Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2011, Side 7

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2011, Side 7
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 5. tbl. 87. árg. 2011 3 Í lok septembermánaðar hittust um 200 hjúkrunarfræðingar á Akureyri á ráð­ stefnunni Hjúkrun 2011, Öryggi – gæði – forvarnir. Yfir vötnum sveif andi fræði­ mennsku, fagmennsku og framsýni. Alls voru flutt 75 erindi, vinnusmiðjur voru 10 og veggspjöld yfir 40. Vandi þeirra sem sóttu ráðstefnuna var að velja úr öllum þessum áhugaverðu kynningum. Fjallað var um fagmennsku, starfsumhverfi og líðan, hjúkrun og ofbeldi, aldraða, sjúklingafræðslu, heilbrigðisþjónustu og stjórnun, verki og verkjameðferð, meðgöngu og fæðingu, hjúkrun og krabbamein, börn og unglinga, og fjölda margt annað. Fjölbreytileikinn í rannsóknum hjúkrunarfræðinga er mikill og sýnir að hjúkrun og hjúkrunarfræðingar snerta alla þætti lífs einstaklinga, fjölskyldna og samfélaga, á öllum tímum. Grunnurinn í rannsóknunum var í raun ætíð hinn sami, það er að auka gæði hjúkrunarinnar skjólstæðingunum til hagsbóta. Til að gefa nokkra innsýn í þann mikla fróðleik og þær fjölbreyttu rannsóknaniðurstöður, sem kynntar voru á ráðstefnunni, nefni ég hér fáeina þætti: • Jákvætt viðhorf, þekking og færni, og stuðningur stjórnenda auðveldar hjúkrunarfræðingum að veita gagn­ reynda hjúkrun. • Dreifbýlisbúar taka að meðaltali 3,8 lyf en þéttbýlisbúar 4,0. • 70% hjúkrunarfræðinga á Landspítala (LSH) telja vinnuálag þar mikið eða mjög mikið. • Veikindi eru tíðari hjá hjúkrunar fræðingum en öðrum starfshópum á LSH. • Hjúkrunarfræðingar eru truflaðir við verk sín 22 sinnum á hverri klukkustund og færa sig 16 sinnum á milli staða á hverri klukkustund. • Meðalkostnaður við að missa einn reyndan hjúkrunarfræðing úr vinnu samsvarar árslaunum viðkomandi. • Konur, sem verða fyrir kynferðislegu ofbeldi í æsku, beina tilfinningum sínum oftast inn á við en karlar, sem verða fyrir kynferðislegu ofbeldi í æsku, beina fremur tilfinningum sínum út á við. • Hrós deildarstjóra bætir starfsanda og starfsánægju hjúkrunarfræðinga, eykur hollustu þeirra við vinnustaðinn og dregur úr líkum á því að þeir hætti störfum. • Þriðjungur deildarstjóra segir að verkir hafi áhrif á daglegt líf sitt. • Sjúklingar, sem fara í skurðaðgerðir á LSH, fasta að jafnaði lengur en nauðsynlegt er og fá ólíkar leiðbeiningar frá starfsfólki. • Í þriðjungi 10. bekkja grunnskóla á Íslandi er tóbaksvörnum ekki sinnt. • Algengustu vandamál aðstandenda sjúklinga með illkynja sjúkdóma voru þreyta, breyttur persónuleiki sjúklings, ótti og óvissa um framtíðina. • Endurinnlagnir á LSH hafa aukist á undanförnum árum. Með aukinni þekkingu og tækni verður sérhæfing í hjúkrun sífellt meiri. Ráð­ stefnur eins og Hjúkrun 2011, þar sem hjúkrunarfræðingar af mismunandi sér­ sviðum hjúkrunar kynna rannsóknir sínar og störf, auka án efa víðsýni hjúkrunar­ fræðinga og virðingu þeirra fyrir störfum annarra. Þó gleði og bjartsýni hafi einkennt ofangreinda ráðstefnu verður ekki horft fram hjá því að hættur samfara niðurskurði og undirmönnun steðja enn að okkur. Í byrjun þessa mánaðar lagði fjármálaráðherra fram frumvarp til fjárlaga fyrir árið 2012. Þar er enn boðaður verulegur niðurskurður í heilbrigðisþjónustunni, fjórða árið í röð. Viðbrögð forstjóra, sem fyrir efnahagshrunið hagræddu eins og mögulegt var og eftir hrun hafa skorið látlaust niður, eru að loka þurfi deildum eða jafnvel heilu stofnununum og segja upp starfsfólki. Þjónusta verður skert og öryggi sjúklinga verður ógnað, ekki aðeins vegna ónógrar mönnunar og óheppilegrar samsetningar mannaflans heldur einnig vegna óviðunandi tækjabúnaðar, ófullnægjandi starfsumhverfis og sýkingavarna, og fleiri þátta. Á næstu árum verða Íslendingar, eins og flestar aðrar þjóðir heims, að fást við: • ónógar fjárveitingar til heilbrigðismála, • það verkefni að fjölga hjúkrunar­ fræðingum og halda í þá sem fyrir eru en nú vantar um tvær milljónir hjúkrunarfræðinga á heimsvísu, • nauðsyn þess að skapa jákvætt starfsumhverfi en rannsóknir hafa sýnt óyggjandi tengsl á milli starfsumhverfis hjúkrunarfræðinga og starfsánægju þeirra auk meiri gæða þjónustunnar og meira öryggis sjúklinga, • mat á vinnuálagi hjúkrunarfræðinga, bæði er varðar magn og gæði vinnunnar, • að styrkja stjórnun og stjórnendur í hjúkrun og heilbrigðisþjónustunni almennt, • og að meta reglulega þörf fyrir mannafla og gera áætlanir um hvernig þeirri þörf verður sinnt. Í stefnu Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga í hjúkrunar­ og heilbrigðismálum til ársins 2020, sem samþykkt var á aðalfundi félagsins í maí síðastliðnum, er fjallað um marga ofangreinda þætti. Stjórn félagsins vinnur nú einnig að undirbúningi könnunar meðal félagsmanna á viðhorfum þeirra til fjölmargra þátta er varða menntun þeirra, störf, kjör og fleira. Niðurstöður könnunarinnar verða leiðarljós stjórnarinnar í störfum hennar og áherslum næstu misserin. Til að félagið og hjúkrunarfræðingar geti sótt fram er mikilvægt að þátttaka í könnuninni verði mikil þannig að raunsönn mynd fáist af viðhorfum hjúkrunarfræðinga. Það er sameiginlegt verkefni allra hjúkrunarfræðinga að standa vörð um og styrkja hjúkrunarþjónustu í landinu og að standa vörð um og styrkja stöðu hjúkrunarfræðinga í heilbrigðiskerfinu. FRÆÐIMENNSKA, FAGMENNSKA, FRAMSÝNI Formannspistill Elsa B. Friðfinnsdóttir. Opið virka daga kl. 9 -18 og á laugardögum kl. 11 - 16 • Stórhöfða 25 • Sími 569 3100 • eirberg.is Quattro Plus loftdýnan • Afléttir þrýstingi til varnar legusárum • Eykur þægindi, auðveldar hvíld og slökun • Hljóðlaus og einföld í notkun Guldmann - Endingargóði lyftarinn • Ný og falleg hönnun • Rafglenna á hjólastelli • Seglupphengi (herðatré) auðvelt í notkun Clean fyrir sturtu og salerni • Léttur og aðgengilegur stóll • Úrval aukahluta • Endingargóður og traustur Taurus göngugrindin • Hæðarstilling með gaspumpu • Hægt að nota í sturtu • Fyrir heimili og stofnanir Stiegelmeyer hjúkrunarrúmin • Vönduð rúm fyrir heimili og stofnanir • Fjórskiptur rafdrifinn leguflötur • Fjölbreytt úrval – hagstætt verð Vandaðar vörur fyrir heilbrigðisstofnanir og heimili Þjónusta er byggir á þekkingu og gæðum

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.