Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2011, Blaðsíða 54

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2011, Blaðsíða 54
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 5. tbl. 87. árg. 201150 við eða mega lögum samkvæmt ekki sinna (Spilsbury og Meyer, 2004). Lykillinn að góðri úthlutun verkefna hjúkrunarfræðinga er að þekkja starfskyldur hlutaðeigandi starfsmanna, þekkingu þeirra og færni, gagnkvæmt traust samstarfsaðila og árangursrík samskipti (Bittner og Gravlin, 2009; Gran­Moravec og Hughes, 2005; Potter o.fl., 2010; Potter og Grant, 2004). Góð úthlutun verkefna og þar með gott samstarf gerir vinnuna skilvirkari og gefur starfsmönnum tækifæri til að vaxa í starfi. AÐFERÐ Um eigindlega rannsókn var að ræða með rýnihópaviðtölum. Markmið rannsóknarinnar var að kanna reynslu sjúkraliða af vinnu og vinnuumhverfi sínu og hvað betur má fara svo veita megi sjúklingum skilvirkari hjúkrun. Tilgangurinn var að greina nýtingu þekkingar og mannafla sjúkraliða með því að varpa ljósi á vinnu og vinnuumhverfi þeirra. Meginrannsóknarspurningin var: Hvernig skynja sjúkraliðar vinnu sína og vinnuumhverfi og hvernig má gera vinnu þeirra á bráðalegudeildum skilvirkari? Viðtalsrammi byggður á fræðilegu yfirliti var mótaður með rannsóknarspurninguna í huga. Meginþættir hans voru: 1) vinnuumhverfi, 2) tafir og truflanir, 3) starfskröfur, 4) skipulag og stjórnun, 5) félagsleg samskipti. Þátttakendur Þátttakendur í rannsókninni voru 21 sjúkraliði af lyflækninga­ sviði I og skurðlækningasviði á LSH. Við val í rýnihópa var haft samband við deildastjóra bráðalegudeilda sem gáfu upp nöfn sjúkraliða sem uppfylltu valviðmið. Valviðmið þátttöku voru að vera í a.m.k. 60% starfi og ekki eingöngu á næturvöktum, að hafa a.m.k. þriggja ára starfsreynslu á sviðinu og að tala íslensku. Rannsakandi valdi af handahófi þátttakendur úr hópi þeirra sem uppfylltu valviðmið og bauð þeim að taka þátt í einum af þremur rýnihópum um vinnu og vinnuumhverfi sjúkraliða. Leyfi siðanefndar stjórnsýslurannsókna á LSH lá fyrir (erindi 06/2008) og rannsóknin var tilkynnt Persónuvernd (nr. S3838/2008). Gagnasöfnun Rannsakandi hafði samband við væntanlega þátttakendur símleiðis og sendi kynningarbréf til þeirra sem höfðu áhuga á að taka þátt í rannsókninni. Þátttakendur gáfu skriflegt upplýst samþykki fyrir þátttöku. Þeim var skipt í þrjá rýnihópa þannig að í hverjum rýnihóp voru sjúkraliðar frá fleiri en einni deild og báðum sviðum. Hver hópur hittist einu sinni og tóku viðtölin 60­74 mínútur hvert. Rannsakandi lagði upp með viðtalsramma og var sami ramminn notaður í öllum þremur rýnihópunum. Viðtölin voru tekin á tímabilinu 25. mars til 3. apríl 2008. Auk rannsakanda tók aðstoðarmaður þátt í öllum rýnihópaviðtölunum. Á meðan á viðtölunum stóð hafði aðstoðarmaður það hlutverk að fylgjast með og punkta hjá sér mikilvæg atriði sem komu fram í viðtalinu. Í lok hvers viðtals báru rannsakandi og aðstoðarmaður saman bækur sínar og skráðu athugasemdir sem komu í ljós í viðtalinu. Úrvinnsla gagna Viðtölin voru rituð upp orðrétt og efni þeirra fyrst greint eftir þáttunum fimm sem notaðir voru í viðtalsrammanum. Greindar tilvísanir úr svörum þátttakenda voru næst flokkaðar og túlkaðar (Graneheim og Lundman, 2004). Viðtölin voru innihaldsgreind af tveimur rannsakendum. NIÐURSTÖÐUR Úr svörum þátttakenda voru greind þrjú þemu: 1) samstarf og nýting þekkingar; 2) styðjandi vinnuumhverfi; 3) umfang starfs. Þemun byggjast á tilvísunum úr viðtölunum. Í töflu 1 má sjá þemu og flokka ásamt tilvísunum, sem liggja til grundvallar, úr rýnihópaviðtölunum. Þemað samstarf og nýting þekkingar byggist á tilvísunum sem flokkuðust í: a) samstarf og b) verkferla. Þemað styðjandi vinnuumhverfi byggist á tilvísunum sem flokkuðust í: a) húsnæði og b) aðföng. Þemað umfang starfs byggist á tilvísunum úr flokknum sjúklingar. Tilvísanir í hverjum flokki komu fram í einum eða fleiri þáttum sem spurt var um. Niðurstöðurnar eru birtar undir þáttum í þeirri röð sem birtist í töflu 1 sem er jafnframt röð þáttanna eins og spurt var um þá. Vinnuumhverfi Þátttakendur lýstu góðu samstarfi og góðum starfsanda á deildunum og kváðu það meðal annars vera ástæðu þess að þeir væru búnir að starfa svona lengi á þessum vettvangi. Aðstaða fyrir starfsfólk var iðulega of lítil og þótti ekki hlýleg. Starfsaðstaða á deildum var ekki talin nægjanlega góð en fram kom að þegar sjúklingum væri hjúkrað inni á stofum sköpuðust mikil þrengsli þegar nota þurfti hjálpartæki og var þá erfitt að athafna sig inni á stofunum. Húsnæði sjúkrahússins var þannig háttað að sumar deildir voru stórar, gangarnir mjög langir og því mikil ganga fyrir starfsfólk fram og til baka. Starfsfólkið sagði þetta vera mikið álag og var sérstaklega rætt um það þegar fátt starfsfólk var til dæmis á kvöldvöktum en þá gat verið mikið um hlaup fram og til baka. Býtibúr var oft staðsett fremst á ganginum og gat orsakað miklar göngur á kvöldin fyrir sjúkraliða þar sem starfsfólk í býtibúri var farið af vaktinni. Í rýnihópunum kom skýrt fram að vinnuálag var mikið. Á sumum deildum var það misjafnt frá degi til dags en á öðrum deildum virtist álagið vera mikið alla daga og starfsemin að aukast jafnt og þétt. Sjúkraliða, sem starfað hafði í áratugi, fannst álagið hafa breyst og þeir rólegu tímar, sem komu áður á milli álagstíma, fundust vart lengur eins og hún lýsti því: „Mér finnst vera lengri tími sem er mikið að gera; áður fyrr komu oft rólegir tímar, svona inn á milli, en núna er það bara stanslaust ...“ Mannekla var enn meiri en áður, hraðari umsetning og aukin hjúkrunarþyngd sjúklinga. Þátttakendum fannst stuðningur yfirmanna við starfsfólk nokkuð góður. Þeir álitu utanaðkomandi stuðning óþarfan nema í sérstökum tilfellum, eins og þegar mikið álag hefði verið lengi á deildum. Þátttakendur mátu mikils samstarfsfólk sem þeir höfðu unnið lengi með og fundu töluverðan stuðning hjá því. Í ljós kom að allir þyrftu að fá umbun öðru hvoru en hún var mismikil eftir deildum. Í svörum þátttakenda mátti sjá að starfsánægja tengist hvatningu og hrósi. Í sumum tilfellum kom
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.