Jón á Bægisá - 01.09.2003, Page 20

Jón á Bægisá - 01.09.2003, Page 20
Havah Ha-Levi þær einhvers konar sendiboðar hinna eða tengiliðir þorpsins við umheim- inn. Þær gengu oft um samyrkjubúið og ég man ekki eftir að þær gerðu annað en að tína moskurósarblöð eða khúbeizablöð, sem mikið óx af í veg- köntunum. Þegar við spurðum hvers vegna þær tíndu moskurósirnar var okkur sagt að arabarnir syðu af þeim laufin og borðuðu þau. Þannig atvik- aðist það, að það fyrsta sem ég vissi um araba var að þeir borða khúbeiza. Auðvitað vissi ég líka að þeir riðu úlföldum, úlfaldalestir áttu iðulega leið um kíbbúts okkar og áðu þar stundum. Ég vissi líka að þeir riðu ösnum eftir hvíta veginum sem sennilega nær á heimsenda. En á þessum tímum voru hér einnig breskir hermenn úr hernámsliðinu og ástralskir hermenn (þetta var á dögum síðari heimsstyrjaldarinnar) og því greiptist það í barnshug minn að landið ísrael værum við og svo ýmsir sem hér ættu leið um: Arabar, Bretar, Astralíumenn. Um þetta leyti hurfu þeir allir og ég veitti því eiginlega enga athygli. Auðvitað var mikið rætt um brottför Breta í útvarpinu og innan samyrkju- búsins. En hvað hitt varðar - að Hadídja og Hanífa hættu að láta sjá sig - þá er ætíð svo margt sem gerist í veröld barnsins, að það tekur því sem sjálfsögðum hlut að fólk birtist og hverfi af sjónarsviðinu. Seinna komst ég að því að þorpið hafði verið jafnað við jörðu og ég varð dálítið hrædd. Ég gleymdi þessu þó brátt og mörg ár liðu uns Sarkas kom mér aftur fyrir sjónir sem bústaður lifandi fólks. Samyrkjubúið gerði þorpsrústirnar að ruslahaug. Ég veit ekki hver fyrst uppgötvaði að í miðjum rústunum, rykinu og ólyktinni stóð mórberjatré. Risastórt mórberjatré sem bar á sumrin afarstór ber, svartblá og gómsæt. Mórberjatrén á samyrkjubúinu voru vökvuð of milcið og það var svolítið vatnsbragð af berjunum, þau voru líka of há til þess að hægt væri að klifra upp í þau. En þetta mórberjatré var lágvaxið og breiddi úr limi sínu og greinarnar svignuðu undan berjunum og það gladdi litla stúlku sem var hæglát og heldur stirðbusaleg en var sólgin í mórber. Þannig atvikaðist það, að við fórum á hverjum laugardegi að mórberjatrénu, stóðum tímun- um saman undir því og átum berin og komum heim berjablá í framan og um hendurnar af dökkum mórberjasafanum. Aldrei, ekki í eitt einasta skipti, meðan við stóðum þarna í rústunum og rykinu undir brennandi geislum sólarinnar, töluðum við eða hugsuðum um íbúa Sarkas sem hér höfðu átt heima: Hvar eru þeir? Hvað varð um þá? Hvers vegna hurfu þeir á brott? Ur fimmtán ára fjarlægð, eftir fimmtán ára pólitíska þrautagöngu, horfi ég á þessi börn úða upp í sig mórberjum í rústum af gereyddu þorpi, og ég get ekki skilið okkur. Hvernig gátum við þetta? Hví vorum við slegin þess- ari blindu? 18 fa/i á - Tímarit i>ýðenda nr. 7 / 2003
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Jón á Bægisá

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Jón á Bægisá
https://timarit.is/publication/1166

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.