Jökull


Jökull - 01.12.1985, Side 158

Jökull - 01.12.1985, Side 158
Jöklarannsóknafélag íslands Skýrsla formanns á aðalfundi 26. febr. 1985 Síðasti aðalfundur á undan þessum var hér að Hótel Hofi 23.febrúar 1984. Félagar eru nú 557 og hefur fjölgað á árinu 1984 um 17. Á liðnu ári átti hver og einn félagi þess góðan kost á að fylgjast vel með störfum félagsins og taka virkan þátt í starfseminni. Það eru fréttabréfin sem tengja félagið saman, þau eru orðin sjö talsins. Við megum þakka Einari Gunnlaugssyni mikið og gott starf. JÖKULL Ritstjórarnir Helgi Björnsson og Leó Kristjánsson sáu um að koma út myndarlegum Jökli 34. ár (1984) svo að hann er á réttu ári eins og síðast liðið ár. Aðeins með herkjum tókst að koma Jökli gegnum bókband og póstþjónustu og til félagsmanna áður en allt var keyrt í dróma í október-verkfallinu. Þarna gerði einn leiður meinbugur vart við sig. Æðimargir félagar urðu af Jökli til að byrja með, þeir höfðu vanrækt að greiða félags- gjaldið þ.e.a.s. 500 króna gíróseðilinn, á tilskildum tíma. Hið dýra og vandaða rit er aðeins unnt að senda til þeirra, sem greiða gjöld sín. Þessi dráttur og seina- gangur hefur skapað þeim sjálfum aukinn kostnað og óþægindi, afar slæmt fyrir félagið, og leið óþægindi og aukið álag fyrir ritarann og gjaldkerann, þá Einar og ísdal. Munum að Jökull er kominn á rétt ár. Jökli er hvarvetna afbragðs vel tekið. Reynt var að forðast auðar síður. Fréttum og myndum frá vorleiðangri 1984 var skotið inn, enskum greinum fylgir ítarlegur texti á íslensku varðandi aðalatriði. RANNSÓKNIR. Helgi Björnsson er formaður rannsóknarnefndar. Vorleiðangur á Vatnajökul var 16. - 24. júní 84, þátttak- endur 22. Vatnsborð Grímsvatna 1385 my.s. Vetrar- ákoma í Grímsvötnum um 1700 mm (vetrarsnjór, 327 cm). Frá Grímsvötnum var haldið til Goðheima. Vetrar- ákoma mæld, og samfelld þykktarmæling jökulsins með íssjá á leiðinni. Jarðskjálftamælar voru starfræktir um skeið á jöklinum. Fjarskiptasambönd könnuð o.s.frv. Á árinu fékkst í senn mikil og góð reynsla af rafstöðinni á Grímsfjalli, sjá nánar fréttabréfin, og ekki er langt að bíða þess að rannsóknaniðurstöður koma í Jökli. Mikil leysing var á jöklum sumarið 1984. Norðan og vestanlands rýrnuðu verulega hjarnbreiður frá und- angengnum köldu árum. Tungnaárjökull hjá Jökul- heimum heldur enn áfram að hopa. Hann hopaði um 121 m. Nútíma myndtækni fer að leysa af hólmi hina kerfisbundnu lengdarmælingu á jökultungum, sem á- stunduð hefur verið í röska hálfa öld. Skýringar og at- hugasemdir gæslumanna verður að líkindum einna erf- iðast að bæta upp. SKÁLAR. Skálanefndarformaður er Stefán Bjarnason, umsjón- armaður eigna. Skálar eru 8 talsins og að auki bíla- geymsla og eldsneytisgeymsla. Skálar eru í góðu á- standi, nema á Grímsfjalli, þar er aðkallandi að skipta um dýnur og í Breiðá þarf að styrkja gafl og skipta um hurð, þök voru máluð og gólf lökkuð í Jökulheimum og bikað á Grímsfjalli. Bílanefnd. Formaður er Gunnar Guðmundsson. Gunnar og Björn Indriðason höfðu veg og vanda af bílamálum og óku í vorleiðangrinum, Jökli 1 og lánsbil af Keflavíkurflugvelli. Jökull 1. er í Jökulheimum í góðu ástandi. Ferðanefnd. Farnar voru tvær vinnu- og skemmti- ferðir. Hin fyrri 25. - 26. ágúst að Hagafellsjökli vestari, 12 þátttakendur. Fararstjóri Pétur Þorleifsson, hann er jafnframt formaður nefndarinnar. Hin síðari í Jökul- heima um helgina 14. - 16. sept. Þátttakendur 20. Fararstjóri Stefán Bjarnason. Efni fræðslufunda á árinu. Rafstöð á Grímsfjalli (Jón Sveinsson). Jöklar úr lofti (Björn Rúriksson). Skíðaganga yfir Vatnajökul sumarið 1983 (Valdimar og Vilhelm). Þykkt Hofsjökuls (Helgi Björnsson). Jarðskjálftar í Grímsvötnum (Páll Einarsson). Ofsaflóð í Ölfusá 2.mars 1930 (kvikmynd eftir Loft ljósmyndara). Vorferðin 84 á Vatnajökli í myndum (Grétar Eiríksson) 156 JÖKULL 35. ÁR
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164

x

Jökull

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.