Jökull - 01.12.1985, Side 158
Jöklarannsóknafélag íslands
Skýrsla formanns á aðalfundi 26. febr. 1985
Síðasti aðalfundur á undan þessum var hér að Hótel
Hofi 23.febrúar 1984. Félagar eru nú 557 og hefur
fjölgað á árinu 1984 um 17.
Á liðnu ári átti hver og einn félagi þess góðan kost á
að fylgjast vel með störfum félagsins og taka virkan þátt
í starfseminni. Það eru fréttabréfin sem tengja félagið
saman, þau eru orðin sjö talsins. Við megum þakka
Einari Gunnlaugssyni mikið og gott starf.
JÖKULL
Ritstjórarnir Helgi Björnsson og Leó Kristjánsson
sáu um að koma út myndarlegum Jökli 34. ár (1984) svo
að hann er á réttu ári eins og síðast liðið ár. Aðeins með
herkjum tókst að koma Jökli gegnum bókband og
póstþjónustu og til félagsmanna áður en allt var keyrt í
dróma í október-verkfallinu. Þarna gerði einn leiður
meinbugur vart við sig. Æðimargir félagar urðu af Jökli
til að byrja með, þeir höfðu vanrækt að greiða félags-
gjaldið þ.e.a.s. 500 króna gíróseðilinn, á tilskildum
tíma.
Hið dýra og vandaða rit er aðeins unnt að senda til
þeirra, sem greiða gjöld sín. Þessi dráttur og seina-
gangur hefur skapað þeim sjálfum aukinn kostnað og
óþægindi, afar slæmt fyrir félagið, og leið óþægindi og
aukið álag fyrir ritarann og gjaldkerann, þá Einar og
ísdal. Munum að Jökull er kominn á rétt ár. Jökli er
hvarvetna afbragðs vel tekið. Reynt var að forðast
auðar síður. Fréttum og myndum frá vorleiðangri 1984
var skotið inn, enskum greinum fylgir ítarlegur texti á
íslensku varðandi aðalatriði.
RANNSÓKNIR.
Helgi Björnsson er formaður rannsóknarnefndar.
Vorleiðangur á Vatnajökul var 16. - 24. júní 84, þátttak-
endur 22. Vatnsborð Grímsvatna 1385 my.s. Vetrar-
ákoma í Grímsvötnum um 1700 mm (vetrarsnjór, 327
cm). Frá Grímsvötnum var haldið til Goðheima. Vetrar-
ákoma mæld, og samfelld þykktarmæling jökulsins með
íssjá á leiðinni. Jarðskjálftamælar voru starfræktir um
skeið á jöklinum. Fjarskiptasambönd könnuð o.s.frv. Á
árinu fékkst í senn mikil og góð reynsla af rafstöðinni á
Grímsfjalli, sjá nánar fréttabréfin, og ekki er langt að
bíða þess að rannsóknaniðurstöður koma í Jökli.
Mikil leysing var á jöklum sumarið 1984. Norðan og
vestanlands rýrnuðu verulega hjarnbreiður frá und-
angengnum köldu árum. Tungnaárjökull hjá Jökul-
heimum heldur enn áfram að hopa. Hann hopaði um
121 m. Nútíma myndtækni fer að leysa af hólmi hina
kerfisbundnu lengdarmælingu á jökultungum, sem á-
stunduð hefur verið í röska hálfa öld. Skýringar og at-
hugasemdir gæslumanna verður að líkindum einna erf-
iðast að bæta upp.
SKÁLAR.
Skálanefndarformaður er Stefán Bjarnason, umsjón-
armaður eigna. Skálar eru 8 talsins og að auki bíla-
geymsla og eldsneytisgeymsla. Skálar eru í góðu á-
standi, nema á Grímsfjalli, þar er aðkallandi að skipta um
dýnur og í Breiðá þarf að styrkja gafl og skipta um hurð,
þök voru máluð og gólf lökkuð í Jökulheimum og bikað
á Grímsfjalli.
Bílanefnd. Formaður er Gunnar Guðmundsson.
Gunnar og Björn Indriðason höfðu veg og vanda af
bílamálum og óku í vorleiðangrinum, Jökli 1 og lánsbil
af Keflavíkurflugvelli. Jökull 1. er í Jökulheimum í góðu
ástandi.
Ferðanefnd. Farnar voru tvær vinnu- og skemmti-
ferðir. Hin fyrri 25. - 26. ágúst að Hagafellsjökli vestari,
12 þátttakendur. Fararstjóri Pétur Þorleifsson, hann er
jafnframt formaður nefndarinnar. Hin síðari í Jökul-
heima um helgina 14. - 16. sept. Þátttakendur 20.
Fararstjóri Stefán Bjarnason.
Efni fræðslufunda á árinu.
Rafstöð á Grímsfjalli (Jón Sveinsson).
Jöklar úr lofti (Björn Rúriksson).
Skíðaganga yfir Vatnajökul sumarið 1983 (Valdimar og
Vilhelm).
Þykkt Hofsjökuls (Helgi Björnsson).
Jarðskjálftar í Grímsvötnum (Páll Einarsson).
Ofsaflóð í Ölfusá 2.mars 1930 (kvikmynd eftir Loft
ljósmyndara).
Vorferðin 84 á Vatnajökli í myndum (Grétar Eiríksson)
156 JÖKULL 35. ÁR