Tímarit UNIFEM - 01.01.2004, Qupperneq 32

Tímarit UNIFEM - 01.01.2004, Qupperneq 32
Kröfur um ódýrt vinnuafl, breytt efnahagsstjórn og farandverka- fólk er meðal efnis í grein Lilju Hjartardóttur, stjórnmála- fræðings og varaformanns UNIFEM á Íslandi. Greinin er byggð á erindi um farandverkakonur á málstofu sem haldin var á vegum UNIFEM og Mannréttindaskrifstofu Íslands í Norræna húsinu 26. febrúar sl. Hvernig má það vera? Hvernig má það vera að þeir sem inna af hendi 2/3 allra vinnustunda í heiminum bera úr býtum 1% eigna og 10% tekna? Hvernig má það vera að bændur sem rækta helming allra matvæla eiga tæplega 2% af landi og fá 10% af lánum til landbúnaðar? Hvernig má það vera að þeir sem bera ábyrgð á heilsu og velferð fjölskyldna sinna, eru hið eiginlega heilbrigðis- og velferðarkerfi, eru sjálfir vannærðir, óskólagengnir og meðal hinna allra fátækustu? Hvernig má það vera að þeir sem vinna í akkorðsvinnu 12 tíma á dag 7 daga vikunnar geti ekki brauðfætt börnin sín? Hvernig má það vera að þeir sem leggja svo mikið af mörkum búa margir hverjir við ofbeldi, ódauðlegar hefðir og venjur sem skaða líf þeirra og líkama? Skýringin er að sjálfsögðu sú að þeir eru þær. Ólaunuð vinna kvenna við uppeldi barna, umönnun annarra, vatnsburð, landbúnað, akuryrkju og sölumennsku telst ekki verðmætasköpun og kemur ekki fram í þjóðhagstölum. Erfiðisvinna hundraða milljóna kvenna er ósýnileg og ólaunuð – hún er einskis metin. Mun þetta ástand breytast meðan konur eru um 1% þjóðarleiðtoga, um 10% flokksleiðtoga, 15% þingmanna, 3% fréttamanna og 70-80% þeirra fátækustu og ólæsu? Getur það breyst meðan konum er gert erfitt fyrir og jafnvel meinað að taka þátt í stjórn samfélaga sinna, haldið utan við menntastofnanir, fjármálastofnanir, fyrirtæki og fjölmiðla? Síðustu áratugi hafa milljónir kvenna flutt úr dreifbýli í þéttbýli eða leitað til annarra landa eftir launuðu starfi til að sjá sér og sínum farborða. Heima fyrir skortir atvinnutækifæri og laun eru mjög lág. Vinna farand- verkakvenna er einn af drifkröftum hnattvæðingarinnar en aðstæður þeirra og aðbúnaður sýnir að þær eru á botni pýramídans, afrakstur erfiðis þeirra lendir gjarnan í annarra manna vösum. Mótþróalaust láta þær þó ekki kúga sig og félög farand- og innflytjendakvenna eru fjöl- mörg í öllum heimsálfum. Flutningar fólks á milli ríkja Flutningar fólks á milli landa og heimsálfa hafa alltaf átt sér stað og þar til fyrir hundrað árum voru þeir að mestu óhindraðir. Vegabréf komu t.d. ekki til skjalanna fyrr en 1914. Það sem er nýtt á okkar tímum er óheft för fjármagns og varnings en flutningar fólks eru víðast háðir ströngum leyfum. Eftir 11. september 2001 hafa Vesturlönd hert landamæraeftirlit til muna og í því skyni tekur ný evrópsk landamærastofnun til starfa á næsta ári. Skipulögð glæpastarfsemi þar sem fólki er smyglað yfir landamæri hefur komið í kjölfar hertra reglna og stutt er síðan fórnarlömb slíkrar starfsemi voru dæmd í fangelsi hér á landi. Við lok kalda stríðsins og stækkun Evrópusambandsins óttuðust margir, að óþörfu, að flóðbylgja innflytjenda myndi skella á og viðeigandi ráðstafanir voru gerðar til að sporna við henni. Í raun er það svo að Evrópubúar eldast hratt og þurfa á milljónum innflytjenda að halda á næstu áratugum til að tryggja sömu velferð og nú ríkir. Það hefur lengi tíðkast að ríki velji innflytjendur, þ.e. ungt, hraust, menntað og sérhæft fólk úr hópi innflytjenda, en útiloki aðra. Flestir flytjast frá löndunum í Suður-Asíu, eins og Bangladess, Sri Hvernig má það vera að þeir sem vinna í akkorðsvinnu 12 tíma á dag 7 daga vikunnar geti ekki brauðfætt börnin sín? Hvernig má það vera að þeir sem leggja svo mikið af mörkum búa margir hverjir við ofbeldi, ódauðlegar hefðir og venjur sem skaða líf þeirra og líkama? Skýringin er að sjálfsögðu sú að þeir eru þær. Farandverkakonur Lj ós m yn d : R ós hi ld ur J ón sd ót tir /L ao s
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Tímarit UNIFEM

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit UNIFEM
https://timarit.is/publication/1156

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.