Tímarit UNIFEM - 01.01.2004, Side 84
Lítið samráð við ríki um eigin efnahagsstjórn
Þegar ríkisstjórnir í suðri sóttu til Alþjóðabankans og Al-
þjóðagjaldeyrissjóðsins (IMF) um aðstoð við upphaf ní-
unda áratugarins hófst það tímabil í sögu stofnananna
sem hvað mest hefur verið gagnrýnt af breiðum hópi
manna um heim allan. Stefnur Bretton Wood stofnananna,
eins og bankinn og sjóðurinn eru gjarnan kallaðir, fólust
í stuttu máli í því að lán voru veitt til þróunarríkja með
ströngum skilyrðum um breytta efnahagsstjórn og stjórn-
sýslu. Þessi skilyrði voru sett fram í svokallaðri kerfis-
lægri aðlögun, eða Structural Adjustment Programmes
(SAPs).
Lítið samráð var haft við stjórnvöld og aðra aðila í viðkom-
andi ríkjum við gerð þessara skilyrða sem höfðu það að
grundvallarmarkmiði að auka útflutning og opna innlenda
markaði fyrir erlendum fjárfestingum og vörum. Áhersla
var lögð á að lánsríki einkavæddu stóran hluta ríkisrek-
inna fyrirtækja og stofnana og leggðu af einokun. Mörg
þessara ríkja höfðu frá því þau hlutu sjálfstæði aðhyllst
mikil ríkisafskipti og verndarstefnu gagnvart innfluttum
vörum. Því fól kerfislæg aðlögun í sér kúvendingu hvað
efnahagsstjórn og félagslegt öryggi varðaði.
Niðurgreiðslur á mat og lyfjum voru í mörgum tilfellum
lagðar niður og verð á neysluvörum hækkaði verulega.
Launalækkanir urðu í kjölfar aðlögunarinnar, sérstaklega
hjá hinu opinbera og aðgangur að heilsugæslu og mögu-
leikar til menntunar fóru minnkandi. Kerfislæg aðlögun
bitnaði mest á fátækustu íbúunum, konum, eldra fólki og
sjúklingum.
Hlutur regnhlífarsamtaka
Heimssamtökin Jubilee 2000, sem voru samtök frjálsra
félagasamtaka, fjölmiðla, sérfræðinga, háskólasamfélaga
og annarra, vöktu athygli á slæmum vinnubrögðum stofn-
ananna í lok 20. aldarinnar. Þau börðust ötullega fyrir því
að stofnanirnar tvær legðu niður allar eða hluta af skuld-
um fátækustu ríkjanna. Meðal þeirra sem töluðu fyrir mál-
stað Jubilee 2000 voru Bono, söngvari U2, Jóhannes Páll
páfi og Mohammad Ali, auk þess sem stjórnmálaleiðtogar
eins og Bill Clinton, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, og
Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, hafa sýnt málefn-
inu stuðning. Engin vafi leikur á því að störf samtakanna
hafa skilað töluverðum árangri. Í það minnsta vöktu
almenning til umhugsunar um skuldastöðu þróunarríkj-
anna.
Markmiðið að draga úr fátækt
Í stað kerfislægrar aðlögunar þurfa þróunarríki sem nú fá lán eða niður-
greiddar skuldir að útbúa áætlun um það hvernig þau hyggjast bæta
efnahagsstjórn og minnka fátækt í landinu (Poverty Reduction Strategic
Paper, PRSP). Áherslan er því fyrst og fremst á að draga úr fátækt, að
lánsríki leiði gerð þessara áætlana í samvinnu við frjáls félagasamtök og
aðra innlenda aðila, sem og alþjóðlegar stofnanir og samtök sem starfa
að þróunarmálum í viðkomandi landi. Þessi skilyrði eru í samræmi við
breyttar áherslur í þróunarmálum og kröfur um að ríki „eigi“ eða séu
fyrst og fremst ábyrg fyrir þróunarstarfi í eigin landi (e. ownership) og
þau markmið að draga úr fátækt í heiminum.
„PRSP er ákveðin bylting. Alþjóðabankinn og Alþjóðagjaldeyrissjóð-
urinn tóku ákvörðun um að leggja ábyrgð í hendur landanna sjálfra sem
er töluverð breyting frá því sem var. Í PRSP eiga allir að vera með,“
segir Hermann Örn. „Wolfenshon tók við forsæti Alþjóðabankans árið
1995 en hann hefur verið tilbúinn að hlusta meira á gagnrýnisraddir en
verið hafði og ímynd Alþjóðabankans hefur batnað. HIPC-verkefnið var
sett á laggirnar fljótlega eftir að Wolfenshon tók við. Félagasamtök hafa
veitt þessum stofnunum (bankanum og sjóðnum) aðhald. Það sem skiptir
mestu máli er að löndin sjálf treysti sér til að setja stólinn fyrir dyrnar og
berjast fyrir skoðunum sínum. Með PRSP hafa þau þetta tæki.“
Hermann Örn segir það rétt að PRSP hafi gengið misvel eftir löndum.
Það fari mikið eftir því hversu leiðandi yfirvöld í hverju landi eru, hversu
vel þau vinna með innlendum hagsmunahópum og ríkjum sem veita
þróunaraðstoð.
Hvað varðar kynja- og jafnréttismál segir Hermann Örn það velta
mjög á áherslum innlendra aðila, hvort sem um ræðir yfirvöld eða aðra,
hversu mikið tillit er tekið til slíkra mála við framkvæmdir sem miða að
uppbyggingu og útrýmingu fátæktar. „PRSP er sóknarfæri fyrir löndin
sjálf og hagsmunaaðila í löndunum. Samráðsferlið felur í sér að hagsmuna-
aðilar koma á framfæri ákveðnum áherslum og skoðunum. Oft eru
þrýstihópar sem hafa jafnrétti og bætta stöðu kvenna að leiðarljósi ekki
nægilega sterkir og því spurning um hvernig stofnanir eins og UNIFEM
koma inn í umræðuna. Norðurlöndin stukku á þessa hugmynd með
PRSP og sáu þar gott tækifæri til að bæta ástandið og samskipti vestrænna
ríkja við þróunarlönd.“
Þúsaldarmarkmið SÞ til grundvallar þróunaraðstoðar
Árið 1996 einsettu 21 aðildarríki OECD, fjölmörg óháð félagasamtök
og alþjóðlegar stofnanir sér að fækka tilfellum sárafátæktar um helming
fyrir árið 2015. Þetta markmið er eitt af helstu áhersluatriðum í þúsaldar-
markmiðum SÞ um þróun, og tekur HIPC-átakið mið af þeim.
Nánar er fjallað um þúsaldarmarkmiðin annars staðar í blaðinu, en þau
samanstanda af átta markmiðum um þróun og bætt lífskjör. Hermann
segir markmiðin þjóna mikilvægu hlutverki þótt þau séu ekki fullkomin.
„Þau eru mikil einföldun að mínum dómi, en hljóta samt að hjálpa.
Þarna sameinast alþjóðasamfélagið í heild sinni um markmið til að vinna
að, bæði Bretton Woods stofnanirnar og tvíhliða stofnanir. Öll erum
við að vinna að sameiginlegum markmiðum. Það hlýtur að vera mjög
jákvætt. Á Monterrey-ráðstefnunni um fjármögnun þróunar árið 2002
gáfu ríku löndin til að mynda loforð um verulega aukningu framlaga til
þróunaraðstoðar.“
Þessi loforð um aukningu hafa hins vegar ekki staðist sem skyldi og
hafa gagnrýnisraddir verið uppi um að mikill hluti þróunaraðstoðar hafi
verið veittur til uppbyggingarstarfs í Afganistan og Írak, á kostnað þró-
unaraðstoðar til annarra landa. Þeirra vandamál njóti hins vegar ekki
eins mikillar athygli fjölmiðla og þar af leiðandi rati minna fjármagn til
þeirra.
Hermann Örn segir framlög til fátækustu landanna ekki hafa farið
lækkandi. „En þetta er þó vísbending um að þrátt fyrir hækkun framlaga
ríku þjóðanna til þróunaraðstoðar er hún kannski ekki nægjanlega mikið
ætluð baráttunni fyrir framgangi þúsaldarmarkmiðanna. Menn hafa því
áhyggjur af því að við munum ekki ná markmiðunum og því fjármagni
sem lofað hefur verið. Í dag er útlit fyrir að mikill fjöldi fátækra landa
muni ekki ná þúsaldarmarkmiðunum. Við tökum þúsaldarmarkmiðin
um þróun hins vegar mjög alvarlega og þau eru grundvöllurinn að stefnu
Íslands í þróunaraðstoð.“
U
N
IC
EF
/ H
Q
00
-0
48
3/
R
ad
hi
ka
C
ha
la
sa
ni