Tímarit UNIFEM - 01.01.2004, Side 7

Tímarit UNIFEM - 01.01.2004, Side 7
Mannréttindi kvenna „Þeir vita að hún getur ekki sagt NEI“ Þriðja hver kona í heiminum verður fyrir einhvers konar kynbundnu ofbeldi á lífsleiðinni og tíðni ofbeldis gegn konum er svipað sama hvert litið er. Kristín Ástgeirsdóttir sagnfræðingur varpar ljósi á stöðu mála og þá staðreynd að rétt rúmlega 20 ár eru liðin frá því að alþjóðleg umræða um ofbeldi gegn konum hófst fyrir alvöru. Alnæmi og konur Alnæmi ógnar viðgangi og vexti ríkja í mörgum þróunarlöndum, sérstaklega í ríkjum sunnan Sahara- eyðimerkunnar. Hólmfríður Anna Baldursdóttir fræðir okkur um tengsl ofbeldis og alnæmis og víðtæk áhrif faraldsins á konur. Ljós í myrkri Í Úganda eiga fjölmargar stúlkur hvergi í hús að venda vegna alnæmis. Erla Halldórsdóttir þjóðfélagsfræðingur ákvað að bregðast við vandanum og leggja stúlkunum lið með því að stofna samtökin Candle Light Foundation. Hér segir Erla frá tildrögum stofnunar samtakanna og daglegu starfi þeirra. Samfélagið allt nýtur góðs af menntun stúlkna Meirihluti barna sem ekki ganga í skóla í heiminum eru stúlkur. Tveir þriðju þeirra sem teljast ólæsir í heiminum eru konur. Stefán Stefánsson, framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi, og Hólmfríður Anna Baldursdóttir, skrifstofustjóri Miðstöðvar SÞ, fjalla um helsta áherslumál Barnahjálpar SÞ 2002-2005, sem er menntun stúlkubarna. Ísland, jafnréttismál og þróunarsamvinna Þróun og þúsaldarmarkmið SÞ Flestir eru sammála um að þúsaldarmarkmið Sameinuðu þjóðanna um þróun marki tímamót hvað varðar einhug ríkja um að minnka fátækt í heiminum og stuðla að þróun. Á síðum 70-71 er að finna yfirlit yfir stöðu þróunar, lista yfir þúsaldarmarkmiðin og pistil um möguleg áhrif þeirra á jafnréttismál og stöðu kvenna og stúlkna. Íslensk þróunarsamvinna og jafnréttismál Óháð skýrsla um þróunarsamvinnu Íslands og þátttöku í starfi alþjóðastofnana var gerð fyrir utanríkisráðuneytið á dögunum. Rósa Erlingsdóttir og Birna Þórarinsdóttir stjórnmálafræðingar spá í inntak hennar útfrá sjónarmiði kynja- og jafnréttismála. „Að bregðast við ófriðarblikum“ Íslenska friðargæslan heldur úti starfsemi víðsvegar um heim með um eitthundrað sérfræðinga á viðbragðslista. Hrund Gunnsteinsdóttir þróunarfræðingur ræddi við Arnór Sigurjónsson og Þorbjörn Jónsson um áherslur í jafnréttismálum. „Viljum auka gæði þróunaraðstoðar“ Seta Íslands í stjórn Alþjóðabankans, umsókn um aðild að þróunarsamvinnunefnd OECD, afnám skulda fátækustu ríkja heims og þúsaldarmarkmið SÞ um þróun eru meðal atriða sem svið fjölþjóðlegrar þróunarsamvinnu leggur hvað mesta áherslu á. Hrund Gunnsteinsdóttir tekur tali Hermann Örn Ingólfsson, sendiráðunaut og forsvarsmann skrifstofunnar. „Jafnréttismál snar þáttur í þróunarstarfi“ Frumkvæðisréttur kvenna og þróunarlandanna sjálfra vegur þungt í verkefnavali Þróunarsamvinnustofnunar Íslands. Hrund Gunnsteinsdóttir ræðir við Sighvat Björgvinsson framkvæmdarstjóra, Sjöfn Vilhelmsdóttur, upplýsinga- og fræðslufulltrúa, og Huldu Biering, sem fer með verkefnisstjórn félags- og fullorðnisfræðsluverkefna í Mósambík. „Einbeitum okkur að því að ná settum markmiðum“ Í fyrsta skipti á Ísland sæti í kvennanefnd SÞ og meðal áhersluatriða er þátttaka karla og drengja í jafnréttisstarfi. Hrund Gunnsteinsdóttir ræðir við Helgu Hauksdóttur, sendiráðunaut í New York, Hönnu Sigríði Gunnsteinsdóttur, lögfræðing í félagsmálaráðuneytinu, og Ólöfu Hrefnu Kristjánsdóttur, sendiráðsritara í utanríkisráðuneytinu, um áherslur Íslands á jafnréttismál á alþjóðlegum vettvangi. Einkageirinn og þróunaraðstoð Samfélagsleg ábyrgð fyrirtækja í ljósi aukinnar markaðshyggju hefur verið töluvert til umfjöllunar síðustu misseri á vettvangi Sameinuðu þjóðanna. Elsa Guðmundsdóttir fjármálastjóri fjallar um breytta efnahagsstjórn og ríkari skyldur einkageirans í þróunarsamvinnu og mannúðarmálum. 54 57 60 65 70 74 78 80 84 88 92

x

Tímarit UNIFEM

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit UNIFEM
https://timarit.is/publication/1156

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.