Jón á Bægisá - 01.11.1994, Side 14

Jón á Bægisá - 01.11.1994, Side 14
enginn). Ekki voru þó nema örfá ár liðin síðan Sigurður hafði birt hugveljju í Skírni þar sem hann benti á vandaðar þýðingar sem þjóðráð (og legg ég þá tvöfalda merkingu í það orð), eða eins og hann kemst að orði, „langbezta ráðið“ til að bæta sjálfsmenntun íslensku þjóðarinnar.7 Ekki hef ég gert könnun á hefð íslenskra sýnisbóka í þessum efnum, en ef nýlegt safnrit, Rœtur, má vera til dæmis um þróun mála, þá sést að hlutur kvenna hefur batnað, en enn er aðeins einn þýðingartexti, að þessu sinni tvær síður úr Paradísarmissi í þýðingu Jóns Þorlákssonar (enginn texti er í þetta sinn eftir Sveinbjörn Egilsson).8 Viðurvist þessara einmanalegu þýðingartexta í umgetnum ritum er gott dæmi um það sem franski heimspekurinn Jacques Derrida nefnir „spor“ eða „far“ (,,trace“) „annarlegrar" merkingar eða merkingarsamhengis í texta.9 Með því að birta þýðingu er viðurkennt að óverjandi sé að útiloka þýðingar beinlínis frá „íslenskum bókmenntum“, en jafnframt vísar þetta „spor“ til allrar þeirrar [jarveru sem viðurvist valdra texta byggist á. Einkar glöggt kemur þetta fram í sýnisbók Sigurðar Nordal þegar hann segir í kynningarorðum um Jón Þorláksson: „Síra Jón varð brautryðjandi t íslenzkmn bókmenntmn rneð þýðing- um sínum úr erlendum málum“ (99; leturbreyting mín). Af orðalaginu verður ekki skýrlega séð hvort þýðingar séu beinlínis „í“ íslenskum bókmenntum eða hvort þær séu verkfæri sem nota megi til að ryðja braut en fjarlægja síðan (hvei'su sýnileg braut þeirra eða „spor“ síðan verður er vafalaust misjafnt). Sigurður birtir ekkert dæmi úr þessum þýðingum, en hinsvegar brot úr þýðingu eftir Sveinbjörn Egilsson, eins og áður var fram komið. Fráleitt væri að flytja hér skammarpistil um þá sem að umræddum safnritum standa. Það sem máli skiptir er að þeir ganga inn í og staðfesta þjóðlega hefð sem verið hefur mjög sterk síðan um miðja nítjándu öld og virðist enn vera okkar „náttúrulega“ bókmenntaumhverfi, auk þess sem hún virðist tengja okkur gullöld fornbókmenntanna órjúfandi böndum. Ég held hinsvegar að þessi hefð sé nýlegt sköpulag (eða „uppfinning“ ef ég nota orðalag Eric IJobsbawms), sem mótast hafi fremur hratt á fyrri hluta nítjándu aldar og tekið á sig þá mynd sem við sjáum í fyrirlestri Gríms Thomsens og sem berst enn stöðugt til okkar. IV Auðvitað helur þessi mynd heilmikið verið endurskoðuð af fræðimönnum. Fáum þeirra dytti nú í hug að taka undir það með Grími Thomsen að eldfjalla- eyjan hafi „upp á sitt eindæmi“ kveikt „logandi gunnfána“ og staðið „eins og viti í myrkrinu", því ljóst er að íslenskar fornbókmenntir nærðust á ýmsum menningarsamskiptum við önnur samfélög, meðal annars í formi þýðinga og þær kunna að hafa gegnt stóru hlutverki í mótun íslensks ritmáls. Og ef ræða á það bókmenntasamhengi sem rekja má í gegnum aldirnar, einkum gegnum 7 Sigurður Nordal, „Þýðingar", Skírnir 1919 (1. hefli), s. 13. 8 Rœtur. Sýnisbók íslenskra bókmenntafrá siðaskiptum til nýrómantíkur, Bjami Ólafsson, Heimir Pálsson, Sigurður Svavarsson og Þórður Helgason sáu um útgáfuna, Mál og menning 1986. “ Sbr. Jacques Derrida, „Freud and the Scene of Writing", Writing and Dijjerence, ensk þýð. Alan Bass, University of Chicaco Press, Chicago 1978, s. 203. á .ý3(gý- TÍMARIT ÞÝÐENDA 1994 14
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Jón á Bægisá

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jón á Bægisá
https://timarit.is/publication/1166

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.