Jón á Bægisá - 01.11.1994, Qupperneq 18

Jón á Bægisá - 01.11.1994, Qupperneq 18
að kalla Jón „hirðskáld Stefánunga“.20 Mér finnst Heimir stökkva hér fulldjarflega frá yfirvöldunum í skáldverkin. Jón varði langmestum tíma í þýðingu tveggja stórverka, söguljóðanna Para- dise Lost eftir John Milton og DerMessias eftir Friedrich Klopstock. Rétt er að Magnús Stephensen bað Jón að þýða Messías, en hvað sem nútímalesendum kann að finnast um þessa ljóðrænu, viðamiklu (og fremur langdregnu) kviðu, þá tel ég skammsýni að líta á hana fyrst og fremst sem meinlausan lofsöng um það skipulag sem íslenskri yfirstétt kom best. En um það má kannski deila. Hitt viðurkennir svo Heimir að Paradísarmissir barst eftir annarri leið í hendur Jóns. VIII Árið 1790 bárust til íslands tvær bækur sem báðar urðu afdrifaríkar fyrir skáldskapariðju Jóns Þorlákssonar. Önnur var Paradísarmissir [...] eftir Milton í nýútkominni danskri þýðingu eflir J.H. Schönheyder, hin var tíunda bindi Lærdómslistafélagsritanna. í þessu bindi var íslenzk þýðing sem Benedikt Gröndal eldri [...] hafði gert á Musteri mannorðsins eftir Pope, og var kvæðinu snúið undir fornyrðislagi; hin mikla útgáfa eddukvæðanna, sem þá var nýlega hafin, hefur líklega átt sinn þátt í því að hann kjöri þann hátt. Svo farasl Jóni Helgasyni orð í grein sem hann skrifaði fyrir hálfri öld í tilefni af tvöhundruð ára afmæli Jóns Þorlákssonar. Og greinarhöfundur bætir við að danska þýðingin hafi farið til Halldórs Hjálmarssonar konrektors á Hólum, sem var „aldavinur Jóns Þorlákssonar og léði honum bókina. Innan skamms var Jón setztur við að endurkveða hugsýnir Miltons á íslenzku og notaði til þess fornyrðislag á sama hátt og Benedikt Gröndal hafði gert.“21 Frá vissum sjónarhóli kann hér að skipta máli að Jón velur sér þetta viðfangsefni af eigin hvötum — því Paradísarmissir fjallar ekki aðeins um syndafall, heldur um vaifrelsi og alla umgjörð þess, hinar jarðnesku freistingar, nauðsyn þess og unað að tengjast umheiminum á veraldlegan og líkamlegan hátt, með öllum skynfærum sínum. Ég hygg að það sé þetta sem hefur tryggt ljóði Miltons vissan „nútímalegan“ kjarna allar götur síðan og veitt ljóðmáli hans hugmyndalegan grundvöll. Skyldi íslenski presturinn, sem tvisvar hafði „fallið" úr embætti vegna barneignar utan hjónabands og hafði tilhneigingu til veraldlegrar lífsnautnar, gamansemi og annars yndisauka, ekki hafa speglað sig í þessu Ijóði sem í tvíræði sínu dásamar almætttið og syrgir óhlýðni manna og fallinna engla, en gengur þó líka lofsyngjandi með Adam, Evu og lesandanum til móts við jarðiífið og óhjákvæmilegan dauða? Lítum á lokalínur kviðunnar, bæði í stakhendu Miltons22 og fornyrðislagi Jóns23: 20 Heimir Pálsson, „lnngangur“ að Jón Þorláksson, Kvœði. Frumort og þýdd (Úrval), Heimir Pálsson bjó til prentunar, Rannsóknastofnun í bókmenntafræði og Menningarsjóður 1976, s. 38 og 19-20. 21 „Séra Jón Þorláksson. 1744 - 13. des. - 1944“, Ritgerðakorn og rœðuslúfar, Félag íslenzkra stúdenta í Kaupmannahöfn, Reykjavík 1959, s. 160-161. 22 John Milton, Paradise Lost (XII, 1. 646-649), Poetical Works, ritstj. Douglas Bush, Oxford University Press, Oxford og New York 1969, s. 459. 23 Paradísar missir, Kaupmannahöfn 1828, bls. 408 (fært til nútímastafsetningar). á :'iá - TÍMARIT rÝÐENDA 1994 18
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Jón á Bægisá

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jón á Bægisá
https://timarit.is/publication/1166

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.