Jón á Bægisá - 01.09.2003, Page 5

Jón á Bægisá - 01.09.2003, Page 5
Ritnefnd hefur orðið Málefni Miðausturlanda hafa svo sannarlega verið í brennidepli á undan- förnum mánuðum og ber þar hæst stríðið í írak og átök ísraels- og Palest- ínumanna. En sú mynd sem við fáum í gegnum fjölmiðla er oft á tíðum yfirborðsleg og við erum ótrúlega fljót að gleyma. í fréttatímanum sjáum við bregða fyrir myndum af hermönnum í átökum, hrundum mannvirkj- um og særðu fólki en við skynjum samt ekki nógu vel þann veruleika sem fólkið býr við, líðan þess og tilfinningar. Sumir vilja jafnvel halda því fram að stríðin verði til í fjölmiðlunum sem veruleiki í öðru veldi. Bókmennt- irnar eru hins vegar þess megnugar að færa okkur inn í hugarheim persóna í fjarlægum menningarheimum og þær gefa okkur allt annað sjónarhorn en fjölmiðlarnir. Þegar stríðið aðstríðinu verður eru einkunnarorð sjöunda heftis Jóns á Bœg- isá en í því er að finna smásögur og ljóð frá Miðausturlöndum auk fræði- legs efnis. Að öðrum sögum ólöstuðum er sérstaklega mikill fengur í smá- sögunni Dúkkan mín, broddgölturinn minn og ég. Hún er skrifuð af ókunnri íranskri skólastúlku og þýdd úr esperantó. Þessi átakanlega saga lýsir broti úr lífi fátækrar stúlku, hvernig hún tekst á við einsemdina, föð- urmissinn, reiðina og sorgina og eins og börnum (og rithöfundum) er tamt þá sveiflast frásögnin á milli ímyndunar og veruleika. Eins og kunnugt er býðst tungumálafólki að stunda nám í þýðingum og þýðingafræði við Háskóla íslands og þar er jafnframt starfrækt svokallað Þýðingasetur sem er þverfagleg rannsóknastofa innan Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur. Þýðingasetur veitir ráðgjöf og stendur fyrir rannsóknum og miðlun í þýðingafræðum. Það er vissulega tímabært að störf þýðenda verði sýnilegri og jafnframt að stuðla að aukinni þekkingu og menntun þeirra sem stunda þýðingar, hvort sem um er að ræða bókmenntaþýðing- ar eða faglegar þýðingar. í háskólasamfélaginu fer fram mikil umræða og nýsköpun sem er mikilvæg í öllum fræðigreinum og er hin nýja deild í á .JBœyáiá — Þegar stríð að striðinu verður 3
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Jón á Bægisá

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Jón á Bægisá
https://timarit.is/publication/1166

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.