Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2011, Page 56

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2011, Page 56
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 5. tbl. 87. árg. 201152 Tafir og truflanir Ýmislegt kom fram sem tafið gat og truflað vinnu sjúkraliða. Símsvörun var eitt af því sem tók mikinn tíma á kvöldin og um helgar. Einnig kom fram að talsverður tími færi í að leita að hjálpartækjum og tólum á milli deilda og hlupu sjúkraliðar því oft langar leiðir til að hafa uppi á þeim. Þátttakendur voru sammála um að hjálpartæki þyrftu að vera fleiri og að erfitt væri að komast að þeim. Lín og aðrar hjúkrunarvörur virtust yfirleitt vera til á deildunum en á stöku deildum vantaði alltaf eitthvað og þyrfti þá að hlaupa eftir því á nærliggjandi deildir. Töluvert var um að sjúkraliðar þyrftu að flytja sjúklinga í rannsóknir á milli deilda. Þetta átti sér stað á kvöldvöktum og um helgar þegar starfsfólk í flutningum var ekki til staðar. Flutningarnir gátu orðið þó nokkrir og álitu þátttakendur þetta vera töf í starfi þeirra á deildum auk þess að vera mikið álag. Einnig nefndu þeir tíma sem fór í að finna eigur sjúklinga sem komu af öðrum deildum. Þátttakendur sögðu mikil veikindi í býtibúri hafa orðið til þess að sjúkraliðar voru stundum látnir sjá um býtibúrið á sinni vakt auk þess að hlaupa í skarðið fyrir ritara ef þeir forfölluðust. Eitt af því sem hafði aukið álag og tafði fyrir var að þurfa að túlka fyrir starfsfólkið sem skildi ekki eða talaði ekki íslensku. Þátttakendum fannst að vinnuveitandi ætti að gera kröfu um að starfsfólkið skildi og talaði íslensku. Starfskröfur Starfskröfur voru ólíkar eftir því hvar sjúkraliðarnir störfuðu og virtist sá munur skapast vegna mismunandi hlutfalls hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða á deildunum. Á sumum deildum voru sjúkraliðarnir mikið í aðhlynningu, aðrir unnu mikið með hjúkrunarfræðingum, enn aðrir störfuðu mjög sjálfstætt og var algjörlega treyst fyrir hjúkrunarverkunum. Þátttakendur voru sammála því að þeir gætu leyst fleiri flóknari verkefni af hendi en þeir gera í dag. Fram kom að mikill munur var á starfskröfum eftir því hvaða hjúkrunarfræðingur var á vakt hverju sinni. Þetta leiddi oft til þess að sjúkraliðar fyndu fyrir vantrausti í sinn garð. Töluverður tími fór í að ná í hjúkrunarfræðing til að klára verk sem sjúkraliðar töldu að þeir ættu að geta lokið sjálfir, svo sem að fjarlægja útbláæðaleggi, sondumata, meta sár og setja umbúðir yfir skurðsár, gefa loftúða, mæla blóðsykur, taka þátt í fjölskyldufundum og setja í og taka úr CIPAP­ og BIPAP­ öndunarvélum. Sum þessi verk voru unnin af sjúkraliðum en það fór eftir því á hvaða deild þeir störfuðu. Ekki voru allir á eitt sáttir um að bæta á sig hjúkrunarverkum. Sumum sjúkraliðum fannst þeir hafa nóg að gera með sín verk og vildu ekki bæta meiri vinnu á sig en öðrum fannst spennandi að fá að læra meira og takast á við ný verkefni. Virtist aldur ekki hafa áhrif á það en á þeim deildum, þar sem sjúkraliðar fengu að sinna fjölbreyttari verkefnum, var meiri áhugi fyrir að bæta við sig nýjum verkefnum. Það kom einnig fram í umræðunum að sjúkraliðar gætu skipt á milli sín störfum eftir sérhæfingu hvers og eins, meira en gert var, á þeim sviðum þar sem sérhæfni var krafist. Þegar störf sjúkraliða inni á deildum voru rædd barst talið að sjúkraliðanáminu. Þar kom fram að ekki virðist vera nægjanlegt samræmi milli náms þeirra annars vegar og vinnu hins vegar að loknu námi. Þátttakendur sögðu að sumt af því sem þeir lærðu í námi gerðu þeir sjaldan eða aldrei og sumt af þeirri þekkingu, sem búið væri að afla í náminu, glataðist þar af leiðandi smám saman. Þátttakendur töldu sig geta fært einhver verka sinna yfir til annarra. Þau verk, sem sjúkraliðar nefndu sem dæmi um slíkt, voru: að ganga frá á óhreina skolinu, fylla á línvagnana, setja lín á baðherbergi, ganga frá líni, panta lín og hjúkrunarvörur, rúmaþvottur, þrif á næturvöktum, að sjá um matarkort og sumir nefndu að sjá um matinn fyrir sjúklinga. Ekki voru allir sammála því að aðrir ættu að sjá um matinn þar sem gott væri að sjúkraliðar fylgdust með hvernig sjúklingarnir nærðust. Flestir sjúkraliðanna voru sammála því að starfsþróun væri nauðsynleg og að spennandi væri að takast á við ný og krefjandi verkefni. Deildirnar voru sérhæfðar og gátu störfin því verið misjöfn. Þátttakendur tókust sumir á við spennandi verkefni inni á sinni deild en vinna annarra var í nokkuð föstum skorðum alla daga. Þegar rætt var um starfsþróun kom fram að frekar erfitt væri að sækja námskeið, aðallega vegna skorts á starfsfólki, og þátttakendur sögðust þurfa að stunda vinnu samhliða þar sem erfitt reyndist að komast frá vinnu eða fá frí. Ekki virtust vera gerðar miklar kröfur um að sjúkraliðar ykju færni sína í starfi. Þátttakendur voru sammála um að ekki væru gerðar til þeirra óraunhæfar kröfur í vinnunni. Ef viðkomandi væri beðinn um að taka að sér nýtt verk eða verkefni fengi hann yfirleitt góða leiðsögn og kennslu þar að lútandi. Skipulag og stjórnun Skipulag á vinnu hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða var mjög misjafnt eftir deildum og í sumum tilfellum þurftu sjúkraliðar að bíða eftir hjúkrunarfræðingi í aðhlynningu. Í einstaka tilfelli kláraði sjúkraliðinn aðhlynninguna einn þar sem hjúkrunarfræðingurinn komst aldrei í aðhlynninguna vegna annarra verka sem hann þurfti að sinna. Þó svo að skipulag væri misjafnt eftir deildum var grundvallar­ skipulagið, sem unnið var eftir, ávallt skýrt. Þátttakendur töldu samband sitt við stjórnendur almennt vera gott, sögðu yfirmenn yfirleitt vera á staðnum. Einhverjir þátttakendur höfðu áhyggjur af sínum yfirmanni vegna stanslausra vakta og lítill tími gafst því til að sinna starfsfólkinu. Starfsmannafundir voru haldnir reglulega á sumum deildum en annars staðar gafst lítill tími fyrir fundi og starfsmannaviðtöl og þátttakendum þótti það miður. Þátttakendur voru sammála um að samskipti væru góð á flestum deildum og góður starfsandi. Þó kom í ljós óánægja með samskipti við erlent starfsfólk sem var búið að starfa lengi en talaði ekki íslensku og skildi hana ekki. Sjúkraliðarnir sögðu að í einstaka tilfellum hefðu orðið árekstrar milli starfsfólks vegna ræstinga. Þetta væri oftast vegna tungumálaerfiðleika. Á sumum deildum gekk samstarfið við erlent starfsfólk mjög vel.

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.