Tímarit UNIFEM - 01.01.2004, Page 46

Tímarit UNIFEM - 01.01.2004, Page 46
Frá árinu 1999 hafa yfirvöld og UNIFEM á Íslandi styrkt störf íslensks sérfræðings á skrifstofu UNIFEM í Kósóvó. Hér fjallar Bjarney Friðriksdóttir, MA í alþjóðafræðum, um störf sín í Kósóvó, uppbyggingarstarfið og ástandið í héraðinu. UNIFEM hefur starfað í Kósóvó frá því í september 1999. Störf skrif- stofunnar voru undirbúin með það í huga að 70% íbúanna höfðu flúið eða verið fluttir úr landi 1998-1999, eða á meðan átökin stóðu yfir. Af þessum fjölda yfirgaf ein milljón manna héraðið á tveggja vikna tímabili fyrir loftárásir NATO á Serbíu, en Kósóvó er hérað í Serbíu sem nú lýtur yfirstjórn Sameinuðu þjóðanna. Í upphafi var ætlunin að UNIFEM- verkefnið beindist að stuðningi við konur sem höfðu flúið Kósóvó til að byggja upp líf sitt og fjölskyldna sinna á ný. Hins vegar sneri stór hluti þeirra sem hafði flúið heimkynni sín til baka fljótlega eftir að loftárásum NATO lauk og alþjóðlegt herlið tók við stjórn í Kósóvó. Því var ákveðið að beina sjónum að því að styðja konur til aukinnar pólitískrar þátttöku og til að taka að sér leiðtogahlutverk í enduruppbyggingu samfélagisins eftir áratugalangt tímabil kúgunar, efnahagslegrar vanrækslu og átaka. Áhersla lögð á að mæta þörfum Kósóvóbúa Íslensk stjórnvöld hafa stutt starf UNIFEM í Kósóvó frá því í lok árs 1999 með því að greiða laun alþjóðlegs starfsmanns sem gegnir stöðu faglegs ráðgjafa og meðstjórnanda innlends framkvæmdastjóra. Fram til þessa hafa fjórar íslenskar konur gegnt stöðunni og hefur þetta fyrirkomulag ráðið miklu um árangurinn. Samvinna alþjóðlegs sérfræðings og innlends framkvæmdastjóra á jafnréttisgrundvelli tryggir sterk tengsl við samfélag heimamanna en einnig hlutleysi, sem nauðsynlegt er að einkenni störf Sameinuðu þjóðanna. Verkefni skrifstofunnar hafa frá upphafi verið ákvörðuð í samráði við heimafólk. Þannig hafa áherslur í starfinu miðast við að mæta þörfum og forgangsröðun íbúa héraðsins. Einnig hefur starfið alltaf tekið mið af því að byggja samhliða upp þekkingu og styðja starf frjálsra félagasamtaka og stjórnvalda, sérstaklega á sveitarstjórnarstiginu. Aðaláherslur Nú stendur yfir þriðja og síðasta verkefnatímabil skrifstofunnar sem kall- ast From Post-Conflict to Development in Kosovo: Advancing Gender Equality and Women’s Rights, en skrifstofunni verður lokað í lok árs 2005. Aðal- áherslur þessa tímabils eru eftirfarandi: Stuðningur við stjórnvöld til að koma jafnréttisáætlun fyrir Kósóvó í framkvæmd. Fagleg ráðgjöf og fjárstuðningur við faghópa til að yfirtaka verk- efni skrifstofunnar. Meðal annars er stuðningnum beint að lögfræð- ingum með sérþekkingu í jafnréttismálum og leiðbeinendum um samþættingu jafnréttismála og mannréttindum kvenna fyrir opinberar stofnanir. Stuðningur við opinberar stofnanir til þess að halda uppi símenntun í jafnréttismálum og kynjanálgun fyrir opinbera starfmenn á öllum stjórnstigum. Stuðningur við óháð félagasamtök og opinberar stofnanir til að nýta alþjóðlega mannréttindasamninga, framkvæmdaáætlanir og ályktanir Sameinuðu þjóðanna til að vinna að framgangi jafnréttismála. Meðal annars með því að gera skýrslu um framfylgni við alþjóðlegan samn- ing Sameinuðu þjóðanna um afnám alls misréttis gegn konum (CEDAW). Skýrslan verður að öllum líkindum afhent öryggisráði Sameinuðu þjóðanna, þar sem Kósóvó er ekki ríki og getur því ekki afhent skýrsluna til nefndar innan Sameinuðu þjóðanna sem hefur það hlutverk að fylgjast með því hvernig ríki framfylgja samningnum. Þrátt fyrir að skrifstofa UNIFEM verði lögð niður í lok árs 2005 munu verkefni UNIFEM í Kósóvó áfram vera hluti af starfsáætlun svæðis- skrifstofu UNIFEM fyrir Mið- og Austur-Evrópu í Slóvakíu. Starfs- áætlunin er nú í mótun fyrir Albaníu og ríki fyrrverandi Júgóslavíu, að Slóveníu undanskilinni, og nær til ársins 2007. Um uppbyggingarstarf og stöðu mála í Kósóvó er pólitískt Þar sem allt L jó sm yn d : L or in L op ot in sk y 46

x

Tímarit UNIFEM

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit UNIFEM
https://timarit.is/publication/1156

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.