Jökull - 01.12.1985, Síða 137
Ferð í Goðheima og á Grendil sumarið 1979
Vorið 1979, seinni part maímánaðar, reisti Jökla-
rannsóknafélagið skála á austanverðum Vatnajökli,
nánar tiltekið á nyrsta Goðahnúknum í um 1500 m hæð
yfír sjó. Skáli þessi, er hlaut nafnið Goðheimar, var
ásamt öðrum samskonar skála, Kirkjubóli, er reistur var
við Fjallkirkju í Langjökli, byggður suður í Garðabæ
veturinn 1979, og hófst smíðin 20. janúar og lauk 21.
apríl sama ár. Yfirumsjón með smíðinni og stjórn alla
höfðu þeir Jón E. ísdal skipasmiður og Stefán Bjarna-
son húsasmíðameistari, en margir félagar Jökla-
rannsóknafélagsins lögðu þar hönd á plóginn. Húsið var
svo flutt austur á Breiðamerkursand fullbúið og sett á
sleða og dregið af snjóbíl upp Breiðamerkurjökul
austan Esjufjalla, alla leið á Goðahnúka, þar sem geng-
ið var frá því. Nokkrir félaganna, er unnu að smíðinni,
gátu því miður ekki komist í aðalleiðangurinn og því var
ákveðið að fara gangandi úr Hoffellsdal síðar um
sumarið.
Að kvöldi 24. júlí hélt níu manna hópur á tveim
jeppum inn Hoffellsdal og sló tjöldum í botni dalsins.
Þátttakendur voru auk undirritaðs, Vilhelm Andersen,
sem var fararstjóri, Guðrún kona hans, Valdimar Valdi-
marsson, Sigrún Sigurðardóttir, Helgi Ágústsson, Skúli
Séð til Grendils, Þrándarjökull t.h. Ljósm. Pétur Þor-
leifsson, 27. júlí 1979.
Útsýni frá Goðheimum, skála Jöklarannsóknafélags ís-
lands á Goðahnúkum. Herðubreið til vinstri, Snæfell til
hægri. Ljósm. Pétur Þorleifsson, 27. júlí.
Sigurðsson, Adda Jóhannsdóttir og Sarah Kutas. Morg-
uninn eftir voru leiðangursmenn árla á fótum og litu til
lofts. Var þá dimm þoka, en logn veðurs. Við ákváðum
þó að leggja af stað, því verið gat að komast mætti upp
úr þokunni, því hæðarmunur á Hoffellsdal og Goða-
hnúkum er um 1400 m. Um átta leytið um morguninn
vorum við ferðbúin, stikluðum yfir Hoffellsána og héld-
um upp úr dalbotninum. Þá var þokunni að létta og
horfur á góðum degi.
Úr botni Hoffellsdals liggur leiðin milli Fossdalshnútu
og Dalsheiðar norður að Lambatungnajökli. En fram
undir síðustu aldamót var jökullinn það hár að tunga frá
honum náði niður í botn dalsins. Nú er jökultungan
horfin, en farið eftir hana er skýrt og greinilegt. Einnig
hefur Hoffellsáin breytt um svip. Áður fyrr var hún
jökullituð, en í dag er hún tært bergvatn.
Úr skarðinu héldum við norður að jöklinum og var
það stutt leið. Gaman var að koma að Lambatungna-
jöklinum, þar sem hann fellur fram í Skyndidalinn.
Jökullinn fellur þar allbratt fram, en handan hans gnæfa
Lambatungnatindur og Múlatindar. Eftir skamma dvöl,
héldum við til baka og klöngruðumst um tæpar fjárgötur
utan í Fossdalshnútu, og sem leið liggur inn á Fossdal.
JÖKULL 35. ÁR 135