Jökull


Jökull - 01.12.1985, Page 143

Jökull - 01.12.1985, Page 143
Stúdentsmynd af Trausta, 1927. stundaði í jarðfræði; allt annað var sjálfsnám. Af meiri- háttar kennslubókum í jarðfræði sem Trausti las ungur, má nefna Lehrbuch der Geologie eftir E. Kayser og ritröðina Traité de Geologie eftir Emile Tlaug. Sjálfs- nám og eðlisfræðilegur bakgrunnur Trausta voru bæði styrkur og veikleiki í jarðfræðirannsóknum hans. Það er vel þekkt úr sögu vísinda og fræða að „áhugamenn" koma oft með mun frumlegri skýringar á ýmsum fyrir- bærum en þeir sem hlotið hafa háskólamenntun sína í viðkomandi grein. Nægir hér að nefna heimskunna menn eins og Louis de Broglie í eðlisfræðinni og Ludwig Wittgenstein í heimspekinni. Styrkur slíkra manna felst í því að líta á hlutina í öðru, og oft víðara, samhengi og binda sig ekki við einhverjar viðteknar skoðanir eða viðmið innan greinarinnar. Veikleikinn, að því er varð- aði Trausta, fólst hins vegar í því að honum var fremur ósýnt um að setja niðurstöður sínar fram á þann hátt sem viðtekinn er í jarðfræði, einkum varðandi kort og snið, og gerði þannig jarðfræðingum erfiðara fyrir að átta sig á niðurstöðum og meta þær. Trausti hóf kennslu við verkfræðideild Háskóla Is- lands 1944 og varð prófessor í aflfræði og eðlisfræði við sömu stofnun 1945. Trausti hefur sagt frá því að sér hafi verið efst í huga að fá meiri tíma til rannsókna við Háskólann en hann hafði við menntaskólann. En raunin varð önnur fyrstu árin við Háskólann, því 12 tíma kennsla, ásamt stöðu deildarforseta, olli því að tíminn til rannsókna varð minni en áður. Sumum greinum sem Trausti kenndi var hann ekki sérmenntaður í, og hefur undirbúningur kennslunnar því kostað hann mikinn tíma. Trausti lét af störfum sem prófessor fyrir aldurs sakir 1977, en vegna rannsókna sinna hafði hann áfram nokkur tengsl við Raunvísindastofnun Háskólans. Auk kennslu og rannsóknarstarfa hefur Trausti gegnt fjölmörgum trúnaðarstörfum. Hann var í stjórn Verk- fræðingafélags íslands 1945-47 og kjörfélagi þess 1965. Trausti varð félagi í Vísindafélagi Islendinga 1941 og forseti þess 1950-53. Hann sat í stjórn raunvísinda- deildar Vísindasjóðs frá stofnun 1958 og í Geysisnefnd frá 1953. Þá var hann í undirbúnings- og sérfræðinga- nefnd Raunvísindastofnunar Háskólans 1965-66, og for- maður Landgrunnsnefndar 1969-70. Trausti var boðinn til fyrirlestrahalds um íslenska jarðfræði við háskóla í Hollandi og í Hollenska vísinda- félaginu í Haag 1952. Einnig hélt hann jarðfræðifyrir- lestra við háskólann í Köln 1956, og 1962 við St. And- rews í Skotlandi og háskólann í London. Hann var einn af hvatamönnum að stofnun Jarðfræðafélags íslands (1966), annar formaður þess, og alla tíð einn virkasti meðlimurinn. Trausti var stofnfélagi í Jöklarannsóknar- félagi íslands (1950), sat lengi í stjórn þess, og var annar formaður þess (1968). Trausti sá um útreikninga og útgáfu íslenska alman- aksins frá 1952 til 1969. Fyrst með Leifi Ásgeirssyni stærðfræðingi og síðan með Þorsteini Sæmundssyni stjarnfræðingi. Trausta hefur hlotnast margvíslegur heiður fyrir vís- indastörf sín. Hann fékk verðlaun úr minningarsjóði Ólafs Daníelssonar stærðfræðings og Sigurðar Guð- mundssonar arkitekts 1962. Hann var sæmdur riddara- krossi hinnar íslensku fálkaorðu 1967 og stórriddara- krossi fálkaorðunnar 1977. Trausti fékk heiðursmerki Verkfræðingafélags íslands 1984, og var gerður að heiðursfélaga Jarðfræðafélags Islands sama ár. Áhugamál Trausta voru alla tíð margvísleg og ekki einskorðuð við jarðfræðina. Hann hafði yndi af sígildri tónlist, eignaðist fiðlu og kenndi sjálfum sér að leika á það hljóðfæri. Hann var áhugasamur um sagnfræði, jafnt íslandssögu sem mannkynssögu, og ritaði nokkrar sagnfræðigreinar í fræðirit. Trausti varð á háskólaárum sínum mjög góður þýskumaður, og lagði sig sérstaklega fram um að ná góðu valdi á þeirri tungu. Að auki hafði hann ágætt vald á dönsku, frönsku og ensku. Trausti hafði mikla ánægju af rökræðum, jafnt við stúdenta sem aðra jarðfræðinga, var rökfastur og fylginn sér. Trausti var hár og grannur og léttur á fæti. Munu fáir JÖKULL 35. ÁR 141
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Jökull

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.