Jón á Bægisá - 01.09.2003, Page 10

Jón á Bægisá - 01.09.2003, Page 10
Ókunn Irönsk skólastúlka er kolniðamyrkur alls staðar. Pabbi heldur á blysi og ber það upp að and- litinu á mér. Mig logsvíður í framan. „Hvar eru fötin mín?“ öskrar hann. Ég æpi upp úr svefninum og vakna með andfælum. Vesalings dúkkan mín og broddgölturinn verða logandi hrædd og hlaupa æpandi burt. Ég ákveð að fara aldrei framar í föt af dánu fólki. I gær þegar ég var komin heim úr kirkjugarðinum gróf ég litla gröf í blómabeð og lét ofan í hana allt sem var á kerrunni. A eftir fórum við öll að gráta hjá gröfinni, dúkkan, broddgölturinn og ég. Þegar ég toga í hárið á mér verður dúkkan óð af öfundsýki. Margar litlar blöðrur koma fram kringum munninn á mömmu núna þeg- ar hún liggur í hitapest. Hún fær líka beinverki. Ég sýð handa henni hrís- grjón. Hún hefur ekki efni á því að fara til læknis. Þegar hrísgrjónin eru soðin fer ég inn í eldhús að sækja þau. Þá sé ég að dúkkan er að háma þau í sig en broddgölturinn leikur sér að lokinu á pottinum. Ég lem þau bæði með beltinu hennar mömmu. „En við vorum bara í gestaleik,“ segir dúkk- an og reynir að afsaka sig. Fyrir nokkrum dögum fann ég hest á götunni og stakk honum í vasann. í morgun tók ég eftir því að hesturinn var búinn að éta upp til agna vas- ann á treyjunni minni. Hann át líka gat á peysuna sem kennslukonan var í. Hún lúbarði mig út af því. Bannsettur asni getur þetta hestfífl verið! „Þú átt að éta gras,“ segi ég við hann. „Hvernig er það á litinn?“ spyr hesturinn. „Það er grænt,“ svara ég. Nú étur hann allt sem er grænt. í dag teiknar kennslukonan sveitalandslag á töfluna. Allt í einu kem ég auga á hestinn sem hámar í sig grængresið, svo stekkur hann niður á kenn- araborðið. „Skammastu þín, bikkjan þín,“ hvæsi ég á hann. „Mæðradagurinn er á næstunni, reynið þið nú að gera eitthvað," segir kennslukonan. Ég stend á fætur og ætla út. Kennslukonan horfir reiði- lega á mig gegnum gleraugun. Ég sný strax við og skríð undir borðið mitt. Þegar ég er komin þangað skipa ég hestinum og broddgeltinum að safna saman litastubbum sem liggja á gólfinu og láta mig hafa þá. Eftir svolitla stund kemur hesturinn með rauðan stubb í kjaftinum. Hann hefur stolið honum frá einhverjum krakkanum. Um leið hrín hesturinn. Kennslukonan eltir hann. Hesturinn sér það og stekkur um- svifalaust út um gluggann. Þegar ég kem heim sé ég að hesturinn hef- ur gróðursett stubbinn og vökvað hann með því að fylla munninn af 8 á .Say/.já — Tímarit rýðenda nr. 7 / 2003
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Jón á Bægisá

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Jón á Bægisá
https://timarit.is/publication/1166

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.