Jón á Bægisá - 01.09.2003, Qupperneq 56

Jón á Bægisá - 01.09.2003, Qupperneq 56
Auðna HöddJónatansdóttir og Rannveigjónsdóttir efnis þýtt, en um 50% hjá Bjarti. Enskan og Norðurlandamálin eru ráð- andi en Norðurlandamálin njóta samnorrænna styrkja sem hvetja til út- gáfu norræns efnis. Hinsvegar er skortur á þýðingum austurlenskra bók- mennta, t.d. kínverskra og japanskra. Forlögin virðast ekki hafa sérstaka stefnu gagnvart klámi og bölvi. Ef til vill mætti segja að þýðendum sé ritstýrt að einhverju marki, en prófarka- lestur er óneitanlega nauðsynlegur. Til gamans má geta að samkvæmt þýskri rannsókn finnast að meðaltali u.þ.b. tvær villur á hverri blaðsíðu þýddra fagurbókmennta við prófarkalestur. Það kom nokkuð á óvart hversu óumdeildur höfundarétturinn er í þess- um flokki þýðinga. Allir virðast þekkja landsins lög og reglur og fara eftir þeim en þögult samkomulag virðist gilda milli höfunda, forlaga og þýð- enda um hversu langt megi bregða út frá þessu. Yfirleitt er þó allt löngu komið úr höndum höfundanna í hendur forlaga og umboðsmanna þegar að þýðingu kemur og virðist það kerfi henta öllum aðilum ágætlega. Höf- undar fá fasta prósentu af réttindagreiðslum og það er afar sjaldgæft að þeir séu eitthvað með puttana í þýðingunni. Að vísu eru flestir höfundarnir mjög glaðir og þakklátir ef leitað er til þeirra í sambandi við þýðinguna. Höfundar geta í raun réttri neitað þýðingu, en flestir vilja þó láta þýða verk sín á sem flest tungumál. Þýðandinn á sína vinnu — eða þýðinguna — en forlagið á hins vegar kröfu í þýðinguna. Þýðandinn gæti því neitað að leyfa forlaginu að gefa þýðinguna sína út ef hann endurgreiddi launin sín. Hinsvegar væri næsta ómögulegt fyr- ir hann að ætla að gefa hana út hjá öðru forlagi; það myndi þýða málaferli — trúnaðarbrest milli forlaga — upprunalega forlagið myndi vilja endurheimta kostnaðinn sem það lagði í verkefnið, með vöxtum, o.s.frv. Þegar forlag kaupir þýðingarréttinn að bók þarf að semja sérstaklega um réttinn að bókarkápunni. Stundum fylgir hann með í samningunum en stundum þarf að kaupa hann sérstaklega. Rétturinn að henni tilheyrir jafn- vel ekki sama fyrirtæki og bókin sjálf. Hjá Eddu er reynt að halda kápu ef hún hefur farið víða - því þá er vitað að hún er „seller“. Svo er töluvert um að plaköt úr bíómyndum verði að bókarkápum. Þá þarf að semja við kvik- myndafyrirtækin og það getur verið snúið. Einnig láta forlög stundum hanna nýjar kápur á þýðingarnar. Snæbjörn í Bjarti segir að þar sem hann er einn í fyrirtækinu sé of tímafrekt fyrir hann að standa í þessu. Því valdi hann eitt form fyrir allar bækurnar frá fyrirtækinu og sparar það bæði tíma og peninga, auk þess sem það gefur bókunum frá Bjarti ákveðinn heildar- svip. íslenski þýðandinn á höfundaréttinn að sinni vinnu, eða íslenska text- anum. Þetta þýðir að ef forlagið vill endurútgefa verkið þarf að borga þýð- 54 á - Tímarit þýðenda nr. 7 / 2003
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Jón á Bægisá

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jón á Bægisá
https://timarit.is/publication/1166

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.