Tímarit UNIFEM - 01.01.2004, Blaðsíða 23
sagði honum hvað stæði til. Í framhaldi af því gekk Gréta Gunnarsdóttir,
starfskona utanríkisráðuneytisins, til liðs við þær stöllur fyrir atbeina
Helga Ágústssonar og hún aðstoðaði þær síðan við undirbúning stofn-
unar UNIFEM á Íslandi.
Boðað var til blaðamannafundar í Rúgbrauðsgerðinni og til stofn-
fundar UNIFEM á Hallveigarstöðum 18 í desember árið 1989. Til stofn-
fundarins voru boðaðar konur úr öllum helstu kvennahreyfingum og
kvennaklúbbum þess tíma. Nokkrir karlmenn sóttu einnig fundinn sem
var fjölmennur. Phoebe Muga Asiyo flutti ávarp og sýndar voru myndir
frá þróunarstarfi UNIFEM. Frú Asiyo hitti einnig embættismenn og
stjórnmálamenn meðan hún dvaldist hér á landi. Framhaldsstofnfundur
Félags UNIFEM á Íslandi var svo haldinn á Hótel Holiday Inn 24.
október 1990.
Fyrsta frjálsa framlagið 5.000 krónur
Konurnar fóru einnig í viðtöl í fjölmiðlum til að kynna UNIFEM. „Ég
fór eitt sinn í morgunútvarpið og kynnti UNIFEM. Sama dag og ég
hafði verið í útvarpinu hringdi kona frá Stöðvarfirði og lagði fram fyrstu
5.000 krónurnar sem voru frjálst framlag. „Ertu viss um að þetta skili
sér?“ spurði hún og ég svaraði henni að mér væri tjáð að svo væri. Þetta
var fyrsta frjálsa framlagið í sjóð UNIFEM en þessi kona gerðist þó ekki
félagi,“ sagði Sæunn.
Í upphafi fylgdi UNIFEM á Íslandi fordæmi finnska félagsins. Finnska
UNIFEM-félagið var það fyrsta sinnar tegundar, stofnað árið 1981.
Morgunverðarfundir UNIFEM voru haldnir að finnskri fyrirmynd og
við skipulagningu á opnum fundum UNIFEM var haft að leiðarljósi að
blanda saman fræðslu og skemmtun.
Stofnendur og fyrstu félagar UNIFEM hittust oftast á kaffistofum í
upphafi enda höfðu þær ekki fundar- eða skrifstofuaðstöðu á þeim tíma.
Kornhlaðan var vinsæll fundarstaður. Fljótlega fengu þær þó aðstöðu og
skáp undir fundargögn í Kvennahúsinu að Vesturgötu 3. Síðar leigðu
þær fundarherbergi og vinnuaðstöðu á Vesturgötu en þá höfðu þær
fengið styrk frá félagsmálaráðuneytinu til reksturs félagsins.
Sæunn og Kristjana Milla ferðuðust talsvert til annarra ríkja Norður-
landa til að kynna sér starfsemi UNIFEM. Ferðalögin voru öll á þeirra
eigin kostnað og töldu þær ekki eftir sér að greiða fyrir ferðalögin úr
eigin vasa. „Þetta var hugsjónastarf og við ferðuðumst til að kynnast
öðrum konum sem unnu með UNIFEM og til að kynna okkur starfsemi
félaganna.“
Þær Sæunn og Kristjana Milla kváðust sakna þeirrar samstöðu sem ríkti
á kvennaáratugi Sameinuðu þjóðanna. Samhugur og samheldni sem þá
ríkti virðist búinn að vera, að minnsta kosti í bili.
Boðað var til blaðamannafundar í
Rúgbrauðsgerðinni og til stofnfundar
UNIFEM á Hallveigarstöðum 18 í
desember árið 1989. Til stofnfundarins
voru boðaðar konur úr öllum helstu
kvennahreyfingum og kvennaklúbbum
þess tíma. Nokkrir karlmenn sóttu einnig
fundinn sem var fjölmennur. Phoebe
Muga Asiyo flutti ávarp og sýndar voru
myndir frá þróunarstarfi UNIFEM. Frú
Asiyo hitti einnig embættismenn og
stjórnmálamenn meðan hún dvaldist hér
á landi. Framhaldsstofnfundur Félags
UNIFEM á Íslandi var svo haldinn á Hótel
Holiday Inn 24. október 1990.
Rósa Erlingsdóttir, núverandi formaður UNIFEM á Íslandi (talið frá hægri) og Edda Jónsdóttir stjórnarkona spjalla við Kristjönu Millu Thorsteinsson og Sæunni Andrésdóttur, stofnendur
landsfélagsins og Sigríði Guðmundsdóttur, fyrrverandi formann.
Ljósm
ynd
: Eyjólfur V
. V
altýsson/N
am
ib
ía
Ljósm
ynd
ari: Sig
urður Jökull
22