Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2011, Blaðsíða 25

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2011, Blaðsíða 25
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 5. tbl. 87. árg. 2011 21 algengara að einstæðar/fráskildar konur og konur með stutta skólagöngu að baki upplifi ofbeldi en konur í hjónabandi/ sambúð eða með háskólamenntun“... Þessi ályktun er dregin út frá 35% svarhlutfalli“ (Tímarit hjúkrunarfræðinga, bls. 26). Hér kemur best í ljós að Sigríður hefur ekki lesið bókina vandlega. Hún áttar sig ekki á því með hvaða hætti gögnum var safnað í þessari rannsókn. Það kemur skýrt fram á bls. 22 í bókinni í umfjöllun um rannsóknaaðferðir að í samfélagsrannsókninni voru sendir spurningalistar til 7.613 kvenna sem voru giftar eða í sambúð (5.630 giftar konur og 1.983 konur í sambúð). Af þeim 5.630 konum, sem voru giftar, tóku 1.974 konur þátt (35,06%), en 772 konur í skráðri sambúð tóku þátt í rannsókninni (40,78% þátttaka). Eins er greint frá því að af þeim 110 konum, sem komu á Miðstöð mæðraverndar, neituðu 3 þátttöku þannig að endanleg þátttaka þar var frá 107 konum (97,3% þátttaka) og af þeim 103 konum, sem rannsóknin var kynnt fyrir á slysa­og bráðadeild, neituðu 2 konur þátttöku, þannig að 101 kona tók þátt í því úrtaki (98% þátttaka). Í lokaorðum um rannsóknaniðurstöður í fyrsta kaflanum greinir undirrituð frá niðurstöðum bæði úr samfélagsúrtakinu sem og úr úrtakinu á slysa­ og bráðadeild og á Miðstöð mæðraverndar. Það er því rangt og mjög villandi af Sigríði að halda því fram að verið sé að draga ályktanir einungis út frá 35% svarhlutfalli í meginniðurstöðum rannsóknarinnar. Þess ber einnig að geta að í umfjöllun um takmarkanir rannsóknarinnar á bls. 32 í bókinni Ofbeldi – margbreytileg birtingarmynd er skýrt tekið fram að „… auk þess var þátttaka meðal kvenna almennt úti í samfélaginu fremur lítil (undir 50%) og klíníska úrtakið var einnig frekar lítið, og hafa ber í huga að ekki er hægt að alhæfa um eðli ofbeldis utan þess klíníska vettvangs sem rannsóknin var framkvæmd á, þ.e. á slysa­ og bráðadeild LSH og á Miðstöð mæðraverndar.“ Annað sem Sigríður dregur fram í umfjöllun sinni er að hugsanlega hefði verið hægt að slá saman umfjöllun í kafla eitt og kafla tvö. Undirrituð er því algjörlega ósammála þar sem verið er að svara gjörólíkum rannsóknarspurningum/ tilgátum í þessum tveimur köflum. Í kafla tvö er verið að fjalla um áhrifin af margþættu langvinnu líkamlegu, andlegu og kynferðislegu ofbeldi af hálfu náins fjölskyldumeðlims, á andlega heilsu kvenna þar sem ofbeldið hefur átt sér stað einhvern tímann á lífsleiðinni. Hér var gögnum safnað saman bæði með spurningalistum sem og með hálfstöðluðum viðtölum, eins og tekið er fram á blaðsíðu 47 í bókinni. Í kafla eitt er aftur á móti verið að kanna áhrif ofbeldis í núverandi sambúð eða hjónabandi á andlega heilsu kvenna og þá annars vegar meðal kvenna úti í samfélaginu og hins vegar meðal kvenna sem leita eftir heilbrigðisþjónustu á slysa­ og bráðadeild og á Miðstöð mæðraverndar. Það er mikill munur á því hvort verið er að fjalla um upplifun af ofbeldi einhvern tímann á lífsleiðinni eða hvort verið er að fjalla um ofbeldi sem á sér stað í núverandi sambúð eða í núverandi hjónabandi. Sigríður fer auk þess með rangt mál þegar hún fullyrðir í umfjöllun sinni að Erla Kolbrún styðjist eingöngu við gögn sem safnað er saman með spurningalistum. Í kafla tvö er greint bæði frá niðurstöðum úr viðtölunum sem og úr spurningalistunum. Sigríður heldur því einnig fram að notkun spurningalista í rannsóknum á ofbeldi gegn konum sé í sjálfu sér takmarkandi þáttur en vitnar því miður aðeins í eina 20 ára gamla heimild máli sínu til stuðnings. Fjölmargar erlendar vísindarannsóknir hafa verið birtar í virtum erlendum tímaritum gegnum tíðina þar sem stuðst er við réttmæt og áreiðanleg mælitæki sem mæla viðkvæma hluti á borð við ofbeldi, missi, sorg, áfallastreitu, einelti og svo framvegis (sjá heimildaskrár í bókinni Ofbeldi – margbreytileg birtingarmynd) en WAST­mælitækið, sem stuðst er við í þeim rannsóknum sem gerð eru skil í þessari bók, er einmitt eitt slíkt mælitæki. Auk þess hafa klínískar leiðbeiningar verið búnar til þar sem ráðlagt er að styðjast við viðurkennd og virt mælitæki til að meta ofbeldi gegn konum (sjá umfjöllun í viðaukum bókarinnar Ofbeldi ­ margbreytileg birtingarmynd). Það er athyglisvert að í bók Ingólfs Gíslasonar, Ofbeldi í nánum samböndum: Orsakir, afleiðingar og úrræði (2008, bls. 148), greinir lngólfur frá fjölmörgum leitartækjum til að greina ofbeldi og þar á meðal vitnar Ingólfur í eina heimild þar sem tilgreind eru 33 kembileitartæki vegna ofbeldis í nánum samböndum sem hafa komið fram frá 1979­2003. Það sama er að segja um skýrslu velferðarráðherra um aðgerðir samkvæmt aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar vegna ofbeldis karla gegn konum í nánum samböndum 2010­2011. Í þeirri könnun er stuðst við alþjóðlegan spurningalista sem heitir The International Violence against Women Survey (IVAWS). Spurningalistinn var þýddur og lagður símleiðis fyrir 2050 konur hér á landi. Eins má geta þess að í nýrri rannsókn, sem undirrituð er að vinna að um þessar mundir, er verið að kanna mun á svörum kvenna um reynslu af ofbeldi þar sem gögnum er safnað saman með viðtölum, með spurningalista (blað­ og blýantsaðferðin) eða með rafrænum hætti (í gegnum tölvu) meðal 306 kvenna. Enginn marktækur munur kom fram hvað varðar reynslu kvennanna af ofbeldi eftir því hvaða aðferð var notuð við gagnasöfnunina (Erla Kolbrún Svavarsdóttir, 2011, fyrirlestur haldinn 1. júní í Öskju Háskóla Íslands á ráðstefnu um kynbundið ofbeldi, „Drögum tjöldin frá“). Sigríður endar umfjöllunina á að tala um rannsóknir þeirra Kolbrúnar og Sigríðar Síu þó svo henni hafi átt að vera það ljóst að rannsóknirnar, sem þær Kolbrún og Sigríður Sía greina frá, voru skipulagðar, undirbúnar og þeim stjórnað af undirritaðri eins og tekið er fram í inngangi bókarinnar sem og bæði í kafla 3 og kafla 4 (sjá t.d. Bókin sem um er rætt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.