna stapa og
hvar öskjur undir bungunum, og hvar megi vænta vatna-
skila. Ekki var fært bílum í Grímsvötn og reið Pétur
þangað á sleða sínum við fimmta mann, sem drógust
með á skíðum. Gryfja var tekin á venjulegan hátt á
Grímsvatnasléttunni. Ekki var snjólagið frá vetrinum
128 JÖKULL 35. ÁR