Tímarit UNIFEM - 01.01.2004, Síða 27

Tímarit UNIFEM - 01.01.2004, Síða 27
vinnur UNIFEM að því að auka almennan skilning á kynbreytunni í stefnumótun alþjóðlegra stofnanna eins og Alþjóðabankans og Alþjóða- gjaldeyrissjóðsins (IMF). Félagslegar aðstæður í efnahagslegri ákvarðanatöku, t.d. orðræða og karlaklúbbar, í alþjóðastofnunum hefur oft takmarkað getu kvenna- hreyfinga til að taka þátt í ákvörðunum. Stjórnmálamenn hafa verið tregir til að viðurkenna að kynbreytan skiptir máli. Þetta hefur haft þær afleiðingar að teknar hafa verið ákvarðanir sem kallast geta kynblindar og hafa margar þeirra haft mjög slæm áhrif á stöðu kvenna. Bent hefur verið á að alþjóðleg stefnumótun þurfi að taka tillit til starfa kvenna sem þær fá ekki greidd laun fyrir. Þessi störf hafa gjarnan verið nefnd umönnunarstörf, svo sem uppeldi og umsjón barna, heimilisverk og umönnun sjúkra og eldri ættingja. Algengt er að konur í þróunarlöndum starfi við landbúnað eða verslun sem er hluti af fjölskyldurekstri og fái því ekkert greitt fyrir vinnu sína. Þá eru konur líklegar til að verða verr úti vegna niðurskurðar í félags- og heilbrigðismálum vegna launaleysis og umönnunarhlutverks þeirra. Þar sem ekki er tekið tillit til ógreiddrar vinnu þeirra sést ekki hve mikið þær leggja til og því er síður komið til móts við þarfir þeirra. Kynlæg fjárlög Ein leið til að stuðla að auknu efnahagslegu öryggi kvenna er gerð kyn- lægra fjárlaga (Gender Responsive Budgets). Ríkisfjárlög fela í sér pólit- ískar yfirlýsingar stjórnvalda því þær endurspegla áherslur í félags- og efnahagsmálum. Kynlæg sjónarmið eru mikilvæg því þau stuðla að því að stjórnvöld standi við skuldbindingar sem þau hafa gert til að koma á jafnrétti kynjanna og tryggja mannréttindi kvenna. Kynlæg greining á opinberum fjárlögum (Gender Responsive Budget Analysis) miðast að því að henda reiður á hversu mikið af útgjöldum ríkisins fara í málefni sem snerta konur og stúlkur, samanborið við karl- menn og drengi. Með slíkri greiningu er þó ekki átt við að gerðar séu fjárhagsáætlanir sérstaklega fyrir konur, né heldur að auka eigi útgjöld til sértækra verkefna kvenna. Markmiðið er öllu heldur að sjá til þess að réttindi kvenna og stúlkna séu í heiðri höfð og að þær hafi aðgang að menntun, heilbrigðisþjónustu, atvinnu og mörkuðum. Markmið UNIFEM er að veita stjórnvöldum aðstoð og aðhald við gerð slíkra fjárhagsáætlana. Kynlæg greining á fjárhagsáætlunum þrýstir einnig á stjórnvöld að standa við samninga um jafnrétti kynjanna og mannréttindi kvenna, eins og alþjóðasamninginn um afnám alls misréttis gegn konum (Convention on the Elimination of All Discrimination Against Women, CEDAW). Þetta er gert með því að tengja kynjasjónarmið við úthlutun almannafjár. UNIFEM styður í auknu mæli slík verkefni með það að augnamiði að stuðla að auknu gegnsæi og ábyrgð alþjóðlegra stofnana, fyrirtækja og yfirvalda. Með stuðningi UNIFEM hafa verið gerðar rann- sóknir á lagaumhverfi ríkja í Andesfjöllum sem hafa áhrif á efnahagsleg, félagsleg og menningar- leg réttindi kvenna. Rannsóknirnar munu hjálpa til við að auka þekkingu fólks á þessum málefnum á svæðinu. Í Suður-Asíu hefur verið tekið saman gagnasafn um konur sem vinna á heimilum annarra í Nepal, Sri Lanka og Pakistan. Gagnasafnið veitir mikilvægar upplýsingar um réttarstöðu þessara kvenna og munu upplýsingarnar sömuleiðis vera gagnlegar til að upplýsa stjórnvöld um rétt og réttleysi þeirra. Þá verður ef til vill hægt að koma í veg fyrir að vinnuveitendur notfæri sér bága stöðu kvenna, sem hefur verið mjög algengt á þessu svæði. Í Póllandi, Búlgaríu og Kasakstan hefur verið gerð úttekt á menntun og hæfni atvinnulausra kvenna og kvenna í láglaunastöðum í ákveðnum geirum. Úttektin verður notuð til grundvallar áætlunum sem miða að því að auka getu og fjölga tækifærum kvenna á vinnu- markaði þessara ríkja ásamt því að varpa ljósi á hindr- anir sem standa í vegi þeirra. Þá hefur UNIFEM unnið að því að efla stöðu athafna- kvenna, framleiðenda og verkakvenna víða um heim. Í Ghana og Nígeríu hefur til dæmis verið lögð áher- sla á að auka framleiðslugetu dreifbýliskvenna. Fram- leiðsla nígerískra kvenna á kassavarótinni jókst um 600% þegar framleiðslan var vélvædd og samvinna nágrannasamfélaga var aukin. Í kjölfarið hefur staða þessara kvenna batnað til muna og áhrif þeirra í sam- félaginu aukist. Ljósmyndir: Að ofan fyrir miðju; Róshildur Jónsdóttir/Kína. Hinar myndirnar eru úr myndabanka UNICEF: t.v. UNICEF/ HQ03-0298/Christine Nesbitt og t.h. UNICEF/ HQ02-0111/Susan Markisz 26 27
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Tímarit UNIFEM

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit UNIFEM
https://timarit.is/publication/1156

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.