Tímarit UNIFEM - 01.01.2004, Page 83

Tímarit UNIFEM - 01.01.2004, Page 83
ana sem nýta það í rekstur og verkefni eftir þörfum. Það er síðan hlut- verk Íslands og annarra framlagalanda að fylgjast með því að starfsemi viðkomandi stofnunar sé skilvirk og árangursrík. Dæmi um þetta er til að mynda stuðningur Íslands við Þróunaráætlun SÞ (UNDP) og Alþjóðabankann. Hitt sjónarmiðið felur í sér að Ísland veiti peningum til afmarkaðra verkefna, eins og verkefni UNIFEM í Kósóvó sem stjórn- völd hafa stutt frá árinu 1999 með því að senda þangað sérfræðing til starfa.“ Hermann segir síðari kostinn ekki síst fýsilegan „þar sem við byggjum um leið upp þekkingu meðal Íslendinga á þessu sviði.“ Þá segir hann engan skort vera á góðum verkefnum til að styðja. „Það eru næg sóknarfæri fyrir Íslendinga til að vera öflugur þátttakandi í alþjóðlegu starfi. Þannig sýnum við að Íslendingar vilja taka ábyrgð.“ „Jafnréttismál skipa stóran sess“ Sameinuðu þjóðirnar leggja mikla áherslu á að kynjasjónarmið séu sam- þætt á öllum stigum þróunarstarfs, friðargæslu og í uppbyggingarstarfi eftir stríð. Hér er átt við að á öllum stigum verkefnaáætlana, stefnu- mótunar og framkvæmd verkefna sé tekið mið af ólíkri stöðu og hlut- verki karla og kvenna og að karlar og konur hafi jafnan aðgang að öllu ákvarðanatökuferli. Markmiðið er að stuðla að bættri stöðu kvenna og stúlkna og kynjajafnrétti á öllum stigum samfélagsins. Síðustu áratugi hafa áherslur á jafnréttissjónarmið vaxið jafnt og þétt innan alþjóðlegra stofnana, frjálsra félagasamtaka, fjölmiðla, ríkisstjórna og annarra sem láta sig alþjóðamál varða. Í þessu sambandi hefur Kofi Annan, aðalritari SÞ, sagt það ljóst að engin aðferð sem stuðla eigi að þróun beri árangur nema konur séu hafðar með í ráðum og tillit sé tekið til stöðu stúlkna og kvenna. Aðspurður hvort Ísland leggi áherslu á samþættingu kynjasjónarmiða í þróunarsamvinnu og þróunaraðstoð segir Hermann svo vera. „Við höfum talað fyrir ákveðnum málefnum innan SÞ og þar skipa jafnréttis- mál stóran sess. Utanríkisráðherra hefur sagt aðstoðina við konur gríðar- lega mikilvæga, að aðstoð við konur sé eitt af því albesta sem gert sé í þróunaraðstoð, það sé reynsla okkar. Við höfum gert heilmikið á sviði kynja- og jafnréttismála bæði á stofnanastigi og í grasrótinni. Í kjördæmi Alþjóðabankans er mikið talað um jafnréttismál. Við vinnum mjög náið með Norðurlöndunum á sviði þróunaraðstoðar en þau hafa mjög jákvæða ímynd á sviði jafnréttismála og á okkur er hlustað af mikilli athygli.“ „Norðurlöndin beittu sér mjög fyrir því að Alþjóðabankinn setti sér stefnu í kynja- og jafnréttismálum en slík stefna var samþykkt af stjórn bankans í september 2001. Frá þeim tíma hefur bankinn gefið út tvær stöðuskýrslur sérstaklega um þetta málefni. Markmið stefnunnar er að samþætta kynja- og jafnréttissjónarmið störfum bankans og höfum við á Norðurlöndum lagt áherslu á að alltaf sé tekið mið af kynjasjónarmiðum við gerð verkefnaáætlana á vegum bankans sem og í einstökum verk- efnum.“ Þrátt fyrir aukna áherslu á kynjajafnrétti og réttindi kvenna og stúlkna er víða pottur brotinn og töluvert á brattann að sækja til að þessi viðhorf séu almennt viðtekin og þeim framfylgt á sviði alþjóðamála. Ísland greiðir í HIPC-sjóðinn Bretton Woods stofnanirnar hafa tekið töluverðum breytingum síðustu ár. Sama ár og Jubilee 2000 var stofnað, árið 1996, settu stofnanirnar á laggirnar svokallað HIPC-átak (Heavily Indebted Pour Countries Initiative) sem felur í sér að hluti af skuldum fátækustu ríkja heims eru lækkaðar niður fyrir mörk sem geta talist viðráðanleg. Að auki hafa stofn- anirnar lagt niður áætlanir um kerfislæga aðlögun og tekið upp nýja stefnu sem fjallað verður um hér á eftir. Afnám verndartolla iðnríkja á landbúnaðarvörur í eigin ríkjum til að greiða leiðina fyrir þróunarríki á sviði alþjóðaviðskipta er hluti af þessari umræðu um endurskipulagningu og bætta stefnu í þróunarmálum. Til að fjármagna HIPC-átakið var settur á laggirnar fjármagnssjóður sem iðnríkin greiða í. Að sögn Hermanns hefur Ísland lagt 2.375.000 dollara í HIPC-sjóðinn. „Við stefnum að því að greiða 2.7 milljónir dollara alls. Þátttaka okkar í HIPC-átakinu hefur verið góð, ekki síst vegna þess að við höfum stillt okkur upp sem eitt af Norðurlöndunum.“ Skuldastaða fátækustu ríkja heims og annarra þróunarlanda hefur verið ofarlega á döfinni í umræð- unni um þróun og fátækt í heiminum síðastliðin ár. Skuldabyrði þessara landa og skertur aðgangur að vestrænum mörkuðum eru af mörgum talin mikil- vægustu málefnin í þessari umfjöllun og helsta hindr- un þróunar. Segja má að núverandi skuldastaða margra þróunar- ríkja eigi rætur að rekja til áttunda áratugarins og upphafs þess níunda. Óhagstæður viðskipta- jöfnuður vegna olíuverðshækkana, versnandi mark- aðsstaða þeirra á alþjóðlegum markaði og óstjórn í innanríkismálum varð til þess að tugir ríkja þurftu að leita til Alþjóðabankans og Alþjóðagjaldeyris- sjóðsins (IMF) um lán við upphaf níunda áratugarins. Eftir að nýlendur Evrópuríkjanna hlutu sjálfstæði hafa lánsfé og styrkir, í formi hjálparaðstoðar, runnið í miklum mæli til þeirra. Ríkin í suðri stóðu frammi fyrir mikilvægu uppbyggingarstarfi á efna- hagslegu, félagslegu og pólitísku sviði. Kalda stríðið setti mark sitt á þessa þróun, en fjármagn sem að forminu til var hjálparaðstoð streymdi oft til þeirra landa sem þóttu gegna mikilvægu hlutverki í pólitískum, landfræðilegum og hernaðarlegum skilningi. Þegar olíuverð hækkaði 1973-1974 fengu mörg ríki í suðri lán hjá bönkum á Vesturlöndum til að bæta viðskiptastöðu sína en gjaldeyrisforði fjölda ríkja sem ekki framleiddu olíu féll í verði. Á þessum tíma stóðu framleiðsluvörur þróunarlanda ágætlega á alþjóðlegum markaði og vextir af lánum voru til- tölulega lágir. Hvort tveggja gerði lántökurnar að æskilegum kosti. Í lok áttunda áratugarins hækkaði olíuverð hins vegar á ný. Vegna efnahagslægðar á Vesturlöndum við upphaf níunda áratugarins dró úr eftirspurn eftir vörum frá þróunarlöndum, þær féllu í verði og loks var svo komið að ríkisstjórnir í suðri áttu ekki lengur kost á lánum á Vesturlöndum. Peningastefnan í stjórnartíð Thatcher og Reagans hafði áhrif á þessa þróun, en hún leiddi meðal ann- ars til hækkunar vaxta sem dró úr fjárstreymi til þróunarlanda og hækkaði vaxtagreiðslur af eldri lánum. Aukinn tekjuhalli og þyngri greiðslubyrði af lánum leiddi síðan til þess að fjölmörg ríki stóðu frammi fyrir gjaldþroti. Árið 1982 lýsti Mexíkó því yfir að það gæti ekki lengur staðið í skilum og sótti eftir greiðslustöðvun. Tugir annarra ríkja fylgdu í kjölfarið. Skuldastaða fátækustu ríkjanna ein helsta hindrun framfara 82

x

Tímarit UNIFEM

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit UNIFEM
https://timarit.is/publication/1156

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.