Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2011, Blaðsíða 21

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2011, Blaðsíða 21
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 5. tbl. 87. árg. 2011 17 Ekki fyrir alla Hvernig geta þeir sem hafa aðhyllst, eða kannski frekar vanist, öðruvísi stórnunar­ háttum snúið þessu við og breyst í þjónandi leiðtoga? „Þessi hugmynd er ekki fyrir alla og hún lærist ekki á einu helgarnámskeiði. Maður kemur ekki heim á mánudegi með þetta á hreinu. Þetta er löng vegferð og Greenleaf segir að til þess að ná árangri þurfi að undirbúa hlutina vel og vandlega. Sjálfur tók hann þá afstöðu sem ungur maður að hann ætlaði að þaulhugsa allan undirbúning enda var hann alla starfsævina að búa sig undir að setja fram þessar hugmyndir. Hann birti fyrstu bókina sína eftir að hann fór á eftirlaun. Ég er ekki að segja að við þurfum öll að bíða í 40 ár en við getum lært hvert af öðru og þetta er hugmynd sem gengur út á hvort maður hafi einlægan vilja til að þjóna öðrum og ef maður svarar þeirri spurningu neitandi þá er maður ekki tilbúinn. Sá sem vill ekki vera þjónn er auðvitað ekki þjónn. En þeir sem vilja nota þessar hugmyndir þurfa í hjarta sínu að vilja hjálpa öðru fólki. Með því eru þeir ekki að gera lítið úr sjálfum sér, þvert á móti. Þjónandi forysta snýst um sjálfsöryggi og innri styrk.“ Maður þarf að hafa sjálfsöryggi til þess að geta sleppt takinu? „Mjög mikið, mjög mikið. Og þegar maður skoðar það sem er sett fram um hvað sjálfs­ öryggi eiginlega er, hvernig það lýsir sér, þá er sjálfsþekking þar oft númer eitt. Sjálfsþekking leiðir oftast af sér sjálfs­ öryggi. Af því að þá þekkir maður sínar sterku hliðar og maður veit líka að maður er ófullkominn en ætlar bara að takast á við það. Og það er líka svo dásamlegt fyrir leiðtogann að hann þarf ekki að vera ofurhetja.“ Sigrún segir að það sé mikill misskilningur að leiðtoginn eigi að vera einhver ofurhetja eða Elvis Presley stjórnarfundarins. Það getur átt við sums staðar en núna eru aðstæður þannig að langflestir starfs­ menn eru þekkingarstarfsmenn. „Við höfum lært ýmislegt og höfum oftar en ekki aðrar og nýrri hugmyndir en leiðtoginn. Hann hefur hins vegar yfirsýn og veit hver er góður í hverju, hver hefur mest gaman af skráningu, hver veit best hvernig við getum þjónað fjölskyldum betur. Við erum ekki öll best í öllu og hinn þjónandi leiðtogi hefur þolinmæði, hugrekki og kjark til þess að horfa á fjölbreytileikann og notfæra sér hann. Bestu leiðtogarnir eru oft beinlínis ósýni­ legir. Það er eðli þjónandi leiðtogans að vera lítið sýnilegur, hinir eru sýnilegir. Erum við til í það? Maður þarf smám saman að skoða þetta og segja: Treysti ég mér í þetta? En ég er nú sannfærð um það að allt þetta sem við höfum talað um sé mannlegt eðli, þetta er eins og við viljum vera sem manneskjur. Þá er bara spurningin: Hvernig get ég tamið mér þetta?“ Sigrún rifjar upp sögu af hjúkrunarfræðingi sem sagði á námskeiði: „Þetta hljómar mjög vel og fallega en ég nenni bara ekki að standa í þessu. Ég bara dríf þetta af sjálf því ég þarf að fara heim. Ég þarf að sækja barnið. Ég hef bara ekki tíma að leita eftir hugmyndum annarra.“ „Vigdís Magnúsdóttir sagði stundum að auðvitað væri það fljótlegra að skipa öllum fyrir en það skilar bara engum árangri. Það eru þessi skammtímamarkmið sem við brennum okkur svolítið á. Þessi hjúkrunarfræðingur klárar kannski vaktina í dag, en hvernig verður þetta næstu þrjú hundruð vaktirnar? Hinir á deildinni kannski gætu og vildu vera virkari þátttakendur en fá ekki tækifæri því það er ekki búið að opna fyrir það. Maður þarf að taka sér tíma að opna hliðið og þá kemur fólkið. Spurningin er: Ætlar maður að opna hliðið og bjóða fólki til sín sem leiðtogi eða er ég þannig að ég stend ekki í því?“ Þjónandi forysta rannsökuð Sigrún segir að vantað hafi gagnreynda þekkingu um þjónandi forystu. Hún hafi verið kynnt á grunni góðra hugmynda og frásögnum um reynslu fyrirtækja en rannsóknum fjölgar. Sigrún og sam­ „Ef stjórnandinn hefur einbeitta sýn á hugsjónina, sem er velferð sjúklinganna, og lætur hana stjórna öllu þá verður hann frjáls,“ segir Sigrún.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.