Jón á Bægisá - 01.11.1994, Side 16

Jón á Bægisá - 01.11.1994, Side 16
Eins og fram kemur í þessum tímaritum, voru sumir íslenskir menntamenn ákaflega gagnrýnir á alþýðumenningu íslendinga og þá ekki síst þann skáldskap sem helst var við lýði, rímur, riddarasögur og aðra „forneskju“. Á sviði bókmenntanna er sem skapist visst tómarúm milli hreintrúarlegs efnis og alþýðuskáldskapar. Þótt talsvert hafi verið prentað af forníslenskum bókmenntum í Danmörku og svolítið hér á landi er ekki að sjá að þeim sé mikið hampað. Þetta verður ennþá skýrara eftir að Magnús Stephensen er orðinn einráður um veraldlegt prentverk á íslandi, því hann „hafði takmarkað- an áhuga á útgáfu íslenskra fornsagna — m.a. vegna siðleysis, sem hann taldi í þeim felast.“14 Því er kannski ekki nema eðlilegt að litið sé til útlanda eftir efni, rétt eins og upplýsingarmenn gerðu á hinum ýmsu mannlífs- og verksviðum öðrum sem leitast var við að endurnýja. Þess ber að vísu að geta, áður en lengra er haldið, að þýðingar lágu síður en svo niðri hér á landi frá síðmiðöldum og fram á upplýsingaröld. Biblían, sálmar og annað guðsorð var ötullega þýtt, og þýðingar voru ekki veigalítill þáttur í hinni líflegu handritamenningu sem hér viðgekkst fram eftir öllum öldum. Mikið af þýddu alþýðlegu sagnaefni, „almúgabókum“, flakkaði til dæmis um landið í uppskriftum. Eins og Hubert Seelow hefur bent á var talsvert um að sömu sögurnar væru þýddar aftur og ailur,15 sem bendir til þess að frumritin hafi oft verið aðgengilegri en þýðing í handriti og þá var ekkert annað að gera en þýða aftur. Þannig hefur verið slangur af litlum „þýðingamiðstöðvum“ á dreif um landið. VI Með víðtækari dreiilngu prentaðs efnis skapast hinsvegar nýjar forsendur bókmenningar og hún verður um sinn leitandi og opin. Þetta kemur m.a. fram í ummælum í einu fyrsta íslenska tímaritinu, Lœrdómslistqfélagsritunum, t.d. árið 1784, þegar þau orð eru látin fylgja þýðingu Jóns Jónssonar á drápu Chris- tians Tullin um „Ypparligheit sköpunarverksins“, að þetta sem og önnur „kveðskaparstykki“ séu birt í tímaritinu vegna þess að íslensk tunga eigi lítið af drápum í „þeim hærra skáldskap“, eins og það er orðað.16. Raunar hafði annað skáld þegar hafist handa við að þýða verk Tullins heilum áratug fyrr, maður sem er nátengdur upphafi veraldlegs prentvei’ks á íslandi, nefnilega Jón Þorláksson sem síðar þjónaði til Bægisár. Á næstu árum er þeim óskum sem vakna af þörfinni á þýðingum iðulega beint til Jóns. Það má teljast við hæfi að upphaf ferils hans sem þýðanda og skálds skuli vera samrunnið starfi hans við Hrappseyjarprentsmiðju, þar sem hann bjó bækur til útgáfu og las prófarkir, auk þess sem hann kom eigin verkum á framfæri. Þessum veraldlegu tengslum má ekki gleyma, hversu vænt sem okkur kann að þykja um sögurnar af Jóni þar sem hann silur einn norður í afdal og erlend stórmenni finna hann og undrast afrek þessa einangraða kotprests. Rannski eru slíkar frásagnir — einkum sagan sem Ebenezer Henderson segir í kunnum 14 Ilelgi Magnússon, „Fi-æðafélög og bókaútgáfa", Upplýsingin á íslandi. Tíu ritgerðir, ritstj. Ingi Sigurðsson, Hið íslenska bókmenntafélag 1990, s. 201. 15 Hubert Selow, Die islándischen Úbersetzungen der deutschen Volksbucher, Stofnun Árna Magnússonar 1989, s. 534. Rit þess konúngliga íslenzka lœrdóms-lista félags, 5. bindi, 1784 (útg. 1785), s. xiv. á JSagfáiá - TÍMARIT ÞÝÐENDA 1994 16
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Jón á Bægisá

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jón á Bægisá
https://timarit.is/publication/1166

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.