Tímarit UNIFEM - 01.01.2004, Page 26

Tímarit UNIFEM - 01.01.2004, Page 26
Efnahagslegt öryggi kvenna á tímum hnattvæðingar, aðgangur þeirra að mörkuðum og tillögur um kynlæg fjárlög er meðal þess sem Ásta María Sverrisdóttir stjórnmálafræðingur fjallar um í eftirfarandi grein. Á níunda áratugnum fór að gæta aukinna áhrifa hnattvæðingar á mark- aði og í efnahagsstjórn ríkja. Verslanir fylltust af vörum alls staðar að úr heiminum, McDonalds spratt upp á hverju götuhorni og hægt var að kaupa Nike-skó jafnt í Peking sem Reykjavík. Möguleikar til sam- skipta jukust svo um munaði með tilkomu netvæðingar og farsímar og ferðalög urðu algengari. Nú fór fólk ekki aðeins til sólarlanda í frí heldur einnig til fjarlægra landa eins og Rússlands og Víetnam, landa sem lokuðu landamærum sínum fyrir útlendingum allt til ársins 1990. Þessar vörur og þjónustu var nú hægt að greiða fyrir með kreditkortum frá alþjóðlegum greiðslukortafyrirtækjum og seinna meir af sjálfum veraldarvefnum. Þessu fylgdi opnara markaðskerfi sem að mörgu leyti tók ráðandi stöðu gagnvart þjóðum sem misstu hluta af fullveldi sínu og stjórnmálamönnum sem nú geta síður haft áhrif á efnahagslífið. Stærstu fyrirtæki heims hafa hærri tekjur á ársgrundvelli en flest ríki og hafa náð til sín völdum sem áður voru í höndum fullvalda ríkja. Áhrif hnattvæðingar á líf kvenna í þróunarlöndum Áhrif hnattvæðingar eru mjög umdeild og fræðimenn geta ekki komið sér saman um hvort þau séu af því góða eða ekki. Hnattvæðingin hefur vissulega haft jákvæð áhrif á stöðu kvenna víðsvegar og fjölgað efnahags- legum tækifærum þeirra. Þá hefur hnattvæðing í mörgum tilfellum opnað leiðir fyrir staðbundna framleiðslu og fyrirtæki vanþróaðra ríkja til að komast á markaði iðnríkjanna. Hins vegar er langt í land að þróunarlönd njóti jafnréttis á við iðnríkin á alþjóðlegum markaði. Hnattvæðing hefur haft í för með sér aukið efnahagslegt óöryggi ásamt auknu ójafnrétti fyrir stóran hluta kvenna í þessum löndum. Fyrir þessar konur hefur hnattvæðing oft þær afleið- ingar að þær missa lifibrauð sitt, vinnu- og félagsleg réttindi eins og rétt til að vera í verkalýðsfélagi. Sýnt hefur verið fram á að fátækar konur eru ólíklegastar til að geta gripið tækifæri sem bjóðast og líklegastar til að verða fyrir skaða vegna þeirra hraðvirku breytinga sem eiga sér stað í samfélaginu. Ávinningur hnattvæðingar skilar sér yfirleitt í hendur mið- stéttarinnar og þeirra sem betur eru settir, en þar hafa karlmenn ráðandi stöðu. Á síðastliðnum árum hafa verið gerðar fjölmargar tillögur og samn- ingar sem sýna aukna vitund um mikilvægi þess að fátæk ríki og samfélög njóti góðs af áhrifum hnattvæðingar. Aðildarríki Sameinuðu þjóðanna hafa skrifað undir þúsaldarmarkmiðin um að minnka skuli tilfelli sára fátæktar um helming fyrir lok árs 2015. Þá hafa ríki einsett sér að vinna að jafnrétti kynjanna og því að styrkja frumkvæðisrétt kvenna. Kofi Annan, aðalritari Sameinuðu þjóðanna, hefur lýst því yfir að ef konur fái ekki jafnan rétt á við karla verði fátækt ekki útrýmt í heiminum. Efnahagslegt öryggi Með tilkomu aukinnar vitundarvakningar félagasamtaka, almennings og neytenda hefur UNIFEM hvatt til að nýjar leiðir verða farnar til að tryggja efnahagslegt öryggi kvenna og bent á aðferðir til að draga úr fátækt kvenna. Efnahagslegt öryggi kvenna hefur víðtækari þýðingu en að fundin séu störf handa þeim. Efnahagslegt öryggi gefur konum vald á eigin heimili, í samfélaginu og á mörkuðum. Efnahagslegt öryggi þýðir að konur geti nýtt sér vöxt alþjóðamarkaða, að þær hafi jafnan aðgang á við karla að framleiðslutækni og að þær hafi aðgang að upplýsingum um nýjustu uppgvötvanir og aðferðir. Efnahagslegt öryggi kvenna felur í sér stefnubreytingu og breytingar á lögum til að tryggja að konur geti nýtt sér réttindi sín og efnahagslega framþróun, að konur og fjölskyldur þeirra þurfi ekki lengur að búa við sára fátækt. Loks felur hugtakið í sér að konur séu metnar á við karlmenn og fái þar með völd og virðingu í samfélaginu sem þær þurfa til að hafa stjórn á eigin lífi og örlögum. Kynblind efnahagsstjórn Það er mat UNIFEM að alþjóðleg efnahagsstjórn sé að mörgu leyti „kynblind“ þ.e. að efnahagslegar ákvarðanir séu ekki teknar með tilliti til ólíkrar stöðu kvenna og karla með það að markmiði að tryggja jafnan aðgang kynjanna að mörkuðum. Þess vegna hvetur UNIFEM til þess að efnahagsstjórn taki sérstaklega á fátækt kvenna. Með þetta að augnamiði Hnattvæðing og efnahagslegt öryggi kvenna Lj ós m yn d : R ós hi ld ur J ón sd ót tir 26 27

x

Tímarit UNIFEM

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit UNIFEM
https://timarit.is/publication/1156

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.