Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2011, Blaðsíða 42

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2011, Blaðsíða 42
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 5. tbl. 87. árg. 201138 11. september sl. voru tíu ár liðin síðan tveimur flugvélum var flogið á turnana tvo í New York. Um þetta ofbeldisverk hefur margt verið skrifað. Hér er kynnt bók um konurnar sem tóku þátt í björgunaraðgerðum í rústunum. Strax í upphafi fjölluðu dagblöð og sjónvarpsstöðvar um hetjudáð ýmissa björgunarmanna og var gjarnan hampað karlmennskunni sem þeir sýndu af sér. Mikið var gert úr bræðralagi björgunar­ manna. Tvær konur á vesturströnd Bandaríkjanna fylgdust með frétta­ flutningnum úr fjarlægð og fóru snemma að velta fyrir sér hvort engar konur tækju þátt í björgunarstarfinu. Ekki var svo að sjá í umfjölluninni. Þær gerðu sér þó grein fyrir að þetta gæti ekki staðist. Susan Hagen er sjálf sjúkraflutningamaður og Mary Carouba er félagsráðgjafi og hafði í starfi sínu hitt fjölda kvenna í lögreglu­ og björgunarstörfum. Þær hörmuðu þennan fréttaflutning og óttuðust að áratugastarf við að koma fleiri konum í slík störf væri nú fyrir bí. Einnig fannst þeim leitt ef sögur þeirra kvenna, sem hlytu að fyrirfinnast við hlið björgunarkarlanna, myndu gleymast. Nokkrum vikum eftir hryðjuverkin fóru þær því eins og leið lá til New York til að leita kvenhetjurnar uppi. Úr þessum leiðangri varð til bók þar sem sögur þrjátíu og þriggja kvenna eru sagðar. Þær Susan og Mary fóru af stað án þess að hafa neinar upplýsingar um þátt kvenna en gátu smám saman safnað nöfnum á listann. Að lokum reyndust vera á honum fjórtán lögreglukonur, átta slökkviliðskonur og átta í sjúkraflutningum, flestar þeirra þó undir yfirstjórn slökkviliðs. Að auki var tekið viðtal við konu í Hjálpræðishernum, verkfræðing í hernum og fréttakonu. Viðtalið við Sue Keane er dæmigert á margan hátt þó að hún hafi verið sérstaklega vel undir það búin að lenda í slíkum aðstæðum. Hún hefur áratuga reynslu af hermennsku og lögreglustörfum og náði að nýta þjálfun sína þannig að hún gat haft stjórn á hræðslunni. Lýsing hennar á hvernig hún varð oftar en einu sinni fyrir höggbylgjum af völdum sprengna í turnunum er mjög átakanleg. Hún ráfaði um húsarústirnar í marga klukkutíma í leit að fólki. Oft munaði mjóu að hún lenti undir braki en Women at ground zero: Stories of courage and compassion. Höfundar: Susan Hagen og Mary Carouba. Útgefandi: Storybook Press, útgáfustað vantar. ISBN: 978­0­9818149­0­2. Bókin er 312 bls. einhvern veginn tókst henni að komast úr þessum raunum án teljandi áverka. Loks voru augu hennar orðin svo full af sóti og ryki að hún var hætt að sjá og þurfti að leita aðstoðar. Tvennt af því sem hún segir endurómar hjá mörgum viðmælendum bókarinnar. Í fyrsta lagi var það sérkennileg reynsla að fara á móti straumnum; fara að húsunum þegar allir voru að flýta sér úr hættunni. Íslenskur blaðamaður sagði það sama í nýlegu útvarpsviðtali. Í öðru lagi hefur hún mikið samviskubit yfir að vera lifandi. Þetta er böl hermannsins en einnig þeirra sem lifa af slys. Þó að hún hafi ekki getað vitað við hvaða dyr dauðinn beið er það henni samt erfitt að hugsa til fólksins sem hún sagði að fara í ákveðna átt en sást síðan aldrei aftur. Samkvæmt upplýsingum, sem höfundur þessarar greinar hefur ekki getað fengið staðfestar, létust ellefu hjúkrunarfræðingar af völdum voðaverksins 11. september. Sumir þeirra drýgðu eflaust ekki neinar hetjudáðir heldur urðu fyrir árás hryðju­ verkamannanna eins og aðrir borgarar. Margir hjúkrunarfræðingar tóku einnig þátt í björgunarstarfinu með einum eða öðrum hætti. Flestir tóku á móti slösuðum á sjúkrahúsum en nokkrir voru á vettvangi. Molly Shotzberger frá Hjálpræðishernum segir til dæmis stuttlega frá hjúkrunarfræðingi sem mætti á staðinn og vildi gerast sjálfboðaliði. Í bókinni er sögð saga Kathy Mazza en hún var hjúkrunarfræðingur. Hún var reyndar hætt störfum sem skurðstofu­ hjúkrunarfræðingur nokkrum árum áður og starfaði nú í lögregluliði hafnaryfirvalda. BÓKARKYNNING Christer Magnusson, christer@hjukrun.is BJÖRGUNARKONUR Í ELDLÍNUNNI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.