Tímarit UNIFEM - 01.01.2004, Page 22
Stofnun UNIFEM á Íslandi var rekin áfram af hugsjón og sam-
kennd með konum um heim allan. Edda Jónsdóttir, ráð-
gjafi í almannatengslum, ræðir við Sæunni Andrésdóttur
og Kristjönu Millu Thorsteinsson sem áttu frumkvæðið að
stofnun félagsins hér á landi.
UNIFEM á Íslandi var stofnað 18. desember árið 1989 eða á tíu ára af-
mæli alþjóðasamningsins um afnám allrar mismununar gegn konum. Það
voru þær Sæunn Andrésdóttir og Kristjana Milla Thorsteinsson sem áttu
frumkvæðið að stofnun félagsins hér á landi. Ásamt Grétu Gunnarsdóttur
boðuðu þær til stofnfundar og blaðamannafundar til að kynna félagið
sem var stofnað í kjölfar kvennaáratugar Sameinuðu þjóðanna.
Ráðstefna norrænna kvennahreyfinga, Nordisk Forum, var haldin í
Osló í Noregi árið 1984. Auglýst var eftir þátttöku kvenna í blöðunum
hér á landi og að sögn Sæunnar flykktust konur á þingið og fóru þrjár
flugvélar með fullfermi á þingið eystra. „Það fóru eiginlega allar konur
úr minni fjölskyldu á þingið. Svona var áhugi kvenna mikill á kvenna-
málum almennt. Enda hafði kvennaáratugur Sameinuðu þjóðanna mikil
áhrif.“
Börnum einnig tryggð betri framtíð
Í tengslum við ráðstefnuna í Osló var landsfélag UNIFEM í Finnlandi
með fund um þróunarhjálp auk þess sem starfsemi UNIFEM á alþjóða-
vettvangi var kynnt. Sæunn sótti fundinn og hreifst strax af starfinu.
„Mér fannst það hljóta að vera áhugamál hjá konum að styðja aðrar kon-
ur til betra lífs. Ég lít þannig á að með því að styðja konur tryggjum við
börnum einnig betri framtíð.“
Haustið eftir fékk Sæunn bréf þar sem Helvi Sipila, aðstoðarfram-
kvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, og stofnandi UNIFEM í Finnlandi
bauð henni að koma á ráðstefnu í Helsinki þar sem Margret Sneider,
aðalframkvæmdastýra UNIFEM, var aðalræðukona. Sæunn hafði þá sam-
band við Kristjönu Millu og bauð henni að koma með sér. Ráðstefnan
var þriðja heimsþing landsfélaga UNIFEM.
Þær Sæunn og Kristjana Milla kynntust þegar þær störfuðu saman hjá
ITC (International Training of Communications). ITC var stofnað árið
1975 með það að markmiði að þjálfa konur í framkomu, ræðuhöldum
og fundarstjórn.
Eftir að Sæunn og Kristjana Milla komu til baka frá Finnlandi barst
Sæunni bréf frá UNIFEM í New York og var hún beðin um að taka á
móti Phoebe Muga Asiyo, heiðurssendiherra UNIFEM. Hún var þá á
ferðalagi um heiminn og kynnti þróunarstarf UNIFEM. Sæunn féllst á
að taka á móti Phoebe enda leit hún á komu hennar sem tækifæri til að
kynna starf UNIFEM.
Sæunn hafði kynnst Helga Ágústssyni á landsfundi ITC en eiginkona
hans sat í stjórn félagsins. Helgi var þá fastafulltrúi Sameinuðu þjóðanna
og starfaði hjá utanríkisráðuneytinu. Sæunn hafði samband við hann og
Um stofnun UNIFEM á ÍslandiHugsjónastarf
Lj
ós
m
yn
d
ar
i:
Si
g
ur
ðu
r
Jö
ku
ll
22