Jökull - 01.12.1985, Síða 131
Esjufjallaganga 23.-28. júlí 1977
ÁRNI REYNISSON
Áning á Breiðamerkurjökli. Öræfajökull í baksýn.
Ljósm. Pétur Þorleifsson.
Vorið 1977 var reistur skáli í Esjufjöllum, á vegum
Jöklarannsóknafélags íslands, nánar tiltekið við Tjald-
mýri í Skálabjörgum. Sjálfboðaliðar í félaginu smíðuðu
húsið undir stjórn þeirra Jóns ísdal og Stefáns Bjarna-
sonar. Ferðafélag íslands tók þátt í kostnaði við þessa
framkvæmd og Ferðamálaráð veitti fjárhagslegan stuðn-
ing, sem náði einnig til Kverkfjallahússins en það var
smíðað samtímis og flutt á jökulinn síðar um vorið.
Esjufjöll eru nú friðland og er húsið reist með góðu
samkomulagi við Náttúruverndarráð og í trausti þess að
félagsmenn og gestir Jörfa gangi vel og snyrtilega um
þessar jökuleyjar, sem þykja einkum merkilegar fyrir að
vera ósnortnar af búskap manna.
í júlí sama ár var efnt til gönguferðar í Esjufjöll undir
stjórn Vals Jóhannessonar. Fyrirhugað var að dveljast í
skálanum nýja í tvo daga, og gera þaðan út í göngur um
hnjúka og dali. Leiðangursmenn komu saman að Breiðá
síðdegis þann 23. júlí og var veðrið ekki efnilegt, húðar-
rigning, næstum skýfall og komu menn blautir og hrakt-
ir í náttstað eftir gönguna þangað frá þjóðveginum, þar
sem rútan var yfirgefin. Þetta voru auk Vals, þau Pétur
Þorleifsson, Kristjana Eyþórsdóttir, Kristín Sverrisdótt-
ir, Sólveig Kristjánsdóttir og Árni Reynisson. Um sama
leyti bar þar að Vilhelm Andersen og dætur hans tvær,
Sigrúnu og Kristínu.
Að Breiðá voru fyrir jöklaskoðarar frá háskóla
Austur Anglíu, sem rýmdu svefnhúsið óðar og um var
beðið, nema hvað þeir skildu eftir smálús af súkkulaði
og viskíi. Hafi þeir guðlaun fyrir.
Um kvöldið var gengið að jökuljaðri og Ieitað að
JÖKULL 35. ÁR 129