Jökull


Jökull - 01.12.1985, Page 145

Jökull - 01.12.1985, Page 145
A Akureyri, nýlega orðinn menntaskólakennari. og meta kenningarnar og mynda sér síðan skynsamlega skoðun. Fátt er meira þroskandi verðandi sem reyndum vísindamönnum en uppbyggilegar rökræður af þessu tagi, en ekki síður hitt að temja sér að vera ávallt reiðubúinn að leita nýrra og óvenjulegra leiða til lausnar vandamálum sem gömlu aðferðirnar gátu ekki leyst. VÍSINDAMAÐUR „Námstíminn í háskóla er stuttur, en starfsævin þar á eftir allajafna löng. Hana á að nota til að stoppa í götin, í stað þess að staðna á stigi námsáranna“. Þessi orð Trausta eiga vel við hann sjálfan. Starfsævi hans var Iöng og hann staðnaði aldrei. Menn geta deilt um verk hans, en hann var óumdeilanlega í sífelldri leit til aukins skilnings á náttúrunni. Margar brautir sem hann fetaði í leit sinni lágu utan við alfaraleið jarðfræðinnar, en slíkt ber ekki vott um stöðnun heldur þvert á móti um frumlega hugsun og frjóan huga sem entist honum út ævina. Trausti var einstakur eljumaður við vísindarannsókn- ir og verður að ýmsu leyti helst jafnað við Þorvald Thoroddsen - sem hann reyndar mat mikils. Hann skrifaði á annað hundrað fræðigreinar og eru margar þeirra heilar bækur eða bókarígildi. Afköst hans eru þeim mun athyglisverðari að hann vann einn og án aðstöðu á rannsóknarstofu, og framan af rannsóknar- ferli sínum ferðaðist hann jafnan fótgangandi, nema þegar far bauðst með bílum sem leið áttu um. Venjulega tjaldaði hann eða gisti á bæjum, og má nærri geta að aðbúnaður í ferðunum hefur ekki alltaf verið góður. Trausti birti flest verka sinna í innlendum tímaritum og ritröðum, einkum í ritum Vísindafélagsins. Þar sem þessi rit hafa litla útbreiðslu erlendis varð Trausti ekki eins kunnur af verkum sínum og ætla hefði mátt af mikilvægi þeirra. Ég spurði Trausta eitt sinn hvers vegna hann birti greinar sínar ekki meira í alþjóðlegum fræðiritum. Hann svaraði eitthvað á þá leið að hann nennti ekki að eltast við þær sérviskulegu kröfur og skilyrði fyrir birtingu sem slík tímarit gerðu. Trausti var í eðli sínu hlédrægur og lítill fjölmiðlamaður, og var af þeim sökum minna þekktur meðal þjóðarinnar en ella hefði verið. Margar ritgerðir Trausta eru þó stórmerkar og vöktu og vekja talsverða athygli dómbærra manna. Sem dæmi má nefna að í nýjustu og bestu almennu ensku kennslubókinni í eldfjallafræði eru ívitnanir í fjórar ritgerðir Trausta, og kemur hann þar næstur á eftir Sigurði Þórarinssyni varðandi fjölda ívitnana í verk íslenskra vísindamanna. Ekki telst þó eldfjallafræðin höfuðgrein Trausta innan jarðfræðinnar. Mörg bestu verk Trausta voru það langt á undan samtíð íslenskrar jarðfræði að það er fyrst nú síðari árin, með bættri og breiðari menntun þeirra er fást við jarðfræði hér á landi, að unnt er að leggja eitthvert rökstutt mat á þau. Fyrstu rannsóknir Trausta eftir að hann kom heim frá Göttingen tengdust landmælingu við Grímsvötn og fól- ust í mælingu á ljósbroti í andrúmsloftinu. Fyrstu jarð- fræðirannsóknir hans voru athuganir á goshverum og verður að telja þær í hópi hans merkustu rannsókna. Hér er ekki ætlunin að rekja rannsóknarferil Trausta í smáatriðum, enda segir ritskráin þá sögu að mestu. Hins vegar skulu nokkrar merkustu rannsóknir hans ræddar lítillega og að nokkru metnar í ljósi nútímahugmynda, þar sem við á. Jarðhiti. Áhugi Trausta á hvergosum vaknaði þannig að norskur stjarneðlisfræðingur að nafni Svein Rosse- land hafði ritað bók um breytistjörnur og um einn flokk þeirra sló hann fram þeirri hugmynd, til skýringar á birtubreytingunni, að um skyldleika við hvergos kynni að vera að ræða. Fyrstu fræðigreinar sínar um hveri birti Trausti 1937, þar sem hann ræddi tengsl ganga og hvera, og um nýju gosin í Geysi í Haukadal, sem Trausti hafði sjálfur endurvakið. Áhugi hans og athuganir á hvera- virkni leiddu svo til grundvallarspurningarinnar um eðli jarðhitans. í undirstöðugrein sem hann samdi 1939, en birtist ekki fyrr en 1942, skýrir hann Iághitasvæðin sem afleiðingu úrkomuvatns er sígur fáeina kílómetra niður í berggrunninn, hitnar vegna almenns jarðhitastiguls, og JÖKULL 35. ÁR 143
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Jökull

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.