Jón á Bægisá - 01.11.1994, Síða 17

Jón á Bægisá - 01.11.1994, Síða 17
kaila ferðabókar sinnar — litaðar af ímynd þýðandans sem hlédrægs þjóns bókmenntanna er allajafna dvelur í menningarlegum afkima en dusta má rykið af á hátíðarstundum. Raunin er sú að eftir dvölina í Hrappsey var Jón lengstaf í greiðu sambandi við þau yflrvöld sem helst stóðu að prentverki og bókmenningu landsins, ekki síst Magnús Stephensen (þótt einnig yrði mis- brestur á kunningsskap þeirra um skeið). Jón var dáður þýðandi og naut almennt mikils álits sem skáld — líklega hafa ýmsir samtímamenn talið hann „mesta skáld sinnar tíðar hér á landi“, svo notað sé orðalag Jóns Þorkelssonar.17 Óneitanlega er eftirtektarvert að skáld sem dáðast er fyrir þýðingar sínar skuli svo skjótt hafa áunnið sér heitið „þjóðskáld“ (að því er virðist meðan hann lifði). Og þegar „Ens enska skálds J. Miltons, Paradísar missir", kemur út í Kaupmannahöfn 1828, er hann á titilsíðu sagður „á íslenzku snúinn af þjóðskáldi íslendinga, Jóni Þorlákssyni.“ Líklega hefur Jón síðastur hlotið nafngiftina „þjóðskáld“ hér á landi áður en áherslubreyting varð á þessu gamla einkunnarorði, sem merkti höfuðskáld eða stórskáld, og það tók að festast við „þá orðlistarmenn sem áhrifaríkast felldu í bragarskorður þjóðernisleg markmið íslendinga og þjóðernislegar kenndir sem bærðust með almenningi."18 Og væntanlega er hann einn um að hafa verið nefndur „þjóðskáld" vegna þýðingaryrkinga. Hitt er svo annað mál að bókmenntasögu- leg staða hans er í litlu samræmi við mikilvægi hans sem rithöfundar, því að hin þjóðlega (rómantíska) bókmenntasaga gerir ekki ráð fyrir þýðingum sem „höfuðverkum". Hún hefur hreinlega ekki margt um þýðingar að segja. VII Sé það rétt að Jón hafi „þýtt“ sig í lykilhlutverk í íslenskum bókmenntum á hinu forrómantíska skeiði, þá má jafnframt spyrja að hve miklu leyti hann semji sig að þeirri „skipan orðræðunnar“ sem þá var uppi. Hafi rómantísk skáld og hugsuðir unnið beint og óbeint að þjóðernislegri bókmenntaskipan er komið var fram á níjándu öld, þá er augjóst að íslenskir upplýsingarmenn (sérdeilis Magnús Stephensen) höfðu líka ákveðið taumhald á menningunni; með upplýsingunni opnuðust alls engar frjálsar flóðgáttir. Bent hefur verið á þeir straumar sem upplýsingarmenn beindu hingað til lands utan úr heimi hafi mest verið úr hófstilltari og guðræknari armi upplýsingarinnar og Helga Gunnarsdóttir nefnir réttilega í ritgerð að lítið fari fyrir hinum róttækari frönsku hugmyndum, þótt vitað sé að ýmsir forvígismenn íslensku upplýsingarinnar áttu aðgang að frönskum menningarheimi.19 Heimir Pálsson gengur jafnvel svo langt í inngangi sínum að nýjasta ritúrvali Jóns að segja verk þau sem Jón Þorláksson þýddi „meinlaus“ , þar eð þau lofsyngi „þá reglu og skipulag sem yfirstéttum íslendinga hentaði best“, enda hafi þau flest verið á borð hans lögð af Magnúsi Stephensen eða öðrum Stefánungum — og ekki sé fjarri lagi 17 Eftirmáli að bókinni Jón Þorláksson 1744-1819-1919. Dánarminning. Reykjvík 1919, s. 235. 18 Hannes Pétursson, Kvœðajylgsni. Um skáldskap eftirJónas Hallgrímsson, Iðunn 1979, s. 7. 19 Ilelga Gunnarsdóttir, „Bókmenntir", Upplýsingin á íslandi, s. 241. á ýföœgl/iiá - LESIÐ MILLI LÍNA 17
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Jón á Bægisá

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jón á Bægisá
https://timarit.is/publication/1166

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.