Jökull


Jökull - 01.12.1985, Page 153

Jökull - 01.12.1985, Page 153
var siður í háskólum). Eru þetta framfarir? Ég þarf yonandi ekki að segja neinum hér að jarðvísindin eru ákaflega flókin og margþætt. Og það þarf því umfram allt að beita öllum hjálparvísindum, sem við eiga, til að ekki rekist hvað á annars horn. Að fordæma stærðfræði- leg vísindi í því sambandi er að fara aftur í biksvörtustu miðaldir. Með slíkri afstöðu getum við ekki lagt það lóð a metaskálar alþjóðlegra jarðvísinda, sem ég lét mig dreyma um fyrr í orðum mínum“. Það er haft eftir Newton, að það sé ein tegund af snilligáfu að hugsa alltaf um sama hlutinn. Auk þess að vera mjög vel gefinn og vel menntaður á sína vísu, var Trausti alltaf að hugsa um jarðfræði, ekki síst, að eigin sogn, á heilsubótargöngum sínum um Laugarnesið. Og við rannsóknir sínar var hann svo stefnufastur og harð- snúinn, að ekkert stóðst fyrir: Einu sinni, þegar hann var að vinna að þyngdarkortinu, þurfti hann að komast yfir Jökulsá í Fljótsdal, sem var í foráttuvexti og fullkomlega ófær. Áin var óbrúuð, en yfir hana hafði legið kláfferja sem ekkert var eftir af annað en strengur- inn. Trausti greip þá til þess ráðs að flá kött yfir ána með hafurtask sitt, og hefðu fáir tekið þann kost. Skapferli Trausta, óhefðbundin grunnmenntun hans °g bakgrunnur, og fámennið í jarðfræðingastétt urðu til þess að Trausti einangraðist talsvert, honum sjálfum og íslenskum jarðvísindum til skaða. En eftir standa verk hans, mælingar, athuganir og afstaða til vísindanna, sem bera vitni glöggum skoðara og metnaðarfullum rann- sóknarmanni — rannsóknara sem spurði stórra og mikil- vægra spurninga og leitaði svara við þeim eftir bestu getu. Eins og áður sagði hafði Trausti ekki náttúru- skoðun sjálfrar sín vegna að markmiði, heldur leitaðist hann með rannsóknum sínum við að öðlast skilning á grundvallaratriðum. Stundum gáfu athuganir hans tæp- lega tilefni til stórra niðurstaðna, en samkvæmt „stærð- fræðilegum þankagangi" er staðhæfing annað hvort rétt eða röng — í þeim heimi eru aðeins til litirnir svart og hvítt. Án þess ég vilji alhæfa um stærðfræðinga, þá var Trausti allra manna heiðarlegastur og afdráttarlausast- ur: Eitt sinn bauð iðnaðarmaður nokkur, sem Trausti ætlaði að ráða til að dytta að húsi sínu við Sundlaugaveg, upp á afslátt verkalauna gegn því að þau yrðu ekki gefin upp til skatts. Trausti vísaði honum umsvifalaust á dyr og spurði hvernig hann vogaði sér að bjóða upp á slíkt í sínum húsum. í einkalífi var Trausti hamingjumaður, kvæntur Nínu Þórðardóttur Sveinssonar á Kleppi, og voru þau hjón afar samrýnd og miklir félagar. Þau eignuðust eina dóttur barna. Trausti var félagi í Vísindafélagi íslend- inga og bæði stofn- og heiðursfélagi Jarðfræðafélags íslands. Sigurður Steinþórsson JÖKULL 35. ÁR 151
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Jökull

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.