Jón á Bægisá - 01.09.2003, Page 8

Jón á Bægisá - 01.09.2003, Page 8
Ókunn írönsk skólastúlka Ég græt alla nóttina, fram á morgun. Mamma fer ekki í vinnuna, held- ur fylgir mér í skólann. „f guðanna bænum láttu hana hafa þau aftur,“ segir mamma bænarrómi við kennslukonuna. „Við erum ekki það vel stæð að við getum keypt nýja dúkku handa henni.“ Frökenin lætur mig fá dúkkuna og broddgöltinn aft- ur. „Hvað þýðir að vera vel stæður?“ spyr ég mömmu. Þegar við erum komin heim þá biðja dúkkan og broddgölturinn mig um að koma í „skólaleik". Ég fræði þau um bókmenntir. Svo fer ég að kenna þeim að reikna. Þá sé ég að dúkkan fer með hendurnar niður í pok- ann sinn. „Hvað vantar þig?“ spyr ég. „Ég ætla að ná í tvinna til þess að búa til hár á dúkkuna mína,“ svarar hún. Það fykur í mig eins og vant er, því að hún er alltaf svo öfundsjúk. Mamma kemur snemma heim úr vinnunni og þá getum við ekki leikið okkur lengur. Ég opna stílabókina og skrifa „DÚKKA“ á heila síðu og svo skrifa ég aðra heila síðu þar sem stendur bara „BRODDGÖLTUR“ í stað- inn fyrir það sem mér var sagt að skrifa heima. Dúkkan mín og broddgölt- urinn opna líka sínar stílabækur. Ég segi þeim hvernig þau eigi að skrifa nafnið sitt en þau skrifa ekki neitt heldur leika sér og teikna bara það sem þeim dettur í hug. Þau eru svo vitlaus! Dúkkan teiknar tvö stór fjöll. Tind- urinn á öðru þeirra er fjólublár. En sólin er að koma upp bakvið hinn tind- inn. Það er ríðandi maður á leið yfir fjöllin. Hjá öðru fjallinu er pínulítill brunnur. Dúkkan mín heldur að hann sé stór og djúp á, full af rauðum fiskum. Það er manneskja að synda í ánni. Þarna eru gæsir með síli í gogg- inum. Þær eru búnar að éta helminginn en spýta afganginum út úr sér. Það er fullt af kúm á árbakkanum og þarna er líka hænsnahópur. Dúkk- an mín heldur að það sé annað eins af hænsnum inni í kofanum sem má sjá á árbakkanum. Það liggja nokkrar svartskjöldóttar beljur á túnbletti og teygja úr skönkunum. Kringum þær er girðing úr timbri. „Af hverju ætli kýrnar liggi svona út um allt eins og hráviði?" spyr dúkkan. Hún hugsar sig um svolitla stund og svarar sér svo sjálf: „Ertu ekki búin að sjá gæsirn- ar sem liggja þarna og teygja úr löppunum?“ „Jú“, svara ég. „Jæja,“ bætir hún við, „sérðu ekki að kýrnar gera það líka?“ ,Af hverju varstu að teikna þetta?“ „Ég sá landslag líkt þessu þegar þú varst að lesa fyrir okkur í sögubók- inni í gær,“ svarar dúkkan. Ég yrði ekki hissa þó að dúkkan mín yrði ein- hvern tíman frægur listmálari. En broddgölturinn, asninn sá arna, hann teiknaði ekkert nema tvö löng strik, og á milli þeirra voru mörg mislit 6 á Æœýf/rU/, — Tímarit þýðenda nr 7 / 2003
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Jón á Bægisá

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Jón á Bægisá
https://timarit.is/publication/1166

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.