Jökull - 01.12.1985, Page 153
var siður í háskólum). Eru þetta framfarir? Ég þarf
yonandi ekki að segja neinum hér að jarðvísindin eru
ákaflega flókin og margþætt. Og það þarf því umfram
allt að beita öllum hjálparvísindum, sem við eiga, til að
ekki rekist hvað á annars horn. Að fordæma stærðfræði-
leg vísindi í því sambandi er að fara aftur í biksvörtustu
miðaldir. Með slíkri afstöðu getum við ekki lagt það lóð
a metaskálar alþjóðlegra jarðvísinda, sem ég lét mig
dreyma um fyrr í orðum mínum“.
Það er haft eftir Newton, að það sé ein tegund af
snilligáfu að hugsa alltaf um sama hlutinn. Auk þess að
vera mjög vel gefinn og vel menntaður á sína vísu, var
Trausti alltaf að hugsa um jarðfræði, ekki síst, að eigin
sogn, á heilsubótargöngum sínum um Laugarnesið. Og
við rannsóknir sínar var hann svo stefnufastur og harð-
snúinn, að ekkert stóðst fyrir: Einu sinni, þegar hann
var að vinna að þyngdarkortinu, þurfti hann að komast
yfir Jökulsá í Fljótsdal, sem var í foráttuvexti og
fullkomlega ófær. Áin var óbrúuð, en yfir hana hafði
legið kláfferja sem ekkert var eftir af annað en strengur-
inn. Trausti greip þá til þess ráðs að flá kött yfir ána með
hafurtask sitt, og hefðu fáir tekið þann kost.
Skapferli Trausta, óhefðbundin grunnmenntun hans
°g bakgrunnur, og fámennið í jarðfræðingastétt urðu til
þess að Trausti einangraðist talsvert, honum sjálfum og
íslenskum jarðvísindum til skaða. En eftir standa verk
hans, mælingar, athuganir og afstaða til vísindanna, sem
bera vitni glöggum skoðara og metnaðarfullum rann-
sóknarmanni — rannsóknara sem spurði stórra og mikil-
vægra spurninga og leitaði svara við þeim eftir bestu
getu. Eins og áður sagði hafði Trausti ekki náttúru-
skoðun sjálfrar sín vegna að markmiði, heldur leitaðist
hann með rannsóknum sínum við að öðlast skilning á
grundvallaratriðum. Stundum gáfu athuganir hans tæp-
lega tilefni til stórra niðurstaðna, en samkvæmt „stærð-
fræðilegum þankagangi" er staðhæfing annað hvort rétt
eða röng — í þeim heimi eru aðeins til litirnir svart og
hvítt. Án þess ég vilji alhæfa um stærðfræðinga, þá var
Trausti allra manna heiðarlegastur og afdráttarlausast-
ur: Eitt sinn bauð iðnaðarmaður nokkur, sem Trausti
ætlaði að ráða til að dytta að húsi sínu við Sundlaugaveg,
upp á afslátt verkalauna gegn því að þau yrðu ekki gefin
upp til skatts. Trausti vísaði honum umsvifalaust á dyr
og spurði hvernig hann vogaði sér að bjóða upp á slíkt í
sínum húsum.
í einkalífi var Trausti hamingjumaður, kvæntur Nínu
Þórðardóttur Sveinssonar á Kleppi, og voru þau hjón
afar samrýnd og miklir félagar. Þau eignuðust eina
dóttur barna. Trausti var félagi í Vísindafélagi íslend-
inga og bæði stofn- og heiðursfélagi Jarðfræðafélags
íslands.
Sigurður Steinþórsson
JÖKULL 35. ÁR 151