Tímarit UNIFEM - 01.01.2004, Síða 64

Tímarit UNIFEM - 01.01.2004, Síða 64
Hvað verður um stúlkurnar? Nokkrar stúlkur hafa flutt aftur heim í þorpið í sveitinni þar sem þær ólust upp. Ekki er óalgengt að ömmur sitji þar einar eftir með fjölda barnabarna á framfæri sínu þegar foreldrarnir eru dánir úr alnæmi. Þessar konur eru oft með mun fleiri börn en þær geta séð um. Nokkrar stúlknanna hjá CLF koma úr þessu umhverfi en hafa endað á vergangi í borginni. Þegar þær eru búnar að ná tökum á lífi sínu hjá CLF flytjast þær aftur í sveitina til að aðstoða við uppeldi systkina sinna. CLF hefur gott orð á sér í Kampala og fólk sem fylgist með því sem þar er að gerast hefur komið og boðist til að taka að sér stúlkur og mennta þær. Þetta er fólk sem hefur fylgst nægjanlega með starfinu til að sjá einstaklinga ná þroska til að geta staðið á eigin fótum og veit að fjárhagslegur stuðningur mun skila sér. Nú fá þrjár stúlkur þannig stuðning í skóla og eru ekki lengur undir vendarvæng CLF. Ein þessara stúlkna er í hjúkrunarnámi. Nokkrar stúlkur hafa farið frá CLF og fengið vinnu, t.d. á hárgreiðslustofu, barnaheimili, í mötuneyti sjúkrahúss, við sauma og sem barnfóstrur. Enn aðrar hafa gift sig og eignast börn og una hag sínum vel. Alls hafa 46 stúlkur komið við í CLF í þau þrjú ár sem það hefur starfað. Af þeim hópi hafa þrjár stúlkur snúið til fyrra lífs, gátu ekki slitið sig frá götulífi eða eiturlyfjum. Eina stúlku misstum við, hún dó af barnsförum. Nú koma tólf stúlkur til vinnu og tíu eru í skóla. Skólastúlk- urnar koma síðan og eyða deginum á CLF þegar þær eru í skólafríum og fá þá greidd laun fyrir vinnu sína. Stúlkur sem eru í skóla fá alltaf vasa- peninga mánaðarlega svo segja má að þær sem stunda vinnu hverju sinni vinni fyrir þeim sem eru í skóla. Candle Light Foundation er eftir- sótt hjá munaðarlausum börnum í Kampala til þess að komast út úr þeim vítahring sem alnæmið hefur steypt þeim í. Því miður er aðeins hægt að taka við fáum af þeim fjölmörgu stúlkum sem leita til CLF, en þær vita einnig að samtökin henta aðeins þeim sem vilja einlæglega komast áfram. Reyndur hjálparstarfsmaður meðal götubarna í Kampala hefur lýst CLF sem háskóla götubarnanna. Þær sem þar fara í gegn eru tilbúnar að hjálpa sér sjálfar fái þær tækifæri til þess, og reiðubúnar að leggja þónokkuð á sig til að fá að vera með. Á Íslandi hafa verið stofnuð samtök til að styðja við bakið á Candle Light Foundation í Úganda. Þessi samtök heita Alnæmisbörn en hægt er að gerast félagi í samtökunum eða styrkt- araðili með mánaðarlegum stuðningi. Fyrsta verkefni Alnæmisbarna verður að tryggja að HIV-jákvæðar stúlkur fái alnæmislyf þegar þær þurfa á þeim að halda. goge@simnet.is • www.simnet.is/rge Alls hafa 46 stúlkur komið við í CLF þau þrjú ár sem það hefur starfað. Af þeim hópi hafa þrjár stúlkur snúið til fyrra lífs, gátu ekki slitið sig frá götulífi eða eiturlyfjum, eina stúlku misstum við, hún dó af barnsförum. Nú koma tólf stúlkur til vinnu og tíu stúlkur eru í skóla. 64
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Tímarit UNIFEM

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit UNIFEM
https://timarit.is/publication/1156

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.