Jón á Bægisá - 01.09.2003, Síða 14

Jón á Bægisá - 01.09.2003, Síða 14
Ókunn írönsk skólastúlka „Stoppið þið,“ skipa ég þeim. Fyrst verða þau hissa, en þegar þau sjá byssuna hlaupa þau burt. Ég skýt á eftir þeim og þau detta bæði niður. Veslingarnir. Þegar ég ætla að jarða þau eru hendurnar á þeim ennþá heit- ar, alveg eins og á unglingnum. Hendurnar á honum voru ennþá heitar þegar hann var grafmn. I dag kemur konan sem á húsið inn til okkar. Mamma fer að skjálfa af hræðslu og sendir mig út í búð eftir kökum handa konunni. Hún brosir og fer að skrafa við mömmu. Ég bið þá konuna um að bretta upp ermina og hún gerir það. Þá sting ég hana allt í einu með broddgeltinum og hleyp svo burt. Hún stendur á fætur og lemur mömmu í brjóstið með krepptum hnefa og minnir hana á að hún hafi ekki borgað neina leigu í þrjá mánuði. Svo nær konan sér í lurk og ætlar að berja mig en fmnur mig hvergi því ég hef falið mig bakvið tré og bíð eftir að hún fari burt. í dag fékk ég einkunnabókina mína. Mikið hafði ég beðið kennarann heitt að leyfa mér að komast upp úr bekknum. Móðir mín ákveður að samgleðj- ast dóttur sinni með því að fara með mér í skemmtigarð bæjarins. „Viltu koma í rauðan skemmtigarð," segi ég bænarrómi við mömmu. „Rauðan garð,“ segir hún undrandi. „Hvað áttu við með rauðum garði?“ Ég stappa niður fótunum af óþoiinmæði og sest svo niður. „En allir garðar eru grænir,“ segir hún og snýr upp á eyrun á mér. Ég tek hana trúanlega og labba áfram. I garðinum ætla ég að fá mér vatn að drekka, en kraninn er ekki skrúfaður, heldur á að ýta á hann og ég veit ekki hvernig á að fara að því. Ég spyr dúkkuna og broddgöltinn en þau vita það ekki heldur. Þá fýkur í mig: „Það er til lítils að vera að senda ykkur í skóla. Þið bara stækkið og blásið út en getið ekki einu sinni náð vatni úr krana!“ „En elsku mamma,“ segir dúkkan, „mig hefur aðeins einu sinni dreymt um skemmtigarð og hann var allt öðruvísi en þessi hérna. I honum voru öll trén og líka grasið rautt. Ég drakk ekkert vatn þar.“ Þarna sjáið þið hverskonar ómerkilegur lygalaupur dúkkan er. Mamma mín er nýbúin að segja að það séu bara til grænir garðar. „Þið eruð varla mjög þyrst, svei ykk- ur.“ Ég bölva þeim og lem þau með trjágrein. Strákdrullusokkur, sem er þarna nærri, hendir boltanum sínum í bakið á mér. Ég sný mér öskuill að honum og hvessi á hann augun: „Djöfulsins betlarastelpufíflið þitt,“ hrópar hann til mín. Ég hefni mín með því að stinga gat á boltann með broddgeltinum. „Fordekraða, heilalausa burgeisabarn," kalla ég á móti og held svo áfram að leika mér. Svo förum við aftur til mömmu. Vesalings mömmu! Hún er sofnuð með höfuðið niðri á bringu. Ég legg hendurnar um hálsinn á henni 12 á jO/'/y/.já — TIMARIT ÞÝÐENDA NR. ~J / 2003
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Jón á Bægisá

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jón á Bægisá
https://timarit.is/publication/1166

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.