Tímarit UNIFEM - 01.01.2004, Page 12

Tímarit UNIFEM - 01.01.2004, Page 12
UNIFEM er Þróunarsjóður Sameinuðu þjóðanna í þágu kvenna. UNIFEM veitir tæknilegan stuðning og leggur fé til verkefna sem ætlað er að efla mannréttindi kvenna, þátttöku þeirra í stjórnmálum og efnahagslegt öryggi. Hlutverk UNIFEM innan Sameinuðu þjóð- anna er að efla jafnrétti kynjanna og stuðla að því að stefnumótun hvarvetna taki mið af jafnréttissjónarmiðum og réttindum kvenna. Með þetta að markmiði leggur UNIFEM einkum áherslu á þróunar- samstarf og veitir sérfræðiaðstoð hvað aðferðir og tæknilega kunnáttu varðar. UNIFEM var stofnað árið 1976 í kjölfar ályktunar sem samþykkt var af allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna að tilstuðlan kvennasamtaka sem tóku þátt í fyrstu alþjóðlegu kvennaráðstefnunni sem haldin var í Mexíkóborg árið 1975. Hlutverk UNIFEM er að: Styðja frumkvæði og nýjungar í aðferðum til að bæta stöðu kvenna í samræmi við alþjóðleg markmið Hvetja til þess að konur séu virkir þátttakendur á öllum stigum stefnumótunar í þróunarmálum Þjóna hlutverki brautryðjanda á sviði kynjajafnréttis í alþjóð- legri þróunasamvinnu Sameinuðu þjóðanna Hlutverk og umboð UNIFEM Lj ós m yn d : R ós hi ld ur J ón sd ót tir /L ao s

x

Tímarit UNIFEM

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit UNIFEM
https://timarit.is/publication/1156

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.