Jón á Bægisá - 01.11.1994, Qupperneq 16
Eins og fram kemur í þessum tímaritum, voru sumir íslenskir menntamenn
ákaflega gagnrýnir á alþýðumenningu íslendinga og þá ekki síst þann
skáldskap sem helst var við lýði, rímur, riddarasögur og aðra „forneskju“. Á
sviði bókmenntanna er sem skapist visst tómarúm milli hreintrúarlegs efnis
og alþýðuskáldskapar. Þótt talsvert hafi verið prentað af forníslenskum
bókmenntum í Danmörku og svolítið hér á landi er ekki að sjá að þeim sé
mikið hampað. Þetta verður ennþá skýrara eftir að Magnús Stephensen er
orðinn einráður um veraldlegt prentverk á íslandi, því hann „hafði takmarkað-
an áhuga á útgáfu íslenskra fornsagna — m.a. vegna siðleysis, sem hann taldi
í þeim felast.“14
Því er kannski ekki nema eðlilegt að litið sé til útlanda eftir efni, rétt eins
og upplýsingarmenn gerðu á hinum ýmsu mannlífs- og verksviðum öðrum
sem leitast var við að endurnýja. Þess ber að vísu að geta, áður en lengra er
haldið, að þýðingar lágu síður en svo niðri hér á landi frá síðmiðöldum og
fram á upplýsingaröld. Biblían, sálmar og annað guðsorð var ötullega þýtt, og
þýðingar voru ekki veigalítill þáttur í hinni líflegu handritamenningu sem
hér viðgekkst fram eftir öllum öldum. Mikið af þýddu alþýðlegu sagnaefni,
„almúgabókum“, flakkaði til dæmis um landið í uppskriftum. Eins og Hubert
Seelow hefur bent á var talsvert um að sömu sögurnar væru þýddar aftur og
ailur,15 sem bendir til þess að frumritin hafi oft verið aðgengilegri en þýðing í
handriti og þá var ekkert annað að gera en þýða aftur. Þannig hefur verið
slangur af litlum „þýðingamiðstöðvum“ á dreif um landið.
VI
Með víðtækari dreiilngu prentaðs efnis skapast hinsvegar nýjar forsendur
bókmenningar og hún verður um sinn leitandi og opin. Þetta kemur m.a. fram
í ummælum í einu fyrsta íslenska tímaritinu, Lœrdómslistqfélagsritunum, t.d.
árið 1784, þegar þau orð eru látin fylgja þýðingu Jóns Jónssonar á drápu Chris-
tians Tullin um „Ypparligheit sköpunarverksins“, að þetta sem og önnur
„kveðskaparstykki“ séu birt í tímaritinu vegna þess að íslensk tunga eigi lítið
af drápum í „þeim hærra skáldskap“, eins og það er orðað.16. Raunar hafði
annað skáld þegar hafist handa við að þýða verk Tullins heilum áratug fyrr,
maður sem er nátengdur upphafi veraldlegs prentvei’ks á íslandi, nefnilega
Jón Þorláksson sem síðar þjónaði til Bægisár. Á næstu árum er þeim óskum
sem vakna af þörfinni á þýðingum iðulega beint til Jóns. Það má teljast við
hæfi að upphaf ferils hans sem þýðanda og skálds skuli vera samrunnið starfi
hans við Hrappseyjarprentsmiðju, þar sem hann bjó bækur til útgáfu og las
prófarkir, auk þess sem hann kom eigin verkum á framfæri.
Þessum veraldlegu tengslum má ekki gleyma, hversu vænt sem okkur kann
að þykja um sögurnar af Jóni þar sem hann silur einn norður í afdal og erlend
stórmenni finna hann og undrast afrek þessa einangraða kotprests. Rannski
eru slíkar frásagnir — einkum sagan sem Ebenezer Henderson segir í kunnum
14 Ilelgi Magnússon, „Fi-æðafélög og bókaútgáfa", Upplýsingin á íslandi. Tíu ritgerðir,
ritstj. Ingi Sigurðsson, Hið íslenska bókmenntafélag 1990, s. 201.
15 Hubert Selow, Die islándischen Úbersetzungen der deutschen Volksbucher, Stofnun
Árna Magnússonar 1989, s. 534.
Rit þess konúngliga íslenzka lœrdóms-lista félags, 5. bindi, 1784 (útg. 1785), s. xiv.
á JSagfáiá - TÍMARIT ÞÝÐENDA 1994
16