Tímarit UNIFEM - 01.01.2004, Page 81
konur en karla og öfugt. Konur hafa til að mynda hentað vel til starfans
í Sri Lanka sem byggist töluvert á sáttahæfileikum, aðlögunarhæfni auk
þess sem konur búa gjarnan yfir sálrænum yfirburðum samanborið við
karla,“ segir Arnór. „Nokkrar konur sóttu um starf við flugvöllinn í
Kabúl og var ein þeirra ráðin. Hins vegar kom ekki til þess að hún færi
af persónulegum ástæðum.“
Konur voru aðeins 14% þeirra friðargæsluliða sem voru að störfum
fyrstu sex mánuði þessa árs. Þá lækkaði hlutfall kvenna úr 30% í 24% á
árunum 2001-2003. Aðspurður um það hvort við veldum „karlastörf“
frekar en störf sem henta konum eða báðum kynjum í friðargæslunni,
segir Arnór svo ekki vera. „Við viljum endurspegla allan regnbogann í
íslensku friðargæslunni.“ Hins vegar væri ljóst að kynjaskipting í starfi
friðargæslunnar endurspeglaði kynjaskiptingu heima fyrir hverju sinni.
Hann tók sem dæmi þá lækna og hjúkrunarfræðinga sem sendir hafa
verið til starfa á vegum íslensku friðargæslunnar, en karlar hafa fyllt störf
lækna, og konur hjúkrunarfræðinga.
Hann bendir á að ýmis störf sem í fyrstu gætu talist frekar til karla- en
kvennastarfa hentuðu í raun konum mjög vel. Sem dæmi um þátttöku
kvenna sagði Arnór jafnan eina til tvær konur að störfum í lögreglunni í
Bosníu og Hersegóvínu og í Kósóvó hafi konur verið að störfum í flug-
umferðarstjórn og fluggagnafræði. „Verkefnaval á ekki að endurspegla
karlahlutverk,“ segir Arnór. Hins vegar sé raunin sú að fleiri karlar sæktu
um störf við friðargæslu en konur sem óhjákvæmilega skilaði sér í hlut-
fallslega fleiri körlum á viðbragðslista. „Nokkuð sem við vildum gjarnan
breyta.“
Styðja verkefni UNIFEM í Kósóvó til loka árs 2005
Arnór segir friðargæsluna leggja áherslu á að styrkja fáein verkefni sem
miða að bættri stöðu kvenna og auknu kynjajafnrétti. Að auki legði
friðargæslan áherslu á kerfisbundna nálgun í þessum efnum.
Íslensk stjórnvöld hafa fjármagnað stöðu íslensks sérfræðings hjá
UNIFEM í Kósóvó frá árinu 1999. Til þessa hafa fjórar íslenskar konur
verið sendar til starfans og hafa þær gegnt stöðu sérlegs ráðgjafa og
verkefnisstjóra UNIFEM. Arnór segir það hafa verið vel þess virði að
styðja UNIFEM og hafa íslensk stjórnvöld ákveðið að styðja verkefnið í
Kósóvó til loka árs 2005. Þá segir hann yfirvöld reiðubúin að skoða aðra
möguleika í ætt við UNIFEM-verkefnið í Kósóvó þegar því lýkur.
„Menn hegði sér vel“
Ályktun öryggisráðs SÞ nr. 1325 frá árinu 2000 kveður á um aukinn hlut
kvenna í ákvarðanatöku og þátttöku við friðarumleitanir og uppbygg-
ingu eftir stríð. Að auki varpar ályktunin ljósi á sérstakar hættur sem blasa
við konum og stúlkum á stríðstímum og í kjölfar stríðs.
Ályktunin kveður á um að sérstakt tillit skuli tekið til stöðu og réttinda
kvenna á meðan á stríðsátökum stendur og eftir stríð. Til að tryggja að
þessum atriðum sé framfylgt er farið fram á að aðildarríki og aðalritari
SÞ sjái til þess að starfsfólk í friðargæslu og uppbyggingarstarfi fái sérstaka
fræðslu í „verndun, réttindum og sérþörfum kvenna“. Að auki er
kveðið á um að starfsfólk skuli fá fræðslu um mikilvægi þess að konur
séu þátttakendur í öllum aðgerðum sem snúa að friðargæslu og friðar-
uppbyggingu.
Íslenska friðargæslan hefur boðið fólki á viðbragðslista að sækja almenn
undirbúningsnámskeið og var eitt slíkt haldið í apríl sl. Aðspurður segir
Þorbjörn að ekki hafi verið fjallað sérstaklega um málefni kvenna og
réttindi þeirra. „Aðaláherslan var á öryggisviðbúnað. Hins vegar lögð-
um við mikla áherslu á ýmsar dekkri hliðar á alþjóðastarfsemi, eins og
mansal, og að menn hegðuðu sér vel á staðnum. Að þeir gerðu ekkert
sem þeir myndu skammast sín fyrir.“
Þá sagði Þorbjörn þá hafa hvatt friðargæsluliða til að sækja fundi og ráð-
stefnur og tók sem dæmi ráðstefnu sem haldin var um Konur, stríð og
öryggi 10.-11. október 2003 í Háskóla Íslands. Þar hafi ýmislegt fróðlegt
og nytsamlegt komið fram um þessi málefni.
Konur voru aðeins 14% þeirra friðargæsluliða
sem voru að störfum fyrstu sex mánuði þessa
árs. Þá lækkaði hlutfall kvenna úr 30% í 24% á
árunum 2001-2003.
Íslensk stjórnvöld hafa fjármagnað stöðu
íslensks sérfræðings hjá UNIFEM í Kósóvó
frá árinu 1999. Til þessa hafa fjórar íslenskar
konur verið sendar til starfans og hafa þær
gegnt stöðu sérlegs ráðgjafa og verkefnis-
stjóra UNIFEM. Arnór segir það hafa
verið vel þess virði að styðja UNIFEM og
hafa íslensk stjórnvöld ákveðið að styðja
verkefnið í Kósóvó til loka árs 2005. Þá
segir hann yfirvöld reiðubúin að skoða aðra
möguleika í ætt við UNIFEM-verkefnið í
Kósóvó þegar því lýkur.
Myndir
Bls. 78: Kósóvó-Albanar sýna þakklæti sitt með því að spreyja fána og tilgreina nöfn
þeirra sem álitnir eru hafa „frelsað“ þá frá oki serbneskra stjórnvalda. Á myndinni
má sjá nafn Robin Cooks, fyrrverandi utanríkisráðherra Bretlands, Wesley Clarks,
fyrrverandi yfirmanns NATO-hersins í Kósóvó, Xavier Solana, framkvæmdarstjóra
NATO, merki NATO, auk þjóðarfána Bretlands, Kanada og Þýskalands. Ljósmynd:
Lorin Lopotinsky.
Til hægri: Á myndinni er Jónas Þorvaldsson, sprengjusérfræðingur Landhelgis-
gæslunnar, en hann starfaði á vegum íslensku friðargæslunnar við að fjarlægja
sprengjur í suðurhluta Íraks um tveggja mánaða skeið í byrjun ársins. Ljósmynd:
Davíð Logi Sigurðsson.
80