Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2011, Blaðsíða 22

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2011, Blaðsíða 22
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 5. tbl. 87. árg. 201118 starfs menn hennar hafa nú komið upp rannsóknarhópi sem í samvinnu við vísindamenn í Hollandi, Danmörku og Svíþjóð rannsaka áhrif þjónandi forystu á starfsánægju í heilbrigðisþjónustu og víðar. „Núna erum við að reyna að festa hönd á, með einhverjum mælingum sem eru sambærilegar milli staða, hver sé munurinn á þjónandi forystu og öðrum stjórnunaraðferðum og reyna að sjá hvað þyrfti að styrkja til þess að efla mismunandi þætti.“ Núna eru um það bil tíu meistaranemar að gera rannsóknir um þjónandi forystu. Þeir koma ekki bara úr hjúkrun heldur eru í hópnum til dæmis kennari, lögfræðingur, viðskiptafræðingur, félagsfræðingur og sálfræðingur í mannauðsstjórnunarnámi. Allir nema einn gera rannsóknir með spurningalistakönnun en þær eru gerðar í samstarfi við höfund matstækisins sem er Hollendingur. Metnir eru þættir eins og efling, að vera til staðar fyrir fólk, hugrekki, áreiðanleiki og auðmýkt. „Það er athyglisvert hversu sterkt auðmýkt stjórnandans tengist starfsánægju. Fimm rannsóknum er lokið og niðurstöðurnar komnar og þær eru mjög áhugaverðar. Það er stunduð þjónandi forysta til dæmis í skólum og á heilbrigðisstofnunum en kannski ekki alveg eins mikið í einkafyrirtækjum. Rannsakendur hafa til dæmis sent spurningalista til allra sjúkraliða og einnig til starfsfólks í grunnskólum Norður­ lands. Í haust verður gerð könnun hér í Háskóla Íslands um viðhorf starfs fólks og einnig verður könnun á Akureyri í haust. Fljótlega mun liggja fyrir talsvert af vísindaniðurstöðum og ég er þessa dagana að taka þetta saman. Þegar við berum saman við Holland þá er þetta glettilega líkt en það er samt ákveðin breidd í þessu. Þjónandi forysta tengist marktækt starfsánægju en mismunandi eftir þáttum.“ Ráðstefna í Skálholti Sigrún hefur haft veg og vanda af því að undirbúa ráðstefnu um ígrundun og þjónandi forystu og fór hún fram í Skálholti 14. október sl. Ráðstefnan var tileinkuð minningu Vigdísar Magnús­ dóttur en hún hefði orðið 90 ára á þessu ári. „Við Íslendingar erum kannski ekki sérfræðingar í því að staldra við og hugsa. Við æðum svolítið áfram, viljum bara kýla á þetta, og það er auðvitað líka skemmtilegt. En stundum þarf maður nú að íhuga og yfirskriftin er sem sagt þjónandi forysta og ígrundun í starfi,“ sagði Sigrún nokkrum vikum áður en ráðstefnan fór fram. Frá Hollandi kom Dirk van Dierendonck en það er maðurinn sem bjó til spurningalistann sem margir rannsakendur hafa notað hér á landi. „Mér finnst þetta mælitæki hafa þann kost að það er búið til út frá evrópskum aðstæðum. Við vitum að það er alltaf munur á milli menningarheima. Dirk hefur gefið út að minnsta kosti tvær bækur, eina um þjónandi forystu, og er virtur á þessu sviði.“ Hinn gesturinn var Kasper Edwards frá Danmörku en hann er sérfræðingur í rannsóknum um stjórnun og skipulag heilbrigðisstofnana og hefur verið í samstarfi við Dirk van Dierendonck og vísindamenn hér á landi um rannsóknir á þjónandi forystu. Fjórir íslenskir fyrirlesarar sögðu svo frá sínum hugmyndum. Einn þeirra var Sigrún sjálf en hún talaði um þjónandi forystu og hugsjón Vigdísar Magnúsdóttir. Góður tími var gefinn í samtöl og var þátttakendum boðið í umræðuhópa. Reynt var að skapa samræður um þessar hugmyndir og hvernig þær hafa reynst í framkvæmd. Þekkingarsetur um þjónandi forystu Hvað er svo fram undan, hvernig sérðu fyrir þér framtíð þjónandi forystu á Íslandi? „Fyrir nokkrum árum óskuðum við sem vinnum að framgangi þessara hugmynda eftir því að fá að stofna hér miðstöð um þjónandi forystu. Við gerðum samning við Greenleaf­stofnunina úti. Sá samningur var undirritaður 2010 og við störfum samkvæmt honum. Hlutverk miðstöðvarinnar, sem við köllum Þekkingarsetur um þjónandi forystu, er að miðla upplýsingum um hugmyndina og vera reiðubúin til að sinna þörfum og áhuga fólks á að kynnast hugmyndinni, vinna með hana og hugsanlega taka hana upp. Við erum komin áleiðis með það og höfum kynnt þessar hugmyndir víða fyrir mörgum starfshópum, til dæmis í stjórnsýslunni, leikskólum, framhaldsskólum og í hjúkrun. Við höfum farið á vinnufundi og ráðstefnur og líka boðið fólk á okkar ráðstefnur og kynningarkvöld. Við höfum haldið málþing og haft leshópa og erum reiðubúin að gefa ráð um lesefni. Þá höfum við haldið úti heimasíðu síðan 2008, hún er mjög mikið notuð. Við höfum reynt að skrifa í blöð og þurfum að gera meira af því. Einnig höfum við gefið út rit sjálf og þýtt rit erlendis frá. Svo erum við að vinna að þessum vísindarannsóknum. Allt smitar þetta út frá sér og draumur okkar er að til verði margir sérfræðingar í þjónandi forystu sem geta farið og talað við sína faghópa.“ „Öll sönn hjálparlist hefst með auðmýkt.“ Þjónandi forysta í hjúkrun Hvernig er hægt að nota þessar hugmyndir í beinni hjúkrun? „Svipað og gagnvart nemendum. Nú höfum við í mörg ár talað mikið um þetta með að virkja sjúklinginn í meðferð. Hann hefur bæði rétt á því og það kemur líka meira út úr því. Þetta birtist í fjölskylduhjúkrun og i sjúklingafræðslu og líka í sjálfshjálparhópum fyrir fólk með langvinna sjúkdóma. Náum í hugmyndir fólksins, hlustum á hvað það segir. Tökum dæmi um karlmann með hjarta­ sjúkdóm. Það er ýmislegt sem hann getur gert til að vernda sig. Á ég að segja honum það eða byrja á að spyrja hvað honum dettur í hug? Hvaða möguleikar eru það sem hann sér helst? Vill hann frekar auka hreyfingu eða vill hann fara á jóganámskeið? Eða hefur hann sérstakan áhuga á mat og eldamennsku? Ég byrja á því að hlusta. Danski heimspekingurinn Sören Kierkegaard sagði að ef maður ætlaði að hjálpa einhverjum að gera eitthvað yrði maður að byrja þar sem hann væri staddur. Öll sönn hjálparlist hefst með auðmýkt. Við erum jafningar – ég þjóna sjúklingnum og hann ber á sama tíma virðingu fyrir minni þekkingu. Hann treystir mér, ég treysti honum og við tölum saman. Sumt í þessu er í rauninni mjög einfalt,“ segir Sigrún að lokum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.