Jökull - 01.12.1985, Page 159
Skemmtinefnd. Árshátíðin var í Félagsheimili starfs-
manna RR hinn 17. nóv. Þátttakendur 70. Gylfi Gunn-
arsson og Rósa ísdal sáu um allan undirbúning og fengu
mikið lof fyrir. Gylfi er formaður nefndarinnar.
Fréttir afjöklum. Eftir leysinguna í sumar urðu jöklar
óvenju dökkir langt upp. Jökulhlaup komu nokkur.
Emstruá syðri og Skaftá hlupu. Einnig hljóp úr Græna-
lóni og Hnútulóni, ræði það nánar í Jökulhlaupaannál.
Hinn 24. ágúst 84 lentu tvær litlar flugvélar (hjóla-
vélar) á Bárðarbungu. Þær báru einkennisstafina TF -
LEO og TF - FRÚ. Þá rifjaðist upp fyrir mönnum að
hinn 10. júní 1972 hafði DC - 3 vél Gunnfaxi frá
Flugfélagi íslands lent á Bárðarbungu þegar borun fór
þar fram. Sú vél var á skíðum. Flugstjóri Geir Garð-
arsson.
A árinu 1984 gerðist fleira sem snertir ferðatækni á
jöklum. Hinn 4. ágúst var ekið á jeppum upp á Hofs-
jökul. Fyrr um sumarið, eða nánar til tekið 7. júlí,
höfðu tveir menn á jeppabifreið farið þvert yfir Lang-
jökul, frá Skálpanesdyngju að Þjófakróki norðan
Geitlandsjökuls. Farið var einnig á s.l. sumri á jeppum á
belgvíðum hjólbörðum upp að Goðasteini á Eyjafjalla-
jökli og einnig upp á Öræfajökul að Hvanndalshnúki.
Við getum kallað sumarið 1984; LOFTÞRÚGUSUM-
ARIÐ GÓÐA. Hér síðar í kvöld munu tveir ungir
menn fræða okkur um tæknilegu og kostnaðarlegu hlið
þessa ferðamáta. Þótt þessi ferðalög hafi að mestu verið
utan við ramma félagsins, þá finnum við til skyldleikans.
Því að eitt af meginverkefnum Jöklarannsóknafélags
íslands hefur verið og er að auðvelda ferðalög að
jöklum og um jökla.
okkur um tæknilegu og kostnaðarlegu hlið þessa ferða-
máta. Þótt þessi ferðalög hafi að mestu verið utan við
ramma félagsins, þá finnum við til skyldleikans. Því að
eitt af meginverkefnum Jöklarannsóknafélags íslands
hefur verið og er að auðvelda ferðalög að jöklum og um
jökla.
Verkefni sem blasa við framundan eru fjölmörg. Hlé
er á íssjármælingum í bili. Þess er vart langt að bíða að
Brúarjökull verði tekinn til rækilegrar athugunar, svo
eitt dæmi sé nefnt. Ráðstefna um jöklakort verður hér í
ágúst.
En snúum okkur að innri málum félagsins. Við höfum
um langt árabil fengið meiri hluta af bókum og skjölum
félagsins geymdan í herbergi vestur á Hagamel 6. Við
gátum vart búist við að hafa það alla tíð, tíminn er til
enda runninn. Við þurfum að leigja eða kaupa tvö
herbergi. Annað til skjala- og bókageymslu, en hitt til
fundahalda og úrvinnslu gagna. Við þurfum að vera
flutt inn fyrir vorleiðangur og tekin þar til starfa.
S.Rist.
JÖKULL 35. ÁR 157