Jökull


Jökull - 01.12.1985, Síða 137

Jökull - 01.12.1985, Síða 137
Ferð í Goðheima og á Grendil sumarið 1979 Vorið 1979, seinni part maímánaðar, reisti Jökla- rannsóknafélagið skála á austanverðum Vatnajökli, nánar tiltekið á nyrsta Goðahnúknum í um 1500 m hæð yfír sjó. Skáli þessi, er hlaut nafnið Goðheimar, var ásamt öðrum samskonar skála, Kirkjubóli, er reistur var við Fjallkirkju í Langjökli, byggður suður í Garðabæ veturinn 1979, og hófst smíðin 20. janúar og lauk 21. apríl sama ár. Yfirumsjón með smíðinni og stjórn alla höfðu þeir Jón E. ísdal skipasmiður og Stefán Bjarna- son húsasmíðameistari, en margir félagar Jökla- rannsóknafélagsins lögðu þar hönd á plóginn. Húsið var svo flutt austur á Breiðamerkursand fullbúið og sett á sleða og dregið af snjóbíl upp Breiðamerkurjökul austan Esjufjalla, alla leið á Goðahnúka, þar sem geng- ið var frá því. Nokkrir félaganna, er unnu að smíðinni, gátu því miður ekki komist í aðalleiðangurinn og því var ákveðið að fara gangandi úr Hoffellsdal síðar um sumarið. Að kvöldi 24. júlí hélt níu manna hópur á tveim jeppum inn Hoffellsdal og sló tjöldum í botni dalsins. Þátttakendur voru auk undirritaðs, Vilhelm Andersen, sem var fararstjóri, Guðrún kona hans, Valdimar Valdi- marsson, Sigrún Sigurðardóttir, Helgi Ágústsson, Skúli Séð til Grendils, Þrándarjökull t.h. Ljósm. Pétur Þor- leifsson, 27. júlí 1979. Útsýni frá Goðheimum, skála Jöklarannsóknafélags ís- lands á Goðahnúkum. Herðubreið til vinstri, Snæfell til hægri. Ljósm. Pétur Þorleifsson, 27. júlí. Sigurðsson, Adda Jóhannsdóttir og Sarah Kutas. Morg- uninn eftir voru leiðangursmenn árla á fótum og litu til lofts. Var þá dimm þoka, en logn veðurs. Við ákváðum þó að leggja af stað, því verið gat að komast mætti upp úr þokunni, því hæðarmunur á Hoffellsdal og Goða- hnúkum er um 1400 m. Um átta leytið um morguninn vorum við ferðbúin, stikluðum yfir Hoffellsána og héld- um upp úr dalbotninum. Þá var þokunni að létta og horfur á góðum degi. Úr botni Hoffellsdals liggur leiðin milli Fossdalshnútu og Dalsheiðar norður að Lambatungnajökli. En fram undir síðustu aldamót var jökullinn það hár að tunga frá honum náði niður í botn dalsins. Nú er jökultungan horfin, en farið eftir hana er skýrt og greinilegt. Einnig hefur Hoffellsáin breytt um svip. Áður fyrr var hún jökullituð, en í dag er hún tært bergvatn. Úr skarðinu héldum við norður að jöklinum og var það stutt leið. Gaman var að koma að Lambatungna- jöklinum, þar sem hann fellur fram í Skyndidalinn. Jökullinn fellur þar allbratt fram, en handan hans gnæfa Lambatungnatindur og Múlatindar. Eftir skamma dvöl, héldum við til baka og klöngruðumst um tæpar fjárgötur utan í Fossdalshnútu, og sem leið liggur inn á Fossdal. JÖKULL 35. ÁR 135
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164

x

Jökull

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.