Tímarit UNIFEM - 01.01.2004, Qupperneq 22

Tímarit UNIFEM - 01.01.2004, Qupperneq 22
Stofnun UNIFEM á Íslandi var rekin áfram af hugsjón og sam- kennd með konum um heim allan. Edda Jónsdóttir, ráð- gjafi í almannatengslum, ræðir við Sæunni Andrésdóttur og Kristjönu Millu Thorsteinsson sem áttu frumkvæðið að stofnun félagsins hér á landi. UNIFEM á Íslandi var stofnað 18. desember árið 1989 eða á tíu ára af- mæli alþjóðasamningsins um afnám allrar mismununar gegn konum. Það voru þær Sæunn Andrésdóttir og Kristjana Milla Thorsteinsson sem áttu frumkvæðið að stofnun félagsins hér á landi. Ásamt Grétu Gunnarsdóttur boðuðu þær til stofnfundar og blaðamannafundar til að kynna félagið sem var stofnað í kjölfar kvennaáratugar Sameinuðu þjóðanna. Ráðstefna norrænna kvennahreyfinga, Nordisk Forum, var haldin í Osló í Noregi árið 1984. Auglýst var eftir þátttöku kvenna í blöðunum hér á landi og að sögn Sæunnar flykktust konur á þingið og fóru þrjár flugvélar með fullfermi á þingið eystra. „Það fóru eiginlega allar konur úr minni fjölskyldu á þingið. Svona var áhugi kvenna mikill á kvenna- málum almennt. Enda hafði kvennaáratugur Sameinuðu þjóðanna mikil áhrif.“ Börnum einnig tryggð betri framtíð Í tengslum við ráðstefnuna í Osló var landsfélag UNIFEM í Finnlandi með fund um þróunarhjálp auk þess sem starfsemi UNIFEM á alþjóða- vettvangi var kynnt. Sæunn sótti fundinn og hreifst strax af starfinu. „Mér fannst það hljóta að vera áhugamál hjá konum að styðja aðrar kon- ur til betra lífs. Ég lít þannig á að með því að styðja konur tryggjum við börnum einnig betri framtíð.“ Haustið eftir fékk Sæunn bréf þar sem Helvi Sipila, aðstoðarfram- kvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, og stofnandi UNIFEM í Finnlandi bauð henni að koma á ráðstefnu í Helsinki þar sem Margret Sneider, aðalframkvæmdastýra UNIFEM, var aðalræðukona. Sæunn hafði þá sam- band við Kristjönu Millu og bauð henni að koma með sér. Ráðstefnan var þriðja heimsþing landsfélaga UNIFEM. Þær Sæunn og Kristjana Milla kynntust þegar þær störfuðu saman hjá ITC (International Training of Communications). ITC var stofnað árið 1975 með það að markmiði að þjálfa konur í framkomu, ræðuhöldum og fundarstjórn. Eftir að Sæunn og Kristjana Milla komu til baka frá Finnlandi barst Sæunni bréf frá UNIFEM í New York og var hún beðin um að taka á móti Phoebe Muga Asiyo, heiðurssendiherra UNIFEM. Hún var þá á ferðalagi um heiminn og kynnti þróunarstarf UNIFEM. Sæunn féllst á að taka á móti Phoebe enda leit hún á komu hennar sem tækifæri til að kynna starf UNIFEM. Sæunn hafði kynnst Helga Ágústssyni á landsfundi ITC en eiginkona hans sat í stjórn félagsins. Helgi var þá fastafulltrúi Sameinuðu þjóðanna og starfaði hjá utanríkisráðuneytinu. Sæunn hafði samband við hann og Um stofnun UNIFEM á ÍslandiHugsjónastarf Lj ós m yn d ar i: Si g ur ðu r Jö ku ll 22
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Tímarit UNIFEM

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit UNIFEM
https://timarit.is/publication/1156

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.