Jón á Bægisá - 01.09.2003, Page 5
Ritnefnd hefur orðið
Málefni Miðausturlanda hafa svo sannarlega verið í brennidepli á undan-
förnum mánuðum og ber þar hæst stríðið í írak og átök ísraels- og Palest-
ínumanna. En sú mynd sem við fáum í gegnum fjölmiðla er oft á tíðum
yfirborðsleg og við erum ótrúlega fljót að gleyma. í fréttatímanum sjáum
við bregða fyrir myndum af hermönnum í átökum, hrundum mannvirkj-
um og særðu fólki en við skynjum samt ekki nógu vel þann veruleika sem
fólkið býr við, líðan þess og tilfinningar. Sumir vilja jafnvel halda því fram
að stríðin verði til í fjölmiðlunum sem veruleiki í öðru veldi. Bókmennt-
irnar eru hins vegar þess megnugar að færa okkur inn í hugarheim persóna
í fjarlægum menningarheimum og þær gefa okkur allt annað sjónarhorn
en fjölmiðlarnir.
Þegar stríðið aðstríðinu verður eru einkunnarorð sjöunda heftis Jóns á Bœg-
isá en í því er að finna smásögur og ljóð frá Miðausturlöndum auk fræði-
legs efnis. Að öðrum sögum ólöstuðum er sérstaklega mikill fengur í smá-
sögunni Dúkkan mín, broddgölturinn minn og ég. Hún er skrifuð af
ókunnri íranskri skólastúlku og þýdd úr esperantó. Þessi átakanlega saga
lýsir broti úr lífi fátækrar stúlku, hvernig hún tekst á við einsemdina, föð-
urmissinn, reiðina og sorgina og eins og börnum (og rithöfundum) er tamt
þá sveiflast frásögnin á milli ímyndunar og veruleika.
Eins og kunnugt er býðst tungumálafólki að stunda nám í þýðingum og
þýðingafræði við Háskóla íslands og þar er jafnframt starfrækt svokallað
Þýðingasetur sem er þverfagleg rannsóknastofa innan Stofnunar Vigdísar
Finnbogadóttur. Þýðingasetur veitir ráðgjöf og stendur fyrir rannsóknum
og miðlun í þýðingafræðum. Það er vissulega tímabært að störf þýðenda
verði sýnilegri og jafnframt að stuðla að aukinni þekkingu og menntun
þeirra sem stunda þýðingar, hvort sem um er að ræða bókmenntaþýðing-
ar eða faglegar þýðingar. í háskólasamfélaginu fer fram mikil umræða og
nýsköpun sem er mikilvæg í öllum fræðigreinum og er hin nýja deild í
á .JBœyáiá — Þegar stríð að striðinu verður
3